Framsókn (tímarit)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Framsókn var íslenskt tímarit helgað kvenréttindamálum sem kom út frá 8. janúar 1895 til desember 1901. Framsókn var fyrsta blaðið á Íslandi sem fjallaði um réttindi og stöðu kvenna.

Útgefendur og ritstjórar Framsóknar voru mæðgurnar Sigríður Þorsteinsdóttir og Ingibjörg Skaptadóttir. Blaðið kom út mánaðarlega á Seyðisfirði til 1899 þegar þær seldu það til Jarþrúðar Jónsdóttur og Ólafíu Jóhannsdóttur sem gáfu það út í Reykjavík til ársins 1901.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.