Sumarólympíuleikarnir 1988

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sumarólympíuleikarnir 1988 voru haldnir í Seoul í Suður-Kóreu frá 17. september til 2. október.

Keppnisgreinar[breyta | breyta frumkóða]

Keppt var í 237 greinum. Fjöldi keppna í einstökum íþróttaflokkum er gefinn upp í sviga.

Handknattleikskeppni ÓL 1988[breyta | breyta frumkóða]

Með góðum árangri á HM í Sviss 1986, tryggði Ísland sér þátttökurétt á leikunum í Seoul og voru miklar vonir bundnar við góðan árangur. Styrkleikalisti Alþjóðahandknattleikssambandsins setti Ísland í fjórða sæti heimslistans skömmu fyrir leikana. Tólf lið kepptu í tveimur riðlum og var riðill Íslands ógnarsterkur.

Fyrstu tvær viðureignir liðsins voru gegn lökustu andstæðingunum, Alsír og Bandaríkjunum. Unnust þeir leikir auðveldlega. Íslendingar reyndust Svíum lítil fyrirstaða í þriðja leiknum. Því næst fylgdi jafntefli gegn Júgóslövum, með jöfnunarmarki á lokasekúndunni. Sovétmenn reyndust svo of stór biti í lokaleik riðilsins.

Andstæðingar Íslands í leiknum um sjöunda sætið voru Austur-Þjóðverjar og hefði sigur tryggt sæti á HM í Tékkóslóvakíu 1990. Leikurinn varð sögulegur. Eftir tvær framlengingar var staðan 28:28, en Þjóðverjarnir höfðu betur í vítakeppni.

Sovéska landsliðið varð Ólympíumeistari með talsverðum yfirburðum, vann allar viðureignir sínar með nokkrum mun. Suður-Kórea hlaut silfurverðlaunin en Júgóslavar bronsið.

Þátttaka Íslendinga á leikunum[breyta | breyta frumkóða]

Auk handknattleikslandsliðsins, sendu Íslendingar sautján íþróttamenn til Seoul: sjö frjálsíþróttamenn, sex sundmenn, tvo júdókappa og tvo kappsiglingarmenn.

Eðvarð Þór Eðvarðsson náði bestum árangri sundmanna, varð sautjándi í 100 metra baksundi.

Uppskeran í frjálsíþróttakeppninni olli vonbrigðum. Íslendingar áttu á að skipa góðum keppendum í kastgreinum, s.s. kringlukastaranum Vésteini Hafsteinssyni, Kúluvarparanum Pétri Guðmundssyni og spjótkösturunum Vilhjálmi Einarssyni og Sigurði Einarssyni. Þeir voru allir nokkuð frá sínu besta. Einar varð þrettándi og Pétur fjórtándi.

Verðlaunaskipting eftir löndum[breyta | breyta frumkóða]

Nr Lönd Gull Silfur Brons Alls
1 Flag of the Soviet Union.svg Sovétríkin 55 31 46 132
2 Flag of East Germany.svg Austur-Þýskaland 37 35 30 102
3 Fáni Bandaríkjana Bandaríkin 36 31 27 94
4 Fáni Suður-Kóreu Suður-Kórea 12 10 11 33
5 Fáni Þýskalands Vestur-Þýskaland 11 14 15 40
6 Fáni Ungverjalands Ungverjaland 11 6 6 23
7 Flag of Bulgaria.svg Búlgaría 10 12 13 35
8 Fáni Rúmeníu Rúmenía 7 11 6 24
9 Fáni Frakklands Frakkland 6 4 6 16
10 Fáni Ítalíu Ítalía 4 4 4 14
11 Fáni Kína Kína 5 11 12 28
12 Fáni Bretlands Bretland 5 10 9 24
13 Flag of Kenya.svg Kenýa 5 2 2 9
14 Fáni Japans Japan 4 3 7 14
15 Fáni Ástralíu Ástralía 3 6 5 14
16 Flag of Yugoslavia (1946-1992).svg Júgóslavía 3 4 5 12
17 Flag of the Czech Republic.svg Tékkóslóvakía 3 3 2 8
18 Flag of New Zealand.svg Nýja Sjáland 3 2 8 13
19 Fáni Kanada Kanada 3 2 5 10
20 Flag of Poland.svg Pólland 2 5 9 16
21 Fáni Noregs Noregur 2 3 0 5
22 Flag of the Netherlands.svg Holland 2 2 5 9
23 Fáni Danmerkur Danmörk 2 1 1 4
24 Fáni Braselíu Brasilía 1 2 3 6
25 Fáni Finnlands Finnland 1 1 2 4
Flag of Spain.svg Spánn 1 1 2 4
27 Flag of Turkey.svg Tyrkland 1 1 0 2
28 Flag of Morocco.svg Marokkó 1 0 2 3
29 Fáni Austuríkis Austurríki 1 0 0 1
Flag of Portugal.svg Portúgal 1 0 0 1
Flag of Suriname.svg Súrinam 1 0 0 1
32 Fáni Sviþjóðar Svíþjóð 0 4 7 11
33 Fáni Sviss Sviss 0 2 2 4
34 Flag of Jamaica.svg Jamæka 0 2 0 2
35 Flag of Argentina.svg Argentína 0 1 1 2
36 Flag of Chile.svg Síle 0 1 0 1
Flag of Costa Rica.svg Kosta Ríka 0 1 0 1
Flag of Indonesia.svg Indónesía 0 1 0 1
Flag of Iran.svg Íran 0 1 0 1
Flag of the Netherlands Antilles (1986–2010).svg Hollensku Antillaeyjar 0 1 0 1
Flag of Peru.svg Perú 0 1 0 1
Flag of Senegal.svg Senegal 0 1 0 1
Flag of the United States Virgin Islands.svg Bandarísku Jómfrúaeyjar 0 1 0 1
44 Flag of Belgium.svg Belgía 0 0 2 2
Flag of Mexico.svg Mexíkó 0 0 2 2
46 Flag of Colombia.svg Kólumbía 0 0 1 1
Flag of Djibouti.svg Djíbútí 0 0 1 1
Flag of Greece.svg Grikkland 0 0 1 1
Flag of Mongolia.svg Mongólía 0 0 1 1
Flag of Pakistan.svg Pakistan 0 0 1 1
Flag of the Philippines.svg Filippseyjar 0 0 1 1
Flag of Thailand.svg Tæland 0 0 1 1
Alls 241 234 264 739
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist