Fara í innihald

Knattspyrnufélag Vesturbæjar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Knattspyrnufélag Vesturbæjar
Fullt nafn Knattspyrnufélag Vesturbæjar
Gælunafn/nöfn Vesturbæjarstórveldið [1]
Stytt nafn KV
Stofnað 2004
Leikvöllur Gervigrasvöllur KR / KV-Park
Stærð 2.781[2]
Deild 2. deild
2022 11. sætim 1. deild
Heimabúningur
Útibúningur

Knattspyrnufélag Vesturbæjar (KV) var stofnað 17. september 2004. Stofnendur félagsinns eru 11 ungir drengir úr Knattspyrnufélagi Reykjavíkur, vildu ekki hætta að leika fyrir félagið þegar þeir gengu uppúr 2. flokk félagsinns. Síðan þá hefur Knattspyrnufélag Vesturbæjar verið hugsað fyrir þá KR-inga sem vilja halda áfram fótbolta. KV spilar á gervigrasvelli KR við Frostaskjól, sem hefur hlotið nafnið KV-park af stuðningsmönnum félagsinns. Stuðningsmannasveit KV heitir Miðjan. KV er í dag ekki eingöngu fótboltalið, heldur hefur félagið stofnað kvennalið, handknattleikslið, körfuknattleikslið og borðtennislið.[3][4]

Í kvennafótbolta KV sigraði meistaraflokkur 3. deild íslandsmótsinns, árið 2007. Kvennaliðið hafði fyrrum landsliðsþjálfarann Þorberg Aðalsteinsson sér innan handar á sama tímabili.[5] Önnur lið KV hafa komist í 32 liða úrslit bikarkeppna á sínu sviði. Handknattleikslið KV datt út úr 32 liða úrslitum SS bikarkeppnarinnar gegn FH, árið 2006.[6] Í körfuboltanum mætti liðið B-liði Snæfells í 32 liða úrslitunum ári síðar, eða á árinu 2007.[7] Körfuliðið mætti svo nýstofnuðu liði Körfuknattleiksliði Ísafjarðar, í Reykjavík, en andstæðingarnir eru skipaðir uppöldum KFÍ leikmönnum. Körfulið KV náði jafntefli í fyrri hálfleik leiksinns, en annars hafði KFÍ-R yfirhöndina og vann leikinn 41-32.[8]

Fótboltalið KV hóf innreið sína í íslenska knattspyrnu sumarið 2005 þegar þeir mættu Hrunamönnum í VISA-bikar karla í knattspyrnu. KV vann leikinn 4-2 með tvennu frá Magnúsi Bernhard Gíslasyni, stöku marki frá Ómari Inga Ákasyni og Sverri Björgvinssyni. KV spilaði tveimur mönnum undir í leiknum eftir brottvísun Páls Kristjánssonar og Ómars Inga Ákassonar. Sigurður Pétur Magnússon, í liði Knattspyrnufélags Vesturbæjar skoraði sjálfsmark.[9] Liðið komst svo upp í 2 deild tveimur árum seinna, eða á árinu 2009.[10] Eftir það afrek styrkti liðið sig nokkuð með því að fá Halldór Svavar Sigurðsson frá Hömrunum, Ingvar Rafn Stefánsson frá Leikni, Jason Már Bergsteinsson frá Gróttu, Magnús Helgason frá Víking og Björn Ívar Björnsson frá KR, sem jafnframt hafði verið á láni til KV.[11]

Knattspyrnufélag Vesturbæjar spilar í svartri og hvítri peysu með svörtum buxum og sokkum, sem aðalbúning félagsinns. Varabúningur félagsins er bleik peysa við svartar buxur og svart-hvíta (röndótta) sokka.[12] Stjórn félagsins í dag skipa (í stafrófsröð): Björn Berg Gunnarsson, Guðmundur Óskar Pálsson, Gunnar Kristjánsson, Jón Bjarni Kristjánsson og Páll Kristjánsson, sem jafnframt er formaður.Heimavöllur

[breyta | breyta frumkóða]

KV-Park er heimavöllur KV. Völlurinn hefur verið heimavöllur félagsins frá því fyrsti leikur þess var leikinn árið 2005.

