18. júlí
Útlit
Jún – Júlí – Ágú | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 | 31 | |||
2024 Allir dagar |
18. júlí er 199. dagur ársins (200. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 166 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 390 f.Kr. - Orrustan við Allium: Gallar undir stjórn Brennusar unnu sigur á Rómverjum og rændu Róm í kjölfarið.
- 64 - Eldur kviknaði í Róm og brann í níu daga. Sagt var að Neró keisari hafi leikið á hörpu meðan eldarnir geisuðu.
- 872 - Hafursfjarðarorusta: Haraldur hárfagri sigraði fjóra norska smákonunga í Hafursfirði.
- 1137 - Eiríkur lamb varð konungur Danmerkur.
- 1290 - Játvarður 1. Englandskonungur skipaði öllum gyðingum búsettum í Englandi (líklega um 16.000 að tölu) að yfirgefa landið fyrir allraheilagramessu um haustið (1. nóvember).
- 1323 - Tómas frá Aquino var tekinn í heilagra manna tölu af Jóhannesi 22. páfa.
- 1553 - María, dóttir Hinriks 8. og Katrínar af Aragon, var krýnd drottning Englands og Írlands. Lafði Jane Grey sagði sjálfviljug af sér.
- 1608 - Jóhann Sigmundur varð kjörfursti í Brandenborg við lát föður síns.
- 1630 - Karl 1. Gonzaga gafst upp fyrir keisarahernum undir stjórn Jóhanns af Aldringen sem rændi Mantúu í kjölfarið.
- 1828 - Ættarnöfn eru lögbundin í Danmörku.
- 1872 - Þýski stærðfræðingurinn Karl Weierstraß kynnti Weierstrassfallið.
- 1918 - Undirritaðir voru samningar milli Íslands og Danmerkur um frumvarp til sambandslaga milli landanna tveggja.
- 1925 - Minningabók Adolfs Hitlers, Mein Kampf, kom út í Þýskalandi.
- 1927 - Fyrsta ólympíuskákmótið sem skipulagt var af FIDE fór fram í London.
- 1931 - Hafin var bygging verkamannabústaða við Hringbraut, Bræðraborgarstíg og Ásvallagötu í Reykjavík.
- 1955 - Leiðtogar Sovétríkjanna, Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands hittust í Genf til að ræða öryggismál.
- 1961 - Félagið Varðberg var stofnað í Reykjavík.
- 1963 - Gasverksmiðjan Ísaga við Hlemmtorg í Reykjavík brann. Miklar sprengingar urðu í brunanum og skemmdust nálæg hús.
- 1970 - Laxárdeilan: 200 bíla lest Þingeyinga ók til Akureyrar til að mótmæla virkjanaáformum.
- 1972 - Anwar Sadat rak 20.000 sovéska ráðgjafa frá Egyptalandi.
- 1984 - Byssumaður myrti 21 í skothríð á McDonald's-veitingastað í San Ysidro í San Diego.
- 1989 - Bandaríska leikkonan Rebecca Schaeffer var myrt af geðsjúkum aðdáanda. Atvikið leiddi til setningar fyrstu laga gegn eltihrellum í Kaliforníu.
- 1991 - Landamærastríði Máritaníu og Senegal lauk með undirritun samkomulags milli ríkjanna.
- 1992 - Neil Kinnock sagði af sér sem formaður Breska verkamannaflokksins.
- 1994 - Borgarastríðinu í Rúanda lauk þegar liðsveitir Front patriotique rwandais náðu Gisenyi á sitt vald.
- 1995 - Eldgos hófst í Soufriere Hills-eldfjallinu á Montserrat og stendur enn.
- 2000 - Alex Salmond sagði af sér sem leiðtogi Skoska þjóðarflokksins.
- 2001 - 60 vagna járnbrautarlest fór út af teinunum í göngum í Baltimore í Bandaríkjunum. Eldur kviknaði og stóð í marga daga og varð til þess að miðborg Baltimore lokaðist.
- 2002 - Abdul Kalam varð forseti Indlands.
- 2003 - Evrópuráðstefnan gaf út fyrstu drög að nýrri stjórnarskrá Evrópu.
- 2003 - Breski vopnaeftirlitsmaðurinn David Kelly sem dregið hafði í efa skýrslu um fund gereyðingarvopna í Írak fannst látinn.
- 2004 - Þúsundir Palestínumanna mótmæltu tilnefningum Yasser Arafat í heimastjórn Palestínumanna.
- 2006 - Eldgos hófst í fjallinu Mayon á Filippseyjum.
- 2007 - Úrvalsvísitala kauphallarinnar á Íslandi náði hámarki, 9.016,48 punktum, en tók að falla hratt eftir það.
- 2015 - 115 létust þegar sprengja sprakk á markaði í Bagdad. Íslamska ríkið lýsti ábyrgð á hendur sér.
- 2016 - Hryðjuverkaárásin í Würzburg 2016: 17 ára afganskur flóttamaður réðist með exi og hníf á fólk í lest milli Treuchtlingen og Würzburg. Hann náði að særa 5 áður en lögregla skaut hann til bana.
- 2018 - Donald Trump Bandaríkjaforseti og Vladímír Pútín Rússlandsforseti hittust á leiðtogafundi í Helsinki.
