Northern Rock

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fólk stendur í biðröð til að taka út peninga.

Northern Rock plc var breskur banki í eigu breska ríkisins. Höfuðstöðvar bankans voru í Newcastle upon Tyne í Norðvestur-Englandi. Fyrirtækið hét áður Northern Rock Building Society, en því var breytt í banka árið 1997 þegar opnað var fyrir kaup á hlutabréfum í fyrirtækinu í Kauphöllinni í Lundúnum. Árið 2000 varð bankinn hluti FTSE 100-hlutabréfavísitölunnar.

Þann 14. september 2007 bað bankinn um og fékk greiðslugetustuðning frá Englandsbanka eftir undirmálslánakreppuna í Bandaríkjunum. Klukkan 00:01 þann 22. febrúar 2008 var bankinn þjóðnýttur af bresku ríkisstjórninni. Þjóðnýtingin kom í kjölfarið á tveimur árangurslausum yfirtökutilboðum annarra banka.

Virgin Group eignaðist bankann árið 2012 og stofnaði bankaþjónustuna Virgin Money.

Puzzle stub.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.