Fara í innihald

Janez Janša

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Janez Janša
Janez Janša árið 2022.
Forsætisráðherra Slóveníu
Í embætti
3. mars 2020 – 25. maí 2022
ForsetiBorut Pahor
ForveriMarjan Šarec
EftirmaðurRobert Golub
Í embætti
10. febrúar 2012 – 20. mars 2013
ForsetiDanilo Türk
Borut Pahor
ForveriBorut Pahor
EftirmaðurAlenka Bratušek
Í embætti
3. desember 2004 – 21. nóvember 2008
ForsetiJanez Drnovšek
Danilo Türk
ForveriAnton Rop
EftirmaðurBorut Pahor
Persónulegar upplýsingar
Fæddur17. september 1958 (1958-09-17) (66 ára)
Grosuplje, Júgóslavíu (nú Slóveníu)
ÞjóðerniSlóvenskur
StjórnmálaflokkurLýðræðisflokkur Slóveníu
MakiSilva Predalič
Urška Bačovnik (2009–)
HáskóliHáskólinn í Ljubljana

Janez Janša, skírður Ivan Janša, (f. 17. september 1958 í Ljubljana í Slóveníu) er slóvenskur stjórnmálamaður, formaður Lýðræðisflokks Slóveníu, fyrrverandi (2004–2008, 2012–2012, 2020–2022) forsætisráðherra Slóveníu. Hann hefur verið formaður flokksins frá árinu 1993.

Janez á tvö börn með Silva Predalič en hefur sést við opinber tækifæri með 28 ára lækni, Urška Bačovnik að nafni. Hann hefur gefið út nokkrar bækur. Tvær best þekktu þeirra eru Premiki (e. The Making of the Slovenian State, 1992) og Okopi (e. Barricades, 1994), sem fjallar um þróun Slóveníu í átt að þingræðislegu stjórnarfyrirkomulagi.

Janša er náinn bandamaður Viktors Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands.[1][2]

Janez útskrifaðist frá Háskólanum í Ljubljana árið 1982 með gráðu í varnarfræðum (e. defence studies) og hóf störf við slóvenska varnarmálaráðuneytið. Á yngri árum var hann meðlimur í kommúnistaflokknum og tók virkan þátt í félagsstarfi þar. Ári eftir útskrift sína birtist fyrsta grein hans sem gagnrýndi júgóslavneska herinn í hinu rótttæka slóvenska blaði Mladina. Í kjölfarið var hann útskúfaður af kommúnistaflokkinum og fékk hvergi vinnu. Um miðbik níunda áratugarins starfaði hann sem forritari og leiðsögumaður um fjöll. Eftir því sem pólitískar umbætur í Slóveníu jukust og höftum á tjáningarfrelsi var fækkað fékk hann aftur að vinna við dagblaðið Mladina.

JBTZ-réttarhöldin

[breyta | breyta frumkóða]

Þann 30. maí 1988 var Janez handtekinn ásamt tveimur öðrum starfsmönnum Mladina og liðþjálfa júgóslavenska hersins. Þeim var gefið að sök að hafa í fórum sínum hernaðarleyndarmál. Hin svokölluðu JBTZ-réttarhöld voru haldin bak við luktar dyr og þeir fengu ekki að verja sig. Enn fremur voru réttarhöldin haldin á serbó-króatísku (opinberu tungumáli júgóslavneska hersins) en ekki á móðurmáli þeirra slóvensku. Janez fékk 18 mánaða dóm sem hann átti að taka út í hámarks-öryggisfangelsinu Dob, almenningur brást harkalega við og því var ákveðið að hann skyldi taka út refsinguna í Ig. Eftir að hafa verið hálft ár í fangelsinu var honum sleppt.

Stjórnmál

[breyta | breyta frumkóða]

Janez kom að stofnun nýs stjórnmálaflokks (SDZ) árið 1989 og vann sem ritstjóri tímaritsins Demokracija fram að þingkosningum í maí 1990. Hann var fyrst um sinn varaformaður flokksins og því næst þingsflokksformaður. Eftir kosningarnar fékk hann embætti varnarmálaráðherra.

Tíu daga stríðið, sjálfstæðisstríð Slóveníu, hófst 26. júní 1991. Undir leiðsögn Janezar beitti slóvenski herinn skæruliðataktík gegn ofjörlum sínum, júgóslavneska hernum. Að sjálfstæði fengnu leystist flokkur Janezar upp og hann gekk í Lýðræðisflokk Slóveníu. Hann var áfram varnarmálaráðherra fram í mars 1994 þegar Janez Drnovšek, þáverandi forsætisráðherra, leyst hann úr embætti vegna ásakana um að herinn hefði haft óeðlieg afskipti af borgurum. Eftir að rannsókn hafði farið fram var Janez sýknaður af ásökunum.

Þann 3. nóvember 2004, að þingkosningum loknum, var Janez skipaður forsætisráðherra af Drnovšek forseta landsins. Hann var forsætisráðherra eitt kjörtímabil þar til arftaki hans Borut Pahor tók við af honum veturinn 2008.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. https://www.politico.eu/article/slovenian-survivor-targets-victory-a-la-orban/
  2. https://euobserver.com/tickers/141960