Stokkhólmsbanki
Útlit
Stokkhólmsbanki (opinbert heiti: Stockholms Banco) einnig þekktur sem Banki Palmstruchs var sænskur banki stofnaður 1657 af hollenska kaupmanninum Johan Palmstruch. Bankinn hóf prentun peningaseðla árið 1661, fyrstur banka í Evrópu (prentaðir seðlar höfðu verið notaðir frá því á miðöldum í Kína). Seðlarnir nefndust kreditivsedlar hljóðuðu upp á 5, 25, 100 og 1000 kopardali. Hver seðill var undirritaður af Palmstruch sjálfum. Aðeins þremur árum síðar hætti bankinn starfsemi þar sem útgefnir seðlar voru upp á langtum stærri upphæð en bankinn átti í innistæðum. Palmstruch var dæmdur til dauða, en síðar náðaður. Sænska þingið tók yfir starfsemi bankans og stofnaði árið 1668 Riksens Ständers Bank sem síðar varð Sænski seðlabankinn.