17. september
Útlit
Ágú – September – Okt | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | |||||
2024 Allir dagar |
17. september er 260. dagur ársins (261. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 105 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 1394 - Karl 6. rak alla gyðinga frá Frakklandi.
- 1605 - Sænski herinn beið ósigur fyrir Pólsk-litháíska samveldinu í orrustunni við Kircholm.
- 1630 - Borgin Boston í Bandaríkjunum var stofnuð af breskum landnemum.
- 1631 - Þrjátíu ára stríðið: Gústaf Adolf 2. Svíakonungur vann sigur á hersveitum Tillys í orrustunni við Breitenfeld.
- 1665 - Karl 2. varð konungur Spánar fjögurra ára gamall.
- 1668 - Sænska þingið stofnaði fyrsta ríkisbanka Evrópu, Riksens ständers bank, á rústum hins gjaldþrota Stokkhólmsbanka.
- 1787 - Stjórnarskrá Bandaríkjanna var samþykkt á stjórnarskrárþinginu í Fíladelfíu.
- 1823 - Fyrsta grindadráp í Reykjavík. 450 marsvín voru rekin á land vestur í hafnarkrikanum þar sem Slippurinn er núna.
- 1838 - Bertel Thorvaldsen myndhöggvari sneri heim til Kaupmannahafnar frá Róm eftir að hafa búið þar frá 1797.
- 1844 - Fyrstu Alþingiskosningar í Reykjavík. Sveinbjörn Egilsson hlaut flest atkvæði, 15, en neitaði þingsetu og varð því Árni Helgason þingmaður, en hann hlaut 11 atkvæði.
- 1896 - Eldur sást í hafi frá Landeyjum, suðvestur af Hellisey þrjú kvöld í röð.
- 1917 - Verslunarráð Íslands var stofnað.
- 1939 - Seinni heimsstyrjöldin: Sovétríkin réðust inn í Pólland úr austri í samræmi við samkomulag þeirra við Þýskaland.
- 1944 - Seinni heimsstyrjöldin: Orrustan um Arnhem hófst í Hollandi.
- 1948 - Folke Bernadotte greifi var myrtur af meðlimum ísraelsku hryðjuverkasamtakanna Stern (einnig kölluð Lehi).
- 1961 - Adnan Menderes, fyrrum forsætisráðherra Tyrklands, var hengdur.
- 1966 - Vegur fyrir Ólafsfjarðarmúla var formlega opnaður.
- 1970 - Svarti september í Jórdaníu: Jórdaníuher réðist á búðir Palestínumanna í Jórdaníu og drap þúsundir.
- 1976 - Fyrsta geimskutlan var fullsmíðuð og fékk nafnið Enterprise.
- 1977 - Jón L. Árnason varð heimsmeistari unglinga í skák.
- 1980 - Pólska verkalýðsfélagið Samstaða var stofnað í Gdańsk.
- 1980 - Fyrrum forseti Níkaragva, Anastasio Somoza Debayle, var myrtur í útlegð í Paragvæ.
- 1983 - Vanessa L. Williams var fyrsta þeldökka Ungfrú Ameríka.
- 1984 - Brian Mulroney varð forsætisráðherra Kanada.
- 1987 - Fréttaþátturinn 19:19 hóf göngu sína á Stöð 2.
- 1987 - Jóhannes Páll 2. páfi kom í opinbera heimsókn til San Francisco í Bandaríkjunum.
- 1988 - Sumarólympíuleikar voru settir í Seoul í Suður-Kóreu.
- 1988 - Steingrímur Hermannsson og Jón Baldvin Hannibalsson létu þau orð falla í viðtali í fréttaskýringaþætti á Stöð 2 að ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar væri fallin þar sem ekki væru forsendur fyrir samstarfi eftir tillögur forsætisráðherra um 6% gengisfellingu til að mæta vanda sjávarútvegsins.
- 1989 - Tvö tankskip rákust á við austurströnd Bretlands. 100 tonn af olíu láku úr þeim.
- 1989 - Fellibylurinn Húgó olli mikilli eyðileggingu í Karíbahafi og suðausturhluta Bandaríkjanna.
- 1990 - Bandaríski íþróttablaðamaðurinn Lisa Olson var áreitt kynferðislega í búningsklefa New England Patriots þar sem hún var að taka viðtöl. Málið vakti athygli á stöðu kvenna í íþróttablaðamennsku.
- 1991 - Norður-Kórea, Suður-Kórea, Eistland, Lettland, Litháen, Marshall-eyjar og Míkrónesía urðu aðilar að Sameinuðu þjóðunum.
