Fara í innihald

David Silva

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
David Silva
Upplýsingar
Fullt nafn David Josué Jiménez Silva
Fæðingardagur 8. janúar 1986 (1986-01-08) (38 ára)
Fæðingarstaður    Arguineguín, Kanaríeyjar, Spánn
Hæð 1,70 m
Leikstaða Miðjumaður
Yngriflokkaferill
1995–2000
2000–2003
San Fernando
Valencia CF
Meistaraflokksferill1
Ár Lið Leikir (mörk)
2003-2004 Valencia CF B 14 (1)
2004–2010 Valencia CF 119 (21)
2004-2005 SD Eibar→lán 35 (4)
2005-2006 Celta de Vigo→lán 34 (4)
2010-2020 Manchester City 309 (60)
2020-2023 Real Sociedad 74 (6)
Landsliðsferill
2001–2002
2002–2003
2004–2005
2005
2004–2006
2006-2018
Spánn U16
Spánn U17
Spánn U19
Spánn U20
Spánn U21
Spánn
6 (2)
20 (5)
14 (5)
5 (4)
9 (7)
125 (35)

1 Leikir með meistaraflokkum og mörk
talið í aðaldeild liðsins.

David Silva (f. 8. janúar 1986 á Gran Canaria) er spænskur fyrrum knattspyrnumaður. Hann var lipur vinstrifótarleikmaður sem var skapandi og fann svæði innan um varnarmenn og hafði auga fyrir sendingum.

Silva er þekktastur sem leikmaður Manchester City þar sem hann spilaði frá 2010-2020. Hann er í 6. sæti yfir flestu stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni. Silva hóf ferilinn á Kanaríeyjum en byrjaði í ungmennaliðum Valencia CF, 14 ára gamall. Hann var sigursæll með Spáni með 2 EM titla og einn á HM en lagði landsliðsskóna á hilluna 2018. Silva lagði svo skóna alfarið á hilluna árið 2023 en hann var með Real Sociedad síðustu ár og glímdi við hnémeiðsli.

  • Copa del Rey: 2007–08 (Valencia), 2019-2020 (Real Sociedad)
  • Premier League: 2011–12, 2013–14, 2017–18, 2018–19
  • FA Cup: 2010–11, 2018–19
  • EFL Cup: 2013–14, 2015–16, 2017–18, 2018–19, 2019–20
  • FA Community Shield: 2012, 2018, 2019

Spánn:

  • EM 2008 og 2012, meistari
  • HM 2010, meistari