Stöð 2

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Stöð-2-Logo.svg

Stöð 2 er íslensk sjónvarpsstöð sem hefur verið starfandi frá því 9. október 1986. Stöðin var stofnuð að frumkvæði Jóns Óttars Ragnarssonar matvælafræðings og Hans Kristjáns Árnasonar hagfræðings. Valgerður Matthíasdóttir (Vala Matt) gekk svo til liðs við þá og var áberandi í útlitshönnun og dagskrárgerð stöðvarinnar frá upphafi. Stöð 2 er rekið af 365 miðlum.

Saga Stöðvar 2[breyta | breyta frumkóða]

Nýju útvarpslögin 1986[breyta | breyta frumkóða]

Í stóra BSRB verkfallinu haustið 1984 lagðist nánast öll starfsemi RÚV niður og upp spruttu nokkrar ólöglegar útvarpsstöðvar. Í kjölfarið var farið að huga að endurskoðun útvarpslaga í menntamálaráðherratíð Ragnhildar Helgadóttur. Ný lög, sem leyfðu einkareknar útvarps- og sjónvarpsstöðvar, voru samþykkt á Alþingi 13. júní 1985 og tóku gildi í ársbyrjun 1986. Fram að þeim tíma höfðu verið starfandi á Íslandi tvær útvarpsstöðvar og ein sjónvarpsstöð, Rás 1 og Rás 2 og Ríkissjónvarpið.

Stofnun Stöðvar 2[breyta | breyta frumkóða]

Stöð 2 fór í loftið 9. október þetta sama ár sem áskriftarstöð með ruglaðri dagskrá þar sem þurfti að kaupa lykilnúmer og slá inn í myndlykil til að afrugla útsendinguna. Jón Óttar var sjónvarpsstjóri og þau Vala Matt voru áberandi á skjánum þessa fyrstu daga stöðvarinnar. Dagskráin var byggð upp á aðkeyptu afþreyingarefni, leiknu íslensku skemmtiefni og fréttum. Erfiðlega gekk að fá fjárfesta til að taka þátt í starfseminni til að byrja með. Í byrjun árs 1987 voru áskrifendur um fimm þúsund, en voru orðnir tæplega þrjátíu þúsund fyrir árslok. Á sama tíma fjölgaði starfsfólki og stöðin fór í samkeppni við RÚV um dagskrárgerðarfólk og fréttamenn, sem þótti fáheyrt.

Allar stöðvar verða Stöð 2[breyta | breyta frumkóða]

Margar systurstöðvar voru starfræktar undir sama fyrirtæki en árið 2008 voru þær allar sameinaðar undir nafn stöðvar 2, þannig varð íþrótta-stöðin Sýn að Stöð 2 Sport. Sirkus varð að Stöð 2 Extra og Fjölvarpið varð að Stöð 2 Fjölvarp aftur á óti hélt Stöð 2 Bíó sínu nafni.

Þættir í sýningu[breyta | breyta frumkóða]

Fréttatengt[breyta | breyta frumkóða]

 • Kvöldfréttir, öll kvöld klukkan 18:30. Í opinni dagskrá.
 • Ísland í dag, Umsjónarmenn þáttarins fara yfir helstu tíðindi dagsins úr pólitík, menngingu og mannlífinu. Ítarlegur íþróttapakki og veðurfréttir. Í opinni dagskrá.

opin dagskrá

Innlent[breyta | breyta frumkóða]

Erlent[breyta | breyta frumkóða]

