26. febrúar
Útlit
Jan – Febrúar – Mar | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | ||||
4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 |
11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 |
18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 |
25 | 26 | 27 | 28 | 29 | ||
2024 Allir dagar |
26. febrúar er 57. dagur ársins samkvæmt gregoríska tímatalinu. 308 dagar (309 á hlaupári) eru eftir af árinu.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 364 - Valentianus 1. varð keisari Rómar.
- 1658 - Danir sömdu um frið við Svía í Hróarskeldu og bundu þannig enda á Karls Gústafs-stríðið.
- 1719 - Bærinn á Lækjamóti í Víðidal brann og Guðbrandur Arngrímsson sýslumaður og Ragnheiður Jónsdóttir kona hans brunnu inni.
- 1794 - Kristjánsborgarhöll brann í fyrsta sinn.
- 1815 - Napóleon Bónaparte slapp frá eynni Elbu, þar sem hann hafði verið í útlegð.
- 1870 - Commerzbank var stofnaður í Hamborg.
- 1885 - Samkomulag um skiptingu Afríku milli nýlenduveldanna var undirritað á Berlínarráðstefnunni.
- 1913 - Fyrsti íslenski hárgreiðslumeistarinn, Kristólína Kragh, opnaði stofu í Reykjavík.
- 1914 - Skíðafélag Reykjavíkur var stofnað.
- 1930 - Jónas Jónsson frá Hriflu, dómsmálaráðherra, birti grein, sem nefndist „Stóra bomban“, í Tímanum. Þar sagði hann frá því að Helgi Tómasson, yfirlæknir á Kleppi, teldi að Jónas væri geðveikur.
- 1942 - Kuldamet voru slegin víða um Svíþjóð og er dagurinn talinn kaldasti dagur 20. aldar þar í landi. 35 gráðu frost mældist á Skáni.
- 1952 - Forsætisráðherra Bretlands, Winston Churchill, tilkynnti að þjóð hans byggi yfir kjarnorkusprengju.
- 1953 - Íslenskur lyfjafræðingur sem bjó í Suðurgötu 2 í Reykjavík eitrar fyirr konu sinni og þremur börnum þeirra á aldrinum 3-6 ára. Þau fundust látin í húsinu sama dag.
- 1961 - Hassan 2. tók við krúnunni í Marokkó.
- 1971 - Sameinuðu þjóðirnar gerðu vorjafndægur að Degi jarðar.
- 1972 - Flóðin í Buffalo Creek: 125 létust og 4000 misstu heimili sín þegar stífla sem hélt affalsvatni frá kolanámu brast í Vestur-Virginíu í Bandaríkjunum.
- 1974 - Þjóðleikhúsið frumsýndi leikritið Kertalog eftir Jökul Jakobsson.
- 1987 - Íran-Kontrahneykslið: Towernefndin ávítti Bandaríkjaforseta fyrir að hafa ekki stjórn á starfsliði þjóðaröryggisráðsins.
- 1989 - Karlalandslið Íslands í handknattleik sigraði heimsmeistarakeppni B-liða í París. Kristján Arason skoraði sitt þúsundasta mark í landsleik.
- 1990 - Sandínistar biðu ósigur í kosningum í Níkaragva. Violeta Chamorro var kjörin forseti.
- 1991 - Persaflóastríðið: Saddam Hussein tilkynnti í útvarpi að íraksher myndi hörfa frá Kúveit. Herinn kveikti í olíulindum þegar hann hvarf frá landinu.
- 1993 - Bílasprengja sprakk undir World Trade Center í New York-borg.
- 1994 - Magnús Scheving varð Evrópumeistari í þolfimi.
- 1995 - Barings-banki í Bretlandi varð gjaldþrota.
- 2000 - Eldgos hófst í Heklu og varði í u.þ.b. ellefu daga.
- 2001 - Nice-sáttmálinn var undirritaður af 15 aðildarríkjum Evrópusambandsins.
- 2003 - Bandarískur kaupsýslumaður kom inn á spítala í Hanoi með bráðalungnabólgu, einnig þekkta sem HABL.
- 2003 - Stríðið í Darfúr hófst þegar skæruliðar risu gegