Oddur Björnsson (f. 1865)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Oddur Björnsson (18. júlí 18655. júlí 1945) var íslenskur prentari sem starfaði fyrst í Kaupmannahöfn og síðar á Akureyri þar sem hann rak Prentsmiðju Odds Björnssonar. Hann var gerður að heiðursborgara Akureyrarbæjar 1935.

Oddur lærði prentiðn í Ísafoldarprentsmiðju í Reykjavík og hélt síðan til framhaldsnáms í Kaupmannahöfn. Þar hóf hann útgáfu á ritröðinni Bókasafn alþýðu þar sem meðal annars komu út Sögur herlæknisins eftir Zacharias Topelius í þýðingu Matthíasar Jochumssonar og Þyrnar eftir Þorstein Erlingsson. Í Kaupmannahöfn æfði hann hnefaleika og kenndi Jóhannesi Jósefssyni íþróttina eftir að hann fluttist til Akureyrar.

Árið 1901 flutti hann til Akureyrar og stofnaði þar prentsmiðju. Þar prentaði gaf meðal annars út þjóðsagnasafn árið 1906. Hann ánafnaði Akureyrarbæ bókasafn sitt eftir dauða sinn.