Stokkhólmsbanki

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Stokkhólmsbanki (opinbert heiti: Stockholms Banco) einnig þekktur sem Banki Palmstruchs var sænskur banki stofnaður 1657 af hollenska kaupmanninum Johan Palmstruch. Bankinn hóf prentun peningaseðla árið 1661, fyrstur banka í Evrópu (prentaðir seðlar höfðu verið notaðir frá því á miðöldum í Kína). Seðlarnir nefndust kreditivsedlar hljóðuðu upp á 5, 25, 100 og 1000 kopardali. Hver seðill var undirritaður af Palmstruch sjálfum. Aðeins þremur árum síðar hætti bankinn starfsemi þar sem útgefnir seðlar voru upp á langtum stærri upphæð en bankinn átti í innistæðum. Palmstruch var dæmdur til dauða, en síðar náðaður. Sænska þingið tók yfir starfsemi bankans og stofnaði árið 1668 Riksens Ständers Bank sem síðar varð Sænski seðlabankinn.

  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.