Betsy DeVos

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Betsy DeVos
Menntamálaráðherra Bandaríkjanna
Í embætti
7. febrúar 2017 – 8. janúar 2021
ForsetiDonald Trump
ForveriJohn King Jr.
EftirmaðurMiguel Cardona
Persónulegar upplýsingar
Fædd9. janúar 1958 (1958-01-09) (65 ára)
Holland, Michigan, Bandaríkjunum
StjórnmálaflokkurRepúblikanaflokkurinn
MakiDick DeVos ​(g. 1979)
Börn4
HáskóliCalvin-háskóli (BA)

Betsy DeVos Prince (f. 8. janúar 1958) er bandarískur fjárfestir og stjórnmálamaður. Hún var menntamálaráðherra Bandaríkjanna í ríkisstjórn Donald Trump.

Fjölskylda[breyta | breyta frumkóða]

Faðir DeVos, er iðnjöfurinn Edgar Prince, stofnandi Prince Corporation sem framleiddi vélarhluta fyrir bíla. Hún er gift Dick DeVos, fyrrverandi framkvæmdastjóra stórfyrirtækisins Amway og bróðir hennar er Erik Prince, stofnandi málaliðafyrirtækisins Academi (áður Blackwater).[1] DeVos-fjölskyldan, sem var árið 2016 metin 88 ríkasta fjölskylda Bandaríkjanna, hefur gefið yfir tvö hundruð milljóna til stuðnings hægrisinnaðra og kristinna stofnana.

Stjórnmálaferill[breyta | breyta frumkóða]

DeVos hefur verið virk í starfi Repúblíkanaflokksins síðan 1982 og var meðal annars formaður Repúblikanaflokks Michigan frá 1996 til 2000.[1] Í valdatíð George W. Bush var hún virk í fjáröflun fyrir frambjóðendur Repúblíkanaflokksins. Hún hefur löngum verið ötul baráttumanneskja fyrir einkarekstri í skólastarfi og einkaskólum (e: charter schools) og opinberum stuðning og skattaívilnunum fyrir foreldra sem kjósa að senda börn sín ekki í almenningsskóla. Hún hefur verið gagnrýnd harðlega af kennurum og baráttufólki fyrir almenningsfræðslu fyrir árásir á almenningsskóla.[2]

Þann 7 febrúar 2017 skipaði Donald Trump DeVos menntamálaráðherra Bandaríkjanna, og hefur hún gegnt því embætti síðan. Í embætti sínu hefur hún undið ofan af eða fellt úr gildi ýmsar reglur og stefnumál sem komið var á í valdatíð Barack Obama.[3]

DeVos sagði af sér þann 8. janúar 2021, þegar Trump átti tæpar tvær vikur eftir í embætti, vegna þáttar Trumps í að espa upp árás á bandaríska þinghúsið í Washington tveimur dögum fyrr.[4]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 „Background on Betsy DeVos from the ACLU of Michigan“. American Civil Liberties Union (enska). Sótt 30. nóvember 2020.
  2. „Trump Picked His Perfect Education Secretary in Betsy DeVos“. Bloomberg.com (enska). 17. júlí 2019. Sótt 30. nóvember 2020.
  3. Alberta, Tim. „The Education of Betsy DeVos“. POLITICO Magazine (enska). Sótt 30. nóvember 2020.
  4. Markús Þ. Þórhallsson (8. janúar 2021). „Betsy DeVos menntamálaráðherra Trumps segir af sér“. RÚV. Sótt 8. janúar 2021.