- 1992 - Landsbankinn tók eignir Sambands íslenskra samvinnufélaga upp í skuldir og innlimaði þar með Samvinnubankann.
- 1994 - Óperan Vald örlaganna var frumsýnd í Þjóðleikhúsinu og sungu Kristján Jóhannsson og Elín Ósk Óskarsdóttir aðalhlutverkin.
- 1999 - Ítalski hagfræðingurinn Romano Prodi var kosinn forseti Evrópuráðsins.
- 2001 - Mesta stigafall í sögu Dow Jones-vísitölunnar varð á fyrsta viðskiptadegi bandarísku kauphallarinnar eftir 11. september.
- 2004 - Knattspyrnufélag Vesturbæjar var stofnað í Reykjavík.
- 2006 - Bandalagið undir forystu Fredrik Reinfeldt sigraði þingkosningar í Svíþjóð en sósíaldemókratar fengu sína verstu kosningu frá 1914.
- 2007 - Fjármálakreppan 2007-2008: Northern Rock lenti í lausafjárvanda og áhlaup á bankann hófst.
- 2009 - Um 80 létust í árás stjórnarhersins á bækistöðvar íslamista í Jemen.
- 2011 - Mótmælin Occupy Wall Street hófust í Bandaríkjunum. Þau leiddu til stofnunar Occupy-hreyfingarinnar sem breiddist út um allan heim í kjölfarið.
- 2013 - Strandaða skemmtiferðaskipið Costa Concordia var rétt við. Aðgerðin tók 19 tíma.
- 2015 - Milljón manns yfirgáfu heimili sín þegar öflugur jarðskjálfti varð í Chile.
- 2016 - Sprengjuárásirnar í New York og New Jersey 2016: 29 slösuðust þegar tvær heimatilbúnar sprengjur sprungu í New Jersey og hverfinu Chelsea í Manhattan.
- 2019 – Þingkosningar fóru fram í Ísrael í annað skipti á einu ári. Líkt og fyrri kosningar ársins skiluðu kosningarnar hnífjafnri niðurstöðu milli Likud-flokksins og Bláhvíta bandalagsins.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 879 - Karl 3., Frakkakonungur (d. 929).
- 1271 - Venseslás 2., konungur Bæheims og Póllands (d. 1307).
- 1550 - Páll 5., páfi (d. 1621).
- 1743 - Condorcet markgreifi, franskur stærðfræðingur (d. 1794).
- 1826 - Georg Friedrich Bernhard Riemann, þýskur stærðfræðingur (d. 1866).
- 1918 - Chaim Herzog, forseti Ísraels (d. 1997).
- 1927 - Ásgeir Long, vélfræðingur.
- 1931 - Anne Bancroft, bandarísk leikkona (d. 2005).
- 1944 - Reinhold Messner, ítalskur fjallgöngumaður.
- 1950 - Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands.
- 1958 - Janez Janša, slóvenskur stjórnmálamaður.
- 1962 - Baz Luhrmann, ástralskur leikstjóri.
- 1968 - Anastacia, bandarísk söngkona.
- 1969 - Bismarck Barreto Faria, brasilískur knattspyrnumaður.
- 1970 - Edílson da Silva Ferreira, brasilískur knattspyrnumaður.
- 1977 - Simone Perrotta, ítalskur knattspyrnumaður.
- 1985 - Tomas Berdych, tékkneskur tennisleikari.
- 1988 - Michael Fitzgerald, nýsjálenskur knattspyrnumaður.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 1179 - Hildegard von Bingen, þýsk abbadís og dulspekingur (f. 1098).
- 1422 - Konstantín 2., keisari Búlgaríu (f. eftir 1370).
- 1609 - Rabbí Judah Löw ben Bezalel frá Prag.
- 1636 - Stefano Maderno, ítalskur myndhöggvari (f. 1576).
- 1665 - Filippus 4., Spánarkonungur (f. 1605).
- 1702 - Olof Rudbeck, sænskur vísindamaður (f. 1630).
- 1904 - Daniel Willard Fiske, bandarískur ritstjóri, fræðimaður, skákáhugamaður og Íslandsvinur (f. 1831).
- 1948 - Folke Bernadotte greifi og friðarsinni (f. 1895).
- 1980 - Anastasio Somoza Debayle, forseti Níkaragva (f. 1925).
- 1990 - Stefán Jónsson, íslenskur rithöfundur (f. 1923).
- 1994 - Karl Popper, austurrísk-enskur vísinda- og stjórnmálaheimspekingur (f. 1902).
- 1996 - Spiro Agnew, varaforseti Bandaríkjanna (f. 1918).
- 2021 - Abdelaziz Bouteflika, forseti Alsírs (f. 1937).