Ættarnafn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ættarnafn er nafn sem einstaklingar bera og erfa frá forfeðrum sínum, oftast í karllegg. Einnig geta einstaklingar skipt um ættarnafn við giftingu. Ættarnöfn á Íslandi eru afar sjaldgæf, í stað þeirra bera flestir nafn feðra sinna sem síðasta nafn.

Um beygingu ættarnafna[breyta | breyta frumkóða]

Gísli Jónsson íslenskufræðingur, og umsjónarmaður Íslensks máls í Morgunblaðinu til margra ára, fékk einu sinni þá spurningu senda hvort beygja ætti ættarnöfn. Hann svaraði:

Um beygingu ættarnafna get ég ekki gefið neina algilda reglu. Sjálfum er mér tamt að setja á þau eignarfallsendingu í flestum tilvikum. Ég tala t.d. um greinar Ævars Kvarans og heildverslun Þorsteins Blandons, kenningar Níelsar Dungals og ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens. Hitt verð ég að játa, um ættarnöfn sem enda svo ókvenlega sem á -son og -sen, að þá hef ég ekki eignarfalls-ess á kvennanöfnum. Þá segi ég til dæmis: Þulur Theódóru Thoroddsen. Hér verð ég því að skírskota mjög til smekks manna. [..] Hitt verð ég að játa, að vandinn eykst þegar kemur að viðurnefnum eins og Kolka. Ég held ég myndi þó tala um ljóð Páls Kolku fremur en Páls Kolka. [1]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Íslenskt mál; grein í Morgunblaðinu 1987

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.