8. janúar
Útlit
Des – Janúar – Feb | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 | 31 | |||
2024 Allir dagar |
8. janúar er 8. dagur ársins samkvæmt gregoríska tímatalinu. 357 dagar (358 á hlaupári) eru eftir af árinu.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 1297 - Mónakó fékk sjálfstæði.
- 1499 - Loðvík 12. Frakkakonungur giftist Önnu af Bretagne, ekkju forvera síns, Karls 8.
- 1608 - Hundrað landnemar komu til Jamestown í Virginíu með skipstjóranum Christopher Newport. Þar voru þá aðeins 38 eftirlifandi af upprunalegum stofnendum bæjarins.
- 1657 - Miles Sindercombe og fleiri sem ætluðu sér að myrða Oliver Cromwell voru handteknir í London.
- 1678 - Svíar náðu eynni Rügen aftur af Brandenborgurum í orrustunni við Warksow.
- 1686 - Á Suðurnesjum snjóaði svo mjög á tveimur dögum að tók meðalmanni í mitti, segir í Kjósarannál.
- 1697 - Thomas Aikenhead, skoskur námsmaður, var tekinn af lífi fyrir guðlast.
- 1815 - Orrustan um New Orleans. Bandarískur her undir stjórn Andrews Jackson hershöfðingja vann sigur á bresku innrásarliði.
- 1863 - Forngripasafnið var stofnað um gjöf fimmtán forngripa frá Helga Sigurðssyni.
- 1895 - Blaðið Framsókn, sem var fyrsta kvennablaðið á Íslandi, kom út á Seyðisfirði. Það kom út til ársloka 1903.
- 1912 - Afríska þjóðarráðið var stofnað í Suður-Afríku.
- 1926 - Ibn Sád varð konungur Hejaz og endurnefndi það Sádí-Arabíu.
- 1928 - Knattspyrnufélag Akureyrar var stofnað.
- 1958 - Bobby Fischer varð skákmeistari Bandaríkjanna, 14 ára að aldri.
- 1964 - Fyrsta konan var kjörin íþróttamaður ársins á Íslandi, Sigríður Sigurðardóttir handknattleikskona.
- 1971 - Skæruliðasamtökin Tupamaros rændu sendiherra Breta í Úrúgvæ og héldu honum þar til í september.
- 1972 - Melrakkaey í Grundarfirði var friðlýst.
- 1973 - Réttarhöld í Watergate-málinu hófust.
- 1977 - Sovétríkin skutu upp geimfarinu Luna 21.
- 1977 - Þrjár sprengjur sprungu í Moskvu með þeim afleiðingum að sjö dóu.
- 1982 - Kuldamet var slegið í Danmörku þegar frostið mældist 31,2 gráður.
- 1982 - AT&T Corporation var skipt upp í 22 fyrirtæki eftir dóm fyrir brot gegn lögum um bann við einokun.
- 1985 - Reykingabann tók gildi á Rauða torginu í Moskvu.
- 1987 - Dow Jones-vísitalan náði í fyrsta sinn meira en 2000 stigum við lokun kauphallarinnar.
- 1989 - Kegworth-flugslysið: 47 létust þegar Boeing 737-þota frá British Midlands hrapaði við Kegworth.
- 1991 - Bandaríska flugfélagið Pan American World Airways lýsti sig gjaldþrota.
- 1992 - George H. W. Bush Bandaríkjaforseti varð alvarlega veikur í kvöldverði í Japan. Hann kastaði upp í kjöltu Kiichi Miyazawa forsætisráðherra og féll svo í yfirlið.
- 1993 - Braer-stormurinn gekk yfir Norður-Atlantshaf. Olíuflutningaskipið Braer brotnaði í tvennt og yfir 80.000 tonn af olíu láku út í sjó.
- 1996 - 300 manns fórust þegar flutningaþota hrapaði á markað í Kinsasa í Saír.
- 2007 - Rússnesk olíufyrirtæki hættu að dæla olíu um leiðslur í Hvíta-Rússlandi vegna olíudeilu landanna.
- 2008 - Á aðeins þremur viðskiptadögum féllu íslensk hlutabréf um 10,53%. Þar af Exista og SPRON hvað mest.
- 2010 - Landslið Tógó í knattspyrnu karla varð fyrir hryðjuverkaárás á ferð sinni með rútu gegnum angólsku útlenduna Kabinda. Liðið dró sig úr Afríkukeppninni 2010 í kjölfarið.
- 2011 - Skotárásin í Tucson: Ungur maður myrti sex og særði 13, þar á meðal þingkonuna Gabrielle Giffords, í skotárás við Safeway-verslun í Tucson, Arisóna.
