Knattspyrnufélag Akureyrar
- Fyrir nánari upplýsingar um knattspyrnudeild KA, sjá greinina um Knattspyrnudeild KA
Knattspyrnufélag Akureyrar | |||
Fullt nafn | Knattspyrnufélag Akureyrar | ||
Gælunafn/nöfn | KA-menn | ||
---|---|---|---|
Stytt nafn | KA | ||
Stofnað | 8. janúar 1928 | ||
Leikvöllur | Akureyrarvöllur og KA Heimilið | ||
Stærð | Um 2500 | ||
Knattspyrnustjóri | Hallgrímur Jónasson | ||
|
Knattspyrnufélag Akureyrar (K.A.) er íþróttafélag á Akureyri. Hjá KA er boðið upp á að stunda fjölmargar íþróttagreinar m.a blak, handbolta, júdó, knattspyrnu, lyftingar og fimleika.
Knattspyrnulið KA leikur efstu deild karla í knattspyrnu og varð Íslandsmeistari í knattspyrnu árið 1989, en Íslandsmeistartitilinn hefur aldrei farið lengra frá höfuðborgarsvæðinu. KA varð bikarmeistar 2024.
K.A. er kallað „Akureyrarstoltið“ enda sigursælasta félag Akureyrar.
Saga K.A.
[breyta | breyta frumkóða]Knattspyrnufélag Akureyrar var stofnað 8. janúar 1928 á heimili hjónanna Margrétar og Axels Schiöth bakara, að Hafnarstræti 23, með það að leiðarljósi að efla íþróttaiðkun á Akureyri. Að stofnun félagsins komu: Alfred Lillendahl, Arngrímur Árnason, Eðvarð Sigurgeirsson, Einar Björnsson, Georg Pálsson, Gunnar H. Kristjánsson, Helgi Schiöth, Jón Sigurgeirsson, Jónas G. Jónsson, Karl L. Benediktsson, Kristján Kristjánsson og Tómas Steingrímsson.
Íþróttamenn K.A.
[breyta | breyta frumkóða]Árlega er kosið um íþróttamann ársins hjá félaginu. Kjörinu er lýst á afmæli félagsins sem er þann 8. janúar. Vernharður Þorleifsson júdókappi hefur unnið titilinn oftast eða sjö sinnum. Íþróttamenn sem hlotið hafa þann heiður eru:
Ár | Nafn | Íþróttagrein | Athugasemd |
---|---|---|---|
1950 | Magnús Brynjólfsson | Skíðaíþróttir | |
1968 | Ívar Sigmundsson | Skíðaíþróttir | |
1969 | Árni Óðinsson | Skíðaíþróttir | |
1970 | Gunnar Blöndal | Knattspyrna | |
1971 | Árni Óðinsson | Skíðaíþróttir | |
1988 | Guðlaugur Halldórsson | Júdó | |
1989 | Erlingur Kristjánsson | Knattspyrna, Handbolti | |
1990 | Freyr Gauti Sigmundsson | Júdó | |
1991 | Freyr Gauti Sigmundsson | Júdó | |
1992 | Alfreð Gíslason | Handbolti | |
1993-1996 | Vernharð Þorleifsson | Júdó | |
1997 | Björgvin Björgvinsson | Handbolti | |
1998-1999 | Vernharð Þorleifsson | Júdó | |
2000 | Guðjón Valur Sigurðsson | Handbolti | |
2001 | Vernharð Þorleifsson | Júdó | |
2002-2003 | Andrius Stelmokas | Handbolti | |
2004 | Arnór Atlason | Handbolti | |
2005 | Jónatan Þór Magnússon | Handbolti | |
2006 | Bergþór Steinn Jónsson | Júdó | |
2007 | Davíð Búi Halldórsson | Blak | |
2008 | Sandor Matus | Knattspyrna | |
2009 | Piotr Slawomir Kempisty | Blak | |
2010 | Birna Baldursdóttir | Blak | |
2011 | Helga Hansdóttir | Júdó | |
2012 | Alda Ólína Arnarsdóttir | Blak | |
2013 | Birta Fönn Sveinsdóttir | Handbolti | |
2014 | Martha Hermannsdóttir | Handbolti | |
2015 | Ævar Ingi Jóhannesson | Knattspyrna | |
2016 | Valþór Ingi Karlsson | Blak | |
2017 | Anna Rakel Pétursdóttir | Knattspyrna |
*Ekki var kosið árin 1951-1967 og 1972-1987.
Knattspyrna
[breyta | breyta frumkóða]Meistaraflokkur karla
[breyta | breyta frumkóða]- Sjá nánari umfjöllun á greininni Knattspyrnudeild KA
Meistaraflokkur kvenna
[breyta | breyta frumkóða]- Sjá nánari umfjöllun á greininni Þór/KA
Þór Akureyri og KA hafa haft samstarf um sameiginlegt lið meistaraflokks kvenna undir merkjum Þór/KA síðan 1999. KS kom inn í samstarfið 2001 og hét liðið Þór/KA/KS þangað til KS gekk úr því eftir 2005 tímabilið.
Tengill
[breyta | breyta frumkóða]
|