 • Glee, skemmtilegur þáttur sem gerist í menntaskóla þar sem metnaðarfullur kennari ákveður að setja aftur saman sönghóp skólans sem gerði mikla lukku á söngkeppnum á árum áður.
 • Cougar Town, gamanþáttur með Courteney Cox Arquette úr Vinum í aðalhlutverki. Þættirnir fjalla um fertuga konu sem er nýskilin og á erfitt með að koma sér aftur inn í stefnumótaleikinn til að finna draumaprinsinn.
 • White Collar spennu- og gamanþáttur um sjarmörinn og svikahrappinn Neil Caffrey. Hann er svokallaður góðkunningi lögreglunnar og þegar hann er gómaður í enn eitt skiptið sér hann sér leik á borði og býður lögreglunni þjónustu sína við það að hafa hendur í hári annarra svikahrappa og hvítflibbakrimma gegn því að komast hjá fangelsisvist.
 • Gavin og Stacey, gamanþáttur um Gavin og Stacey sem ákveða að gifta sig eftir stutt fjarsamband.
 • Gossip Girl, unglingadrama, fjallar um ríka og dekraða unglinga í New York.
 • Mercy, spítalaþáttur í anda Grey's Anatomy, fjallar um þrjár konur sem vinna saman sem hjúkrunarkonur á Mercy spítalanum í New Jersey.
 • The Forgotten, spenna, í anda Cold Case og fjallar um óbreytta borgara sem taka lögin í sínar hendur og klára rannsókn á ákveðnum sakamálum sem lögrelgan hefur gefist upp á.
 • Lie To Me, Spennuþáttur sem fjallar um Dr. Cal Lightman og er sérfræðingur í lygum. Hann og félagar hans í Lightman-hópnum vinna með lögreglunni við að yfirheyra grunaða glæpamenn og koma upp um lygar þeirra með ótrúlega nákvæmum vísindum sem snúa að mannlegri hegðun. Með sálfræði, atferlisfræði og einstökum hæfileikum í að greina í andlitsdráttum skjólstæðinga hvort þeir segi sannleikann eða séu að ljúga.
 • So You Think You Can Dance, danskeppni og aðeins þeir tíu bestu fá að halda áfram keppni. Sá sem stendur eftir fær titilinn "Vinsælasti dansari Bandaríkjanna í hendurnar".
 • 60 minutes, vinsælasti og virtasti fréttaskýringaþáttur Bandaríkjanna þar sem reyndustu fréttamennirnir taka á öllum helstu málefnum líðandi stundar og taka einstök viðtöl.
 • The Oprah Winfrey Show, spjallþáttadrottningin Oprah Winfrey fær skemmtilega gesti í heimsókn.
 • The Simpsons, fjallar um gulustu fjölskyldu í heimi og óborganleg ævintýri þeirra.
 • How I Met Your Mother, grín. Ted Mosby segir börnunum sínum árið 2030 hvernig hann hitti móður þeirra.
 • Glæstar vonir, sápuópera, Forrester-fjölskyldan heldur áfram að slá í gegn í tískubransanum þrátt fyrir mikið mótlæti og erjur utan sem innan fyrirtækisins.
 • Nágrannar, sápuópera, fylgst er með lífinu í Ramsey-götu en þar þurfa íbúar að takast á við ýmis stór mál eins og ástina, nágranna- og fjölskylduerjur, unglingaveikina, gráa fiðringinn og mörg mörg fleiri.
 • Amazing Race, raunverueikaþáttur, keppendur í tveggja manna liðum þeysast yfir heiminn þveran og endilangan með það að markmiði að koma fyrstir í mark og fá að launum eina milljón dala.
 • Two and a Half Men, grín. Piparsveinninn Charlie bjó einn og hafði það gott þangað til bróðir hans, Alan, skildi við konuna sína og settist upp hjá honum auk sonar síns, Jake, sem er ekki hinn allra gáfaðasti.
 • The Doctors þættir framleiddir af Opruh Winfrey þar sem framúrskarandi læknar veita góða ráðgjöf.
 • The New Adventures of Old Christine, grín. Einstæða móðirirn Christine Cambell býr með syni sínum og bróður. Hún er frekar misheppnuð og eftir að maðurinn henanr fyrrverandi byrjar með yngri konu sem heitir líka Christine flækjast málin, auk þess sem hún þarf að keppa við fínu og ríku mömmurnar í einkaskólanum sem sonur hennar gegnur í.
 • The Closer, spenna, fjallar um Brendu Leigh Johnson en ásamt því að leiða sérstaka morðrannsóknadeild innan hinnar harðsvíruðu lögreglu í Los Angeles þarf hún að takast á við afar viðkvæmt einkalíf.
 • True Blood, fjallar um forboðið ástarævintýri gengilbeinunnar Sookie og vampírunnar Bill en saman þurfa þau að berjast gegn mótlæti íbúa smábæjarins Bon Temps í Louisiana. Menn og vampírur búa þar saman en þó kannski ekki beint í sátt og samlyndi þrátt fyrir að komið sé á markað gerviblóð á flöskum sem ætlað er að svala blóðþorsta vampíranna.
 • American Dad, gaman, frá höfundum Family Guy og fjallar um Stan og fjölskyldu hans. Stan er útsendari CIA og er því alltaf til taks í baráttunni gegn ógnum heimsins.
 • Here Come the Newlyweds, raunveruleiki, í anda Beauty and the Geek þar sem nýgift hjón keppa í allskyns skemmtilegum þrautum um veglega verðlaunaupphæð. Reynir þar ekki aðeins á hæfni þeirra og úrræðasemi á öllum mögulegum sviðum heldur einnig sambandið sjálft og hversu vel hin nýgiftu pör ná að vinna saman og þekkja hvort annað.
 • America's Got Talent, raunveruleiki, Sharon Osbourne, David Hasselhoff og Piers Morgan ferðast um Bandaríkin í leit að næstu stórstjörnunni sem fær sína eigin sýningu í Las Vegas.
 • Monk, stórskrýtni einkaspæjarinn með árátturöskunina,Monk, rannsakar sakamál með óhefðbundnum aðferðum.
 • The Tudors segir áhrifamikla og spennandi sögu einhvers alræmdasta og nafntogaðasta konungs sögunnar, Hinriks áttunda. Þótt Hinrik sé hvað kunnastur fyrir harðræði þá er hans ekki síður minnst fyrir kvennamálin.

