Ólafsfjörður
Ólafsfjörður | |
---|---|
![]() | |
![]() | |
Hnit: 66°4′17.28″N 18°39′13.80″V / 66.0714667°N 18.6538333°V | |
Land | Ísland |
Landshluti | Norðurland eystra |
Kjördæmi | Norðaustur |
Sveitarfélag | Fjallabyggð |
Mannfjöldi (2024)[1] | |
• Samtals | 762 |
Heiti íbúa | Ólafsfirðingar |
Póstnúmer | 625 |
Vefsíða | fjallabyggd |

Ólafsfjörður er bær við samnefndan fjörð utarlega á Tröllaskaga í sveitarfélaginu Fjallabyggð. Bærinn byggir afkomu sína að mestu á sjávarútvegi en landbúnaður er stundaður í dalnum þar inn af. Þann 1. janúar 2024 voru íbúar Ólafsfjarðar 762 samkvæmt Hagstofu Íslands.
Þéttbýli fór að myndast í Ólafsfjarðarhorni undir lok 19. aldar og varð það að löggiltum verslunarstað 20. október 1905. Árið 1917 var nafni hreppsins breytt í Ólafsfjarðarhrepp, en fram til þess hafði hann heitið Þóroddsstaðahreppur, eftir bænum Þóroddsstöðum sem er í miðri sveit. Kaupstaðarréttindi fékk Ólafsfjörður árið 1945. Í janúar 2006 samþykktu Ólafsfirðingar og Siglfirðingar að sameina bæina tvo í eitt sveitarfélag. Sameiningin gekk í gildi 11. júní 2006 að afloknum sveitarstjórnarkosningum 27. maí. Í kosningu um nýtt nafn sem fór fram samhliða varð tillagan Fjallabyggð ofaná.
Heilsársvegir að Ólafsfirði liggja annars vegar frá Dalvík í gegnum Múlagöng, en til vesturs liggur vegur frá Ólafsfirði yfir Lágheiði yfir í Fljót sem oft er ófær á veturna. Árið 2010 komst síðan á heilsársvegtenging við Siglufjörð með Héðinsfjarðargöngum sem voru vígð 2. október.

Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Mannfjöldi eftir byggðakjörnum, kyni og aldri 1. janúar 1998-2024“. px.hagstofa.is.