Marco Polo

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Marco Polo og félagar koma til kínverskrar borgar - myndskreyting úr handriti Il Milione

Marco Polo (15. september 12548. janúar 1324) var feneyskur kaupmaður og landkönnuður sem var, ásamt föður sínum Niccolò og frænda Maffeo, fyrstur Vesturlandabúa til að ferðast til Kína eftir Silkiveginum og heimsækja stórkaninn Kúblaí Kan sem þá ríkti yfir Kína. Um ferðir hans var skrifuð bókin Il Milione (dregið af auknefni Polo-feðga í Feneyjum eftir einum forföður þeirra, Emilione) eftir frásögn hans sjálfs sem hann hafði fyrir Rustichello da Pisa þar sem þeir sátu saman í fangelsi í Genúa 1298-1299.

  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.