- 2019 – Brennuárásin á Kyoto Animation: 36 létust þegar maður kveikti í skrifstofum japanska teiknimyndafyrirtækisins Kyoto Animation.
- 2021 - Pegasusverkefnið: Alþjóðleg rannsókn leiddi í ljós að margar ríkisstjórnir notuðu njósnabúnað frá ísraelska fyrirtækinu NSO Group til að fylgjast með stjórnarandstæðingum, blaðamönnum og aðgerðasinnum.
- 2022 - Droupadi Murmu var kjörin forseti Indlands, fyrst kvenna af frumbyggjaættum.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 1501 - Ísabella frá Kastilíu, eiginkona Kristjáns 2. Danakonungs (d. 1526).
- 1552 - Rúdolf 2., keisari hins Heilaga rómverska ríkis, konungur Ungverjalands og Bæheims og erkihertogi af Austurríki (d. 1612).
- 1635 - Robert Hooke, enskur vísindamaður (d. 1703).
- 1670 - Giovanni Battista Bononcini, ítalskt tónskáld (d. 1747).
- 1811 - William Makepeace Thackeray, breskur rithöfundur (d. 1863).
- 1815 - Ludvig Holstein-Holsteinborg, danskur forsætisráðherra (d. 1892).
- 1831 - Johann Martin Schleyer, þýskur prestur (d. 1912).
- 1853 - Hendrik Antoon Lorentz, hollenskur eðlisfræðingur og Nóbelsverðlaunahafi (d. 1928).
- 1865 - Oddur Björnsson, íslenskur prentari og útgefandi (d. 1945).
- 1867 - Margaret Brown, bandarísk yfirstéttarkona (d. 1932).
- 1883 - Lev Kamenev, sovéskur stjórnmálamaður (d. 1936).
- 1887 - Vidkun Quisling, norskur stjórnmálamaður (d. 1945).
- 1909 - Andrej Gromyko, sovéskur stjórnmálamaður og ríkiserindreki (d. 1989).
- 1910 - Eðvarð Sigurðsson, íslenskur verkalýðsforingi (d. 1983).
- 1918 - Nelson Mandela, suðurafrískur stjórnmálamaður (d. 2013).
- 1921 - John Glenn, bandarískur geimfari (d. 2016).
- 1921 - Jón Óskar, íslenskt skáld og rithöfundur (d. 1998).
- 1922 - Thomas Samuel Kuhn, bandarískur vísindaheimspekingur (d. 1996).
- 1922 - Ken Noritake, japanskur knattspyrnumaður (d. 1994).
- 1930 - Vilborg Dagbjartsdóttir, íslenskur rithöfundur (d. 2021).
- 1937 - Hunter S. Thompson, bandarískur rithöfundur (d. 2005).
- 1948 - Ólafur Gunnarsson, íslenskur rithöfundur.
- 1951 - Þorvaldur Gylfason, íslenskur hagfræðingur.
- 1952 - Eggert Þorleifsson, íslenskur leikari.
- 1970 - Ármann Jakobsson, íslenskufræðingur og rithöfundur.
- 1970 - Sverrir Jakobsson, íslenskur sagnfræðingur.
- 1972 - Bárður Oskarsson, færeyskur myndlistarmaður.
- 1972 - Hannes Hlífar Stefánsson, íslenskur skákmeistari.
- 1973 - Kristín Rós Hákonardóttir, íslensk afrekskona í sundi.
- 1975 - Daron Malakian, bandarískur gítarleikari í System of a Down.
- 1978 - Virginia Raggi, ítölsk stjórnmálakona.
- 1980 - Kristen Bell, bandarísk leikkona.
- 1985 - Chace Crawford, bandarískur leikari.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 1137 - Eiríkur eymuni Danakonungur.
- 1450 - Frans 1., hertogi af Bretagne (f. 1414).
- 1610 - Michelangelo Merisi da Caravaggio, ítalskur listmálari (f. 1571).
- 1698 - Johann Heinrich Heidegger, svissneskur heimspekingur (f. 1633).
- 1727 - Páll Vídalín, lögmaður sunnan og austan (f. 1667).
- 1780 - Henrik Hielmstierne, íslensk-danskur embættismaður, aðalsmaður, sagnfræðingur og bókasafnari (f. 1715).
- 1780 - Gerhard Schøning, norskur skjalavörður (f. 1722).
- 1803 - Magnús Ketilsson, sýslumaður í Búðardal (f. 1732).
- 1817 - Jane Austen, enskur rithöfundur (f. 1775).
- 1832 - Frederik Christopher Trampe, danskur embættismaður (f. 1779).
- 1872 - Benito Juárez, forseti Mexíkó (f. 1806).
- 1892 - Thomas Cook, bresku ferðasölumaður (f. 1808).
- 1899 - Horatio Alger, Jr., bandarískur rithöfundur (f. 1832).
- 1926 - Bjarni Jónsson frá Vogi, alþingismaður og ritstjóri (f. 1863).
- 1957 - Jón Sveinsson, fyrsti bæjarstjóri Akureyrar (f. 1889)
- 1982 - Roman Jakobson, rússneskur málfræðingur (f. 1982).
- 1986 - Stanley Rous, enskur forseti FIFA (f. 1895).
- 1990 - Yves Chaland, franskur myndasöguhöfundur (f. 1957).
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist 18. júlí.