Miguel Primo de Rivera

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Primo de Rivera ásamt Alfons 13. konungi

Don Miguel Primo de Rivera y Orbaneja, 2. markgreifi af Estella, 22. greifi af Sobremonte, riddari af Calatrava (8. janúar, 187016. mars, 1930) var spænskur aðalsmaður, herforingi og einræðisherra sem forsætisráðherra Spánar á tíma Búrbónaendurreisnarinnar frá 1923 til 1930. Hann tók við völdum í kjölfar stjórnarbyltingar hersins sem studd var af konunginum Alfons 13. Hann felldi stjórnarskrána úr gildi, setti herlög og tók upp stranga ritskoðun. Í valdatíð hans jókst pólitísk spenna í landinu sem á endanum leiddi til Spænsku borgarastyrjaldarinnar 1936.

Sonur hans, José Antonio Primo de Rivera, var einn af stofnendum Spænsku breiðfylkingarinnar (Falange Española) sem náði völdum í kjölfar borgarastyrjaldarinnar.

Wiki letter w.svg  Þessi grein er stubbur sem ekki hefur verið settur í undirflokk. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina, eða með því að flokka hana betur.