Hannes Hlífar Stefánsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Hannes Hlífar Stefánsson
Hannes Stefansson.jpg
Upplýsingar
Fullt nafn Hannes Hlífar Stefánsson
Fæðingardagur 18. júlí, 1972
Fæðingarstaður   
Titill Stórmeistari
Stig 2502 (1. október, 2018)

Hannes Hlífar Stefánsson (fæddur 18. júlí 1972) er sjöundi og jafnframt einn fremsti Stórmeistari Íslands í skák.

Hans fyrsta stórafrek á alþjóðlegum vettvangi var þegar hann varð heimsmeistari unglinga 16 ára og yngri árið 1987, þá hlaut hann stórmeistaratitilinn árið 1993.

Íslandsmótið í skák hefur hann unnið tólf sinnum, oftar en nokkur annar (1998, 1999, 2001, 2002, 2003, 2004, 2005, 2006, 2007, 2008, 2010 og 2013).

Hannes varð efstur á opna Reykjavíkurmótinu ásamt Pigusov og Zvjaginsev með 7 vinninga af 9 árið 1994 en þátttakendur voru 62[1]. Hannes vann Reykjavíkurmótið árið 2000 með 7,5 vinninga af 9. Næstu menn náðu 6,5 vinningum, en þar á meðal voru Short, Kortsnoj og Grischuk. Þátttakendur voru 76[2]. Árið 2008 varð Hannes efstur á Reykjavíkurmótinu ásamt kínversku stórmeisturunum Wang Hao og Wang Yue með 7 vinninga af 9, en þáttakendur voru 90[3]. Árið 2009 var Reykjavíkurmótið haldið á oddatöluári í fyrsta sinn og Hannes varð efstur með 7 vinninga ásamt Héðni Steingrímssyni, Júrí Kryvorucko og Mihail Marin, en þátttakendur voru 110. Árið eftir eða 2010 varð Hannes efstur á Reykjavíkurmótinu með 7 vinninga ásamt Ivan Sokolov, Júrí Kuzubov og Abhijeet Gupta, þátttakendur voru 104[4].

Hannes hefur 14 sinnum teflt á ólympíumótinu í skák fyrir Ísland. Þar af hefur hann 10 sinnum teflt á 1. borði. Hann tefldi fyrst í Manila 1992, þá sem 1. varamaður og náði 3. besta árangri á því borði. Hann hefur alltaf tekið þátt síðan þá.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  Þetta æviágrip sem tengist skák er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  1. „Hannes Hlífar í 1.-3. sæti á Reykjavíkurskákmótinu“ (PDF).
  2. „Hannes sigrar örugglega á Reykjavíkurmótinu árið 2000“ (PDF).
  3. „Þriðji sigur Hannesar á Reykjavíkurskákmóti“ (PDF).
  4. „Fimmti sigur Hannesar Hlífars á Reykjavíkurskákmóti“ (PDF).