Upplýsingar

[breyta | breyta frumkóða]
 • Stærð: 111 x 73 m[13]
 • Opnunarleikur: 18. maí 2005 KV - Hrunamenn 4 - 2 (eftir framlengingu, 2-2 eftir venjulegan leiktíma)
 • Met aðsókn: 2009 610 (KV - ÍH)
 • Stærsti sigur: 7-0 á móti Knattspyrnufélagi Kópavogs, 1 júlí 2009
Aðstaða Fjöldi
Sæti / bekkir undir þaki 1541
Sæti / bekkir án þaks 0
Uppbyggð stæði með þaki 0
Uppbyggð stæði án þaks 1060
Önnur ósamþykkt aðstaða 180
Áhorfendur alls 2781

Þekktir stuðningsmenn

[breyta | breyta frumkóða]

Spennusagna og metsölu rithöfundurinn Arnaldur Indriðasson heldur með liðinu og sonur hans, Örn Arnaldsson spilaði með félaginu. Hann mætir þó einstaka sinnum á æfingar til að halda sér við.[14]

Opinber heimasíða KV Geymt 2 desember 2021 í Wayback Machine

 1. Víða notað á vefritinu Sammaranum Geymt 24 september 2020 í Wayback Machine
 2. „Knattspyrnuvellir - KR-völlur“. Knattspyrnusamband Íslands. Afrit af upprunalegu geymt þann 20. nóvember 2011. Sótt 8. septingar 2010.
 3. „Sjálfstætt framhald af KR“ (PDF). Knattspyrnufélag Reykjavíkur. Afrit af upprunalegu (Adobe Reader) geymt þann 22. mars 2008. Sótt 8. septingar 2010.
 4. „Um KV“. Knattspyrnufélag Vesturbæjar. Afrit af upprunalegu geymt þann 10. apríl 2011. Sótt 8. septingar 2010.
 5. „3.deild: Hvað er að frétta af KV?“. fótbolti.net. Sótt 8. september 2010.
 6. „Hin besta skemmtun en ósigur fyrir handboltann í landinu“. Knattspyrnufélag Vesturbæjar. Afrit af upprunalegu geymt þann 5. mars 2016. Sótt 8. september 2010.
 7. „Búið að draga í 32 liða úrslitum Lýsingarbikarsins“. Knattspyrnufélag Reykjavíkur. Sótt 8. september 2010.[óvirkur tengill]
 8. „Skónir teknir af hillunni KFÍ-R sigrar í fyrsta leik sínum!“. Körfuknattleikslið Ísafjarðar. Afrit af upprunalegu geymt þann 4. mars 2016. Sótt 8. september 2010.
 9. „Leikskýrsla“. Knattspyrnusamband Íslands. Sótt 8. septingar 2010.
 10. „Völsungur og KV upp í 2. deild“. Vísir. Sótt 8. september 2010.
 11. „KV fær liðsauka fyrir baráttuna í sumar“. Morgunblaðið. Sótt 8. september 2010.
 12. „aðildarfélag - KV“. Knattspyrnusamband Íslands. Sótt 8. septingar 2010.
 13. „Reykjavíkurborg, verklegar framkvæmdir 2005“ (Adobe Reader). Samtök Iðnaðarins. Sótt 8. septingar 2010.
 14. „Afríka 0-3 KV“. Knattspyrnufélag Vesturbæjar. Afrit af upprunalegu geymt þann 5. mars 2016. Sótt 8. september 2010. „Mörkin okkar skoruðu þeir Steindór (með skalla), Maggi (fyrst markið í sumar!) og hinn kraftmikli sonur metsöluhöfundarins Arnaldar Indriðasonar, Örn Arnaldsson (með skalla).“