Bjarni Jónsson (listmálari)
Útlit
Bjarni Jónsson (15. september 1934 – 8. janúar 2008) var íslenskur listmálari. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Austurbæjar 1951, námi frá Handíðaskóla Íslands 1954 og frá Kennaraskóla Íslands 1955. Bjarni var kennari í Vestmannaeyjum 1955-1957 og við Flensborgarskóla í Hafnarfirði og Iðnskólann í Hafnarfirði frá 1957 til 1973 en helgaði síðan list sinni til æviloka. Hann myndskreytti fjölmargar náms- og fræðibækur en viðamesta verk hans voru skýringarteikningar í 5. bindum af bókaröðinni Íslenskum sjávarháttum. Hann gerði 60 málverk sem varðveita sögu áraskipanna og eru í eigu Þjóðminjasafns Íslands.