Ekki lengur á dagskrá[breyta | breyta frumkóða]

Fréttatengt[breyta | breyta frumkóða]

 • Hádegisfréttir, alla daga klukkan 12:00 (Sendar út á Bylgjunni)
 • Ísland í bítið/Í bítið á Bylgjunni, eini morgunþátturinn í íslensku sjónvarpi. Frá kl. 6:50 til 9:00. Umsjónarmenn: Heimir, Solla og Þráinn.
 • Silfur Egils, sunnudagsspjallþáttur um atburði liðinnar viku. (Sýnt á RÚV)
 • Kompás, Vikulegur fréttaskýringaþáttur Fréttastofu Stöðvar 2, þriðjudaga klukkan 21:40.

Innlent[breyta | breyta frumkóða]

Erlent[breyta | breyta frumkóða]

 • The Big Bang Theory, gamanþáttur um hina afburðarsnjöllu eðlisfræðinga Sheldon og Leonard sem vita allt um eðli alheimsins en kunnátta þeirra hjálpar þeim lítið í samskiptum við annað fólk, hvað þá við hitt kynið.
 • Fringe spenna, um Oliviu Dunham, sérfræðing FBI í málum sem grunur leikur á að eigi sér yfirnáttúrlegar skýringar. Ásamt hinum umdeilda vísindamanni Dr. Walter Bishop og syni hans Peter rannsaka þau röð dularfullra atvika.
 • Modern Family, gamanþáttur um þrjár nútímafjölskyldur.
 • Project Runway, raunveruleiki, æsispenanndi tískuhönnunarkeppni sem stjórnað er af ofurfyrirsætunni Heidi Klum og tískúgúrúnum Tim Gunn. 12 ungir og upprennandi fatahönnuðir mæta til leiks og að lokum stendur einn uppi sem sigurvegari og hlýtur að launum peningaverðlaun og tækifæri til að setja á laggirnar sína eigin línu.
 • 'Till Death, gamanþáttur um hjón sem hafa verið gift í rúm 20 ár þegar ungt, nýgift par flytur inn í húsið við hliðina á.
 • Little Britain, breskir gamanþættir. Þættirnir voru fyrst sýndir á RÚV.
 • Monarch Crove
 • Cold Case, spenna. Lily Rush og félagar rannsaka sakamál sem hafa gleymst.
 • 24, spenna. Um Jack Bauer og gerist hver þáttaröð á einum sólarhring.
 • Grey's Anatomy, einn vinsælasti þáttur Stöðvar 2 frá upphafi. Þættirnir gerast á Seattle Grace-sjúkrahúsinu í Seattle og fjalla um daglegt líf læknanna þar, bæði á spítalanum og í einkalífinu.
 • American Idol, raunveruleikaþáttur þar sem keppt er um hver verður næsta söngstjarna Bandaríkjanna.
 • Nip/Tuck, dramaþáttur um lýtalæknana Sean McNamara og Christian Troy.
 • Medium, drama/spenna, fjalla um Alison Dubois sem fær í sýnir í draumi um ýmis sakamál.
 • Beauty and the Geek, grín-raunverueiki. Keppni með nördum og fegurðardísum. Keppendum er skipt í lið og er einn nördi og ein fegurðardís saman í liði og eiga þau að sameina krafta sína.
 • Sisters, dramaþáttur um systur sem hafa þurft að ganga í gegnum súrt og sætt.
 • Ser Bonita No Basta, S-Amerísk smásápa.
 • My Life in Film, gaman
 • Beauty is not enough, S-Amerísk smásápa.
 • Extreme Makeover: Home Edition. Ty Pennington og hópur hönnuða byggja hús handa fólki sem hefur ekki efni á því að laga ónýtu húsin sín og oft eru aðstæður ekki mönnum bjóðandi.
 • Prison Break. Michael framdi rán í banka til þess að fara í sama fangelsi og bróðir sinn sem var settur í fangelsi fyrir glæp sem hann framdi ekki. Hann hjálpaði honum að sleppa, ásamt öðrum föngum.
