Varðberg

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Varðberg, félag ungra áhugamanna um vestræna samvinnu, er íslensk félagasamtök, eins konar ungliðahreyfing Samtaka um Vestræna samvinnu og alþjóðamál. Þau voru upprunalega stofnuð árið 1961. Markmið þeirra er að efla skilning meðal ungs fólks á Íslandi á gildi lýðræðislegra stjórnarhátta og hvetja til samstarfs lýðræðisþjóðanna til verndar friðinum. Samtökin hafa aðsetur hjá upplýsingaskrifstofu Atlantshafsbandalagsins (NATÓ) á Íslandi, sem er í Reykjavík.

Saga[breyta | breyta frumkóða]

Stofnun Varðbergs á rætur sínar að rekja til ráðstefnu fyrir unga leiðandi stjórnmálamenn sem haldin var í Washington í Bandaríkjunum á vegum Atlantshafsbandalagsins dagana 26. maí til 1. júní 1960. Þrír ungir Íslendingar sóttu ráðstefnuna, hver á vegum síns flokks; Guðmundur H. Garðarsson, var þar fyrir hönd Sambands ungra sjálfstæðismanna, Jón Rafn Guðmundsson fyrir hönd Sambands ungra framsóknarmanna og Sigurður Guðmundsson fyrir hönd Sambands ungra jafnaðarmanna. Í kjölfar ráðstefnunnar fengu Íslendingar áheyrnarfulltrúa í framkvæmdastjórn heildarsamtaka ungra lýðræðissinnaðra stjórnmálasamtaka innan NATO. Guðmundur tók það sæti áheyrnarfulltrúa fyrstu árin og sömuleiðis varð hann fyrsti formaður Varðbergs eftir að það var stofnað.[1]

Varðberg var formlega stofnað 18. júlí 1961 með stuðningi Samtaka um Vestræna samvinnu (SVS) sem þá var undir forystu Péturs Benediktssonar bankastjóra. Staðbundin félög voru stofnuð víða um landið og í samvinnu við SVS gaf félagið út tímaritið Viðhorf. Félagið efndi til NATO-ráðstefnu í júní árið 1962 sem var sótt af ungum stjórnmálaleiðtogum víðsvegar að og skipulagði heimsóknir til aðalstöðva NATO í París og Brussel og til Noregs, Danmerkur og Bandaríkjanna

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

  • Stofnun Varðbergs - Guðmundur H. Garðarsson segir frá“. Þjóðmál. Vor 2009. 1. heft, 5. árg. s 42-47.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]