Jemen

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Jemen
الجمهوريّة اليمنية
Al-Ǧumhuriyah al-Yamaniyah
Fáni Jemen Skjaldamerki Jemen
Fáni Skjaldarmerki
Þjóðsöngur:
Sameinað lýðveldi
Staðsetning Jemen
Höfuðborg Sana
Opinbert tungumál Arabíska
Stjórnarfar Lýðveldi

Forseti Abdrabbuh Mansur Hadi
Forsætisráðherra Abdul Qadir Bajamal
Flatarmál
 - Samtals
 - Vatn (%)
48. sæti
527.970 km²
0
Mannfjöldi
 - Samtals (2013)
 - Þéttleiki byggðar
53. sæti
25.408.000
48/km²
VLF (KMJ)
- Samtals
- á mann
áætl. 2005
19.324 millj. dala (112. sæti)
745 dalir (187. sæti)
Gjaldmiðill jemenskur ríal (YER)
Tímabelti UTC+3
Þjóðarlén .ye
Landsnúmer 967

Jemen er land á sunnanverðum Arabíuskaganum með landamæriSádí-Arabíu og Óman, og strandlengju við Rauðahaf og Adenflóa. Landið hefur yfirráð yfir eyjaklasanum Sokotra um 350 km suður frá strönd Jemen við horn Afríku.

Saga Jemen[breyta | breyta frumkóða]

Jemen er fornt menningarríki sem hagnaðist á verslun með krydd. Rómverjar kölluðu landið Arabia felix („hin hamingjusama Arabía“) vegna ríkidæmis landsins. Jemen varð hluti af Persaveldi á 6. öld.

Á 15. öld var hafnarborgin al-Moka (Mokka) við Rauðahaf meginútflutningshöfn kaffis í heiminum.

Norður-Jemen öðlaðist sjálfstæði frá Tyrkjaveldi árið 1918, en Bretar héldu Suður-Jemen sem verndarsvæði kringum hafnarborgina Aden við mynni Rauðahafs. Bretar drógu sig þaðan út árið 1967 í kjölfar hrinu hryðjuverka og Suður-Jemen varð kommúnistaríki sem studdi byltingarhópa í Norður-Jemen.

Löndin tvö voru formlega sameinuð sem Jemen 22. maí 1990. Árið 2011 urðu mótmæli í kjölfar Arabíska vorsins og pólitísk krísa sem leiddi til þess að Ali Abdullah Saleh, forseti flýði land. Við honum tók Abdrabbuh Mansur Hadi varaforseti. Frá árinu 2015 hefur ríkt borgarastyrjöld þar sem stuðningsmenn Hadi berjast við Hútí-fylkinguna og aðra hópa.

Landstjórnarumdæmi[breyta | breyta frumkóða]

Jemen skiptist í 21 landstjórnarumdæmi ef sveitarfélagið Sana er talið með.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.