Laxárdeilan

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Laxárdeilan er andóf við virkjun Laxár en deilurnar náðu hámarki er Mývetningar sprengdu stífluna við Miðkvísl efst í Laxá 25. ágúst 1970. Hundrað og sextíu manns voru við stífluna þegar hún var sprengd og fjölmargir lýstu verknaðinum á hendur sér en þrír menn munu hafa verið að verki. Sextíu og þrír voru á sínum tíma dæmdir og fengu þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi.

Þingeyingar óku í tvö hundruð bíla lest til Akureyrar 18. júlí 1970 og afhentu bæjarstjórn Akureyrar mótmæli þar sem sagði meðal annars að yrði haldið áfram að ögra Þingeyingum skapaðist hættuástand í héraði sem gæti leitt til óhappa sem þeir gætu ekki borið ábyrgð á. Mánuði síðar var stíflan sprengd.

Tengill[breyta | breyta frumkóða]

Unnur Birna Karlsdóttir, Laxárdeilan, sprenging stíflunnar í Miðkvísl

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.