Viðskiptaráð Íslands

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Verslunarráð Íslands)
Jump to navigation Jump to search
Merki Viðskiptaráðs.

Viðskiptaráð Íslands (áður Verslunarráð Íslands eða Verzlunarráð Íslands) eru samtök hagsmunaaðila í verslun og viðskiptum á Íslandi. Allir sem stunda einhvers konar rekstur geta gerst aðilar að ráðinu. Viðskiptaráð Íslands var stofnað 17. september 1917. Fjöldi íslenskra fyrirtækja eru aðilar að Viðskiptaráðinu og þ.m.t. mörg stærstu fyrirtæki landsins.

Árið 1917 komu 156 aðilar úr íslensku viðskiptalífi, kaupmenn o. fl. að stofnun Verslunarráðs Íslands. Fyrstu kosnu fulltrúarnir voru Jes Zimsen, Jón Brynjólfsson, Ólafur Jónsson, Carl Proppé, Jensen-Bjerg og Olgeir Friðgeirsson. Í lögum ráðsins stóð að hlutverk þess væri að „vernda og efla verslun iðnað og siglingar”.[1] Fyrsti formaður var Garðar Gíslason og gegndi hann því starfi til 1933 er hann baðst undan endurkjöri. Árið 1922 tók Viðskiptaráðið við rekstri Verslunarskóla Íslands. Í dag rekur Viðskiptaráðið einnig Háskólann í Reykjavík. Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðsins er Finnur Oddsson. Þann 5. október 2009 sagði Erlendur Hjaltason sig frá formennsku stjórnar Viðskiptaráðs vegna þess að hann hafði verið starfandi forstjóri Exista, fyrirferðamikils fjárfestingafélags, fyrir bankahrunið og vildi hann að „tortryggni á endurskipulagningarferli Exista” yrði ekki til þess að „formennska [hans] í Viðskiptaráði gæti rýrt traust ráðsins.”.[2]

Á meðal starfsemi Viðskiptaráðs eru árlegar ráðstefnur sem nefnast Viðskiptaþing auk þess sem ráðið veitir umsagnir um lagafrumvörp.

Starfsemi[breyta | breyta frumkóða]

Sem samtök hagsmunaaðila í viðskiptum leggur Viðskiptaráðið stundum fram tillögur til ríkisins um það sem því þykir betur mega fara. Oftast eru þetta atriði sem koma fyrirtækjum vel. Í lok árs 2007 birti Viðskiptaráð þá „skoðun“ sína að í ljósi mikils viðskiptahalla sökum ruðningsáhrifa stóriðjuframkvæmda væri svo komið að á bilinu 6-7 þúsundir notaðra bifreiða, að andvirði 9-15 milljarða króna, stæðu óseldar á bílastæðum bílaumboða. Bent var á að greiða þarf 30% vörugjald (toll), 24,5% virðisaukaskatt, úrvinnslugjald auk flutningskostnaðar hafi nokkur hug á að flytja notaða bifreið út.[3] Lagt er til að íslenskum lögum sé breytt þannig að útflutningsaðilar fái virðisaukaskatt og vörugjöld endurgreidd en jafnframt tekið fram að „[e]kki ætti að einskorða endurgreiðslur af þessu tagi við útflutning bifreiða heldur fella sem flestar vörutegundir hér undir.“[4] Árið 2006 réð Viðskiptaráð þá Tryggva Þór Herbertsson og Frederic S. Mishkin til að skrifa skýrslu um ástand efnahagsmála á Íslandi sem bar titilinn Financial Stability in Iceland. Skýrslan hefur sætt þeirri gagnrýni að hafa verið skrifuð til að fela vandamál eða að réttlæta slæma stöðu. Athygli hefur vakið að Frederic S. Mishkin fékk gífurlega háa fjárhæð fyrir að skrifa þessa skýrslu, mun hærri en tíðkaðist á þeim tíma.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Fulltrúarfundur verzlunarstéttarinnar“. Morgunblaðið. 19. september 1917.
  2. Tómas Már Sigurðsson nýr formaður Viðskiptaráðs Íslands[óvirkur hlekkur]
  3. „Rvk: 9 - 15 ma.kr. í notuðum bílum“. Morgunblaðið. 18. desember 2007.
  4. „ÍSLENSKA BÍLAÞJÓÐIN - NÝ “ÚTFLUTNINGSGREIN” Á ÍSLANDI“ (pdf). Viðskiptaráð Íslands. 18. desember 2007.

Tengill[breyta | breyta frumkóða]

Wiki letter w.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.