Fara í innihald

Suðurnes

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Suðurnes
Hnit: 63°55′N 22°15′V / 63.917°N 22.250°V / 63.917; -22.250
LandÍsland
KjördæmiSuður
Stærsti bærReykjanesbær
Sveitarfélög4
Flatarmál
 • Samtals813 km2
Mannfjöldi
 (2024)[1]
 • Samtals30.933
 • Þéttleiki38,05/km2
ISO 3166 kóðiIS-2
Kort af Suðurnesjum ásamt helstu örnefnum.

Suðurnes er samheiti byggðarlaga á Reykjanesskaga sunnan Hafnarfjarðar, eða sunnan Straums eins og Suðurnesjamenn segja oft. Þessi byggðarlög eru Vogar í samnefndu sveitarfélagi á Vatnsleysuströnd, Reykjanesbær (sem var myndaður 1994 úr Innri- og Ytri Njarðvík, Keflavík og Höfnum en sameining var felld í öðrum byggðarlögum), Suðurnesjabær (sem myndaður var 2018 úr Garði og Sandgerði) og Grindavík. Á þessu svæði er landnám Steinunnar gömlu, frændkonu Ingólfs Arnarsonar, en henni gaf hann Rosmhvalanes allt sunnan Hvassahrauns, eins og Landnáma kemst að orði. Einnig landnám Molda-Gnúps, sem nam Grindavík. Annars er frásögn Landnámu um þetta svæði mjög óljós.

Íbúafjöldi

[breyta | breyta frumkóða]

Heildaríbúafjöldi svæðisins er 30.933 manns (skv. Hagstofu Íslands 1. jan. 2024).[1] Í Sveitarfélaginu Vogum búa 1.500, í Reykjanesbæ 21.957, í Suðurnesjabæ 3.897, og í Grindavík 3.579. Lengst af á seinni hluta 20. aldar var heilt byggðarlag á Keflavíkurflugvelli þar sem bandarískir hermenn og fjölskyldur þeirra bjuggu og voru þar yfir 5000 manns þegar mest var, en Keflavíkurstöðin var lögð niður árið 2006. Haustið 2007 hófst útleiga til námsmanna á íbúðum sem áður tilheyrðu varnarliðinu og var þetta hverfi fyrst nefnt Vallarheiði, síðar nefnt Ásbrú og tilheyrir Reykjanesbæ.

Suðurnesin hafa löngum verið einhver mestu útgerðarpláss landsins vegna legu sinnar og nálægðar við fengsæl fiskimið. Dregið hefur úr útgerð og fiskvinnslu síðan kvótakerfið var tekið upp og hafa Suðurnesjamenn selt kvóta í miklum mæli til annarra landshluta. Einnig hafa þeir misst mikinn kvóta vegna sameiningar fyrirtækja. Mest útgerð og fiskvinnsla er í Grindavík, sem byggir afkomu sína nánast eingöngu á þessum atvinnugreinum og beinni og óbeinni þjónustu við þær. Svipað má segja um Sandgerði, en þó hefur dregið talsvert úr útgerð þar á allra síðustu árum. Í Garði er allmikil fiskvinnsla, en lítil sem engin útgerð er þaðan vegna skorts á hafnaraðstöðu. Reykjanesbær er að mestu þjónustu-, iðnaðar- og verslunarbær. Allt svæðið er eitt atvinnusvæði og vinnur fjöldi manns úr öllum byggðarlögunum á Keflavíkurflugvelli eða við Leifsstöð í þjónustu við flugið. Flugstöðin er í reynd stærsti atvinnuveitandinn á svæðinu.[2] Helst er að Grindavík skeri sig úr í þessu sambandi vegna þess að sá bær liggur fjærst hinum. Á árunum eftir hrunið var hlutfall atvinnuleysis á Suðurnesjum viðvarandi hæst á landinu, sem stafaði fyrst og fremst af samdrætti í umsvifum hersins á Keflavíkurflugvelli auk áhrifanna af bankahruninu. Hefur það valdið Suðurnesjamönnum talsverðum búsifjum, en mun að líkindum þegar fram í sækir stuðla að breyttum atvinnuháttum með aukningu í iðnaði og þjónustu.

Á svæðinu eru átta grunnskólar, einn framhaldsskóli, eitt sjúkrahús, sjö kirkjur, eitt kvikmyndahús og auk þess fjöldi verslana og annarra þjónustufyrirtækja.

Sveitarfélög

[breyta | breyta frumkóða]
Sveitarfélag Íbúafjöldi (2024) Flatarmál (km2) Þéttleiki (á km2) ISO 3166-2
Reykjanesbær &&&&&&&&&&&21957.&&&&&021.957 &&&&&&&&&&&&&145.&&&&&0145 km2 Villa í segð: Óþekkt greinarmerki „,”..Villa í segð: Óþekkt greinarmerki „,”.151,43 IS-RKN
Suðurnesjabær &&&&&&&&&&&&3897.&&&&&03.897 &&&&&&&&&&&&&&82.&&&&&082 km2 Villa í segð: Óþekkt greinarmerki „,”..Villa í segð: Óþekkt greinarmerki „,”.47,52 IS-SDN
Grindavíkurbær &&&&&&&&&&&&3579.&&&&&03.579 &&&&&&&&&&&&&423.&&&&&0423 km2 Villa í segð: Óþekkt greinarmerki „,”..Villa í segð: Óþekkt greinarmerki „,”.8,46 IS-GRN
Sveitarfélagið Vogar &&&&&&&&&&&&1500.&&&&&01.500 &&&&&&&&&&&&&164.&&&&&0164 km2 Villa í segð: Óþekkt greinarmerki „,”..Villa í segð: Óþekkt greinarmerki „,”.9,15 IS-SVG

Mannfjöldi

[breyta | breyta frumkóða]
Þróun mannfjölda á Suðurnesjum.
Ár Mannfjöldi Hlutfall af heildarfjölda á Íslandi
1920 2.497 2,64%
1930 2.820 2,60%
1940 3.472 2,86%
1950 5.058 3,51%
1960 8.924 4,98%
1970 10.584 5,17%
1980 13.302 5,75%
1990 15.202 5,90%
2000 16.491 5,79%
2010 21.359 6,72%
2020 27.829 7,64%

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. 1,0 1,1 „Mannfjöldi – Sveitarfélög og byggðakjarnar“. Hagstofa Íslands. Sótt 12. desember 2024.
  2. Flugstöðin orðin mikilvægasta vinnusvæði Suðurnesja