Fara í innihald

Hryðjuverkin 11. september 2001

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
World Trade Center turnarnir í ljósum logum þann 11. september 2001 eftir að farþegaþotum hafði verið flogið á þá. Mikinn dökkgráan reykjarmökk leggur frá toppi turnanna.

Hryðjuverkin 11. september 2001 voru umfangsmiklar íslamskar hryðjuverkaárásir framdar af al-Qaeda gegn Bandaríkjunum. Þriðjudaginn 11. september 2001 var fjórum farþegaþotum rænt á flugi yfir austurströnd Bandaríkjanna, tveimur þeirra flogið á World Trade Center tvíburaturnana í New York, einni flogið á Pentagon-bygginguna í Arlington-sýslu í Virginíu og ein brotlenti í Somerset-sýslu í Pennsylvaníu eftir átök um borð milli farþega og flugliða við hryðjuverkamennina. Ekki er vitað hvert fjórða skotmarkið var en talið er að það hefði verið annað hvort Hvíta Húsið eða Þinghúsið í Washington DC.

Báðir turnar World Trade Center hrundu til grunna og miklar skemmdir urðu bæði á nærliggjandi byggingum og á Pentagon. Auk hryðjuverkamannanna 19 létu 2977 lífið í árásunum, sem höfðu mikil áhrif á alþjóðasamfélagið. Um kvöldið 11.september 2001 tilkynnti CIA George W. Bush bandaríkjaforseta að árásirnar voru framdar af al-Queda undir stjórn Osama Bin Laden Eftir þær hófu Bandaríkjamenn stríðið gegn hryðjuverkum, réðust inn í Afganistan og steyptu þar talíbanastjórninni af stóli og tveimur árum seinna í Írak.

Snemma þriðjudagsmorgunin tóku 19 hryðjuverkamenn yfir fjórum farþegaþotum (tvær Boeing 757 og tvær Boeing 767). Langdrægar og stórar þotur sem voru á leið frá austurströnd til vesturstrandar Bandaríkjana urðu fyrir valinu því þær myndu hafa meira eldsneyti um borð.

Upplýsingar um flugin fjögur
Flugfélag Flugnúmer Flugvélategund Brottfaratími Tími brotlendingar Brottfarastaður Á leið til Brotlendingarstaður
American Airlines 11 Boeing 767-223(ER) 7:59 8:46 Boston Logan Los Angeles Norður turn Tvíburaturnanna milli 93 og 99 hæðar
United Airlines 175 Boeing 767-222 8:14 9:03 Boston Logan Los Angeles Suður turn Tvíburnaturnanna milli 77 og 85 hæðar
American Airlines 77 Boeing 757-223 8:20 9:37 Washington Dulles Los Angeles Vestur veggur Pentagon
United Airlines 93 Boeing 757-222 8:42 10:03 Newark San Francisco Tún í Somerset sýslu, Pennsylvaníu

Sjá einnig

[breyta | breyta frumkóða]
  Þessi Bandaríkja-tengda grein sem tengist sögu er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.