 • Friends, gamanþáttur. Vinirnir Monica, Rachel, Chandler, Joey, Phoebe og Ross búa í New York og eru bestu vinir.
 • Men in Trees, gamanþáttur. Marin Frist sest að í smábæ í Alaska eftir að hafa setið föst þar í eina nótt eftir að hún komst að því að unnustinn hennar hélt fram hjá henni. Þar hittir hún hinn þögla Jack og fleira vinalegt fólk.
 • Journeyman, dramaþáttur um mann sem flakkar fram og aftur í tíma.
 • La Fea Más Bella, S-Amerísk sápuópera.
 • Worst Week, gamanþáttur um mann sem heimsækir tengdafjölskylduna með óléttri eiginkonunni og verður vikan ekki sú auðveldasta.
 • Entourage
 • Listen Up, gamanþáttur um tvo mjög ólíka menn sem vinna saman sem íþróttafréttaritarar.
 • Crossing Jordan, drama
 • The Apprentice, raunverueikaþáttur þar sem milljónamæringurinn Donald Trump leitar að næsta lærlingi sínum.
 • Extreme Makeover, raunverueikaþáttur þar sem fólki býðst að láta laga alla sína galla.
 • Studio 60, dramaþáttur um handritshöfunda sem eiga erfitt með að halda þætti sínum á floti.
 • Standoff, drama,
 • Hotel Babylon, grín
 • Joey, grín. Segir frá ferðum Joey Tribbiani úr Friends eftir að hann flytur til Ginu systur sinnar í Los Angeles.
 • Whose Line is it Anyway?, spunaþáttur þar sem fjórir leikarar eiga að spinna upp leikatriði á staðnum.
 • The Osbournes, raunverueiki, litið er inn í líf hinnar skrýtnu Osbournes-fjölskyldu.
 • Most Haunted, spenna-raunverueiki
 • You Are What You Eat,raunveruleiki, Dr. Gillian McKeith heimsækir fólk sem er orðið allt of þungt og fær það til að breyta mataræði sínu algjörlega.
 • The George Lopez Show, gaman
 • The Bernie Mac Show,
 • My sweet fat Valentina, S-Amerísk smásápa
 • Dead Famous,
 • Punk'd, raunveruleiki/gaman. Ashton Kutcher grínast í fræga fólkinu.
 • Huff,
 • Fear Factor, raunveruleikaþáttur þar sem keppendur þurfa virkilega að sigrast á óttanum til að vinna verðlaunin.
 • Wife Swap, raunveruleiki, tvær fjölskyldur skipta um húsmóður í tvær vikur.
 • The Shield
 • Third Watch
 • Missing
 • Strong Medicine, læknaþáttur.
 • The 4400
 • Rome
 • NCIS, gerist innan rannsóknardeildar bandaríska sjóhersins.
 • Kevin Hill
 • Mile High
 • Numb3rs, lögregluþáttur þar sem bræðurnir Charlie og Don Eppes leysa glæpamál með aðstoð stærðfræðinnar.
 • Arrested Development, gaman.
 • Nikita

Barnatíminn[breyta | breyta frumkóða]

Barnatíminn er fastur liður Stöðvar 2. Alla virka daga hefst hann klukkan 16:00 og endar 17:30. Hann er líka sýndur um helgar frá 07:00 til 12:00. Á helgidögum er líka sýndur barnatími þegar börnin borða páskaeggin sín eða bíða eftir jólum. Einkennismerki barnatímans er hoppandi grænn fugl sem kynnir næsta þátt. Einnig sjást bregða fyrir kettir og fleiri dýr þegar þátturinn er kynnntur. Barnatími Stöðvar 2 sýnir bæði þætti fyrir þau yngstu og þau eldri börnin.

Þættir Barnatímans[breyta | breyta frumkóða]

Tengill[breyta | breyta frumkóða]