Sverrir Jakobsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Sverrir Jakobsson (f. 18. júlí 1970) er íslenskur sagnfræðingur.

Hann útskrifaðist frá Menntaskólanum við Sund árið 1990, lauk svo B.A.-prófi við Háskóla Íslands 1993 og M.A.-prófi frá Háskólanum í Leeds í Bretlandi. Lauk svo doktorsprófi frá HÍ 2005. Sverrir var aðjunkt í sagnfræði við Háskóla Íslands árin 2010-2013, lektor 2013-2014 og hefur starfað sem prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands frá árinu 2014 .

Á menntaskólaárum sínum komst hann ásamt tvíburabróður sínum Ármanni þrívegis í úrslit í Gettu betur og sigraði í keppninni árið 1990.

Sverrir var í forsvari fyrir Samtök herstöðvaandstæðinga og formaður þeirra 1999-2000. Þá var hann formaður Hagþenkis, félags höfunda kennslubóka og fræðirita 2000-2008.


Helstu bækur:


Við og veröldin. Heimsmynd Íslendinga 1100-1400 (Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2005).

Saga Breiðfirðinga I. Fólk og rými frá landnámi til um 1400 (Reykjavík: Sagnfræðistofnun, 2015).

Auðnaróðal. Baráttan um Ísland 1096-1281 (Reykjavík: Sögufélag, 2016).

Kristur. Saga hugmyndar (Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2018).

The Varangians. In God´s Holy Fire (Basingstoke: Palgrave Macmillan, 2020).


Meðhöfundur:


Historical Dictionary of Iceland, 3. útgáfa (ásamt Guðmundi Hálfdanarsyni, Lanham: Rowman & Littlefield, 2016).

Engin venjuleg verslun – Saga Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins í 90 ár (ásamt Hildigunni Ólafsdóttur og Sumarliða Ísleifssyni, Reykjavík: Vínbúðin ÁTVR, 2018).


Útgáfur


Íslenzk fornrit 31-32. Hákonar saga Hákonarsonar (ásamt Þorleifi Haukssyni og Tor Ulset, Reykjavík: Hið íslenska fornritafélag, 2013).


Ritstjórn:


Þjóðerni í þúsund ár? Ritstj. Sverrir Jakobsson, Jón Yngvi Jóhannsson og Kolbeinn Proppé (Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2003).

Images of the North. Histories-Identities-Ideas (Studia Imagologica. Amsterdam Studies on Cultural Identity, 14 (Amsterdam: Rodopi, 2009).

The Routledge Research Companion to the Medieval Icelandic Sagas. Ritstj. Ármann Jakobsson og Sverrir Jakobsson (London & New York: Routledge, 2017).

Sturla Þórðarson (1214-1284) – Skald, Chieftain and Lawman. Ritstj. Jón Viðar Sigursson og Sverrir Jakobsson (Turnhout: Brill, 2017).

Hugmyndaheimur Páls Briem. Ritstj. Ragnheiður Kristjánsdóttir og Sverrir Jakobsson (Reykjavík: Sagnfræðistofnun, 2019).