Sverrir Jakobsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Sverrir Jakobsson (f. 18. júlí 1970) er íslenskur sagnfræðingur. Hann útskrifaðist frá Menntaskólanum við Sund árið 1990, lauk svo B.A.-prófi við Háskóla Íslands 1993 og M.A.-prófi frá Háskólanum í Leeds í Bretlandi. Lauk svo doktorsprófi frá HÍ 2005. Sverrir var aðjunkt í sagnfræði við Háskóla Íslands árin 2010-2013, lektor 2013-2014 og hefur starfað sem prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands frá árinu 2014 .

Á menntaskólaárum sínum komst hann ásamt tvíburabróður sínum Ármanni þrívegis í úrslit í Gettu betur og sigraði í keppninni árið 1990.

Sverrir var í forsvari fyrir Samtök herstöðvaandstæðinga og formaður þeirra 1999-2000. Þá var hann formaður Hagþenkis, félags höfunda kennslubóka og fræðirita 2000-2008.