- 2016 - Eiturlyfjabaróninn Joaquín Guzmán náðist eftir flótta frá öryggisfangelsi í Mexíkó.
- 2020 – Persaflóakreppan 2019–2020: 176 manns létust þegar Íransher skaut niður úkraínska farþegaflugvél eftir flugtak í Teheran í Íran.
- 2020 – Persaflóakreppan 2019–2020: Tveimur írönskum eldflaugum var skotið á herstöðvar í Sádi-Arabíu þar sem bandarískir hermenn dvöldu.
- 2023 – Stuðningsmenn fyrrum forseta Brasilíu, Jairs Bolsonaro, réðust á þinghúsið, forsetahöllina og hæstaréttinn í höfuðborginni Brasilíu til að mótmæla embættistöku nýja forsetans Luiz Inácio Lula da Silva.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 1829 - Arngrímur Gíslason málari (d. 1887).
- 1865 - Ellen Clapsaddle, bandarískur teiknari (d. 1934).
- 1867 - Emily Greene Balch, bandarískur félagsfræðingur og Nóbelsverðlaunahafi (d. 1961).
- 1870 - Miguel Primo de Rivera, spænskur einræðisherra (d. 1930).
- 1880 - Guðrún Lárusdóttir, íslenskur rithöfundur og stjórnmálamaður (d. 1938).
- 1885 - John Curtin, forsætisráðherra Ástralíu (d. 1945).
- 1902 - Carl Rogers, bandarískur sálfræðingur (d. 1987).
- 1902 - Georgij Malenkov, sovéskur stjórnmálamaður (d. 1988).
- 1905 - Carl Gustav Hempel, þýskur heimspekingur (d. 1997).
- 1912 - Sigurður Þórarinsson, íslenskur náttúrufræðingur (d. 1983).
- 1935 - Elvis Presley, bandarískur söngvari (16. ágúst 1977)
- 1941 - Graham Chapman, breskur grínisti (d. 1989).
- 1942
- Stephen Hawking, enskur eðlisfræðingur og rithöfundur (d. 2018).
- Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans.
- 1947
- David Bowie, enskur tónlistarmaður (d. 2016).
- Gísli Már Gíslason, verkfræðingur og bókaútgefandi.
- 1948 - Þuríður Backman, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1958 - Betsy DeVos, bandarísk stjórnmálakona.
- 1959 - Paul Hester, ástralskur trommari (d. 2005).
- 1967 - R. Kelly, bandarískur söngvari.
- 1971 - Dóra Takefusa, íslensk dagskrárgerðarkona.
- 1975 - Þorbjörg Magnea Óskarsdóttir (Tobba) íslensk listakona.
- 1980 - Rachel Nichols, bandarísk leikkona.
- 1981
- Genevieve Cortese, bandarísk leikkona.
- Halla Gunnarsdóttir, íslensk blaðakona.
- 1982 - Grétar Rafn Steinsson, íslenskur knattspyrnumaður.
- 1984 - Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu.
- 1986 - David Silva, spænskur knattspyrnumaður.
- 1989 - Kristján Einar Kristjánsson, íslenskur Formúlu 3-kappakstursmaður.
- 2011
- Vincent Frederik Minik Alexander Danaprins.
- Josephine Sophia Ivalo Mathilda Danaprinsessa.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 1100 - Klemens 3. mótpáfi.
- 1107 - Játgeir Skotakonungur (f. 1074).
- 1198 - Selestínus 3. páfi.
- 1324 - Marco Polo, ítalskur heimshornaflakkari (f. 1254).
- 1337 - Giotto di Bondone, ítalskur listmálari og arkitekt (f. um 1267).
- 1642 - Galileo Galilei, ítalskur stærðfræðingur, stjörnufræðingur og eðlisfræðingur (f. 1564).
- 1697 - Thomas Aikenhead, skoskur námsmaður (f. um 1678).
- 1880 - Joshua A. Norton, sjálfskipaður keisari Bandaríkjanna. (f. um 1818).
- 1941 - Robert Baden-Powell, stofnandi skátahreyfingarinnar (f. 1857).
- 1950 - Joseph Schumpeter, tékkneskur hagfræðingur (f. 1883).
- 1976 - Zhou Enlai, kínverskur leiðtogi.
- 1996 - François Mitterrand, Frakklandsforseti (f. 1916).
- 2002 - Aleksandr Prokhorov, sovéskur eðlisfræðingur (f. 1916).
- 2008 - Bjarni Jónsson, íslenskur myndlistarmaður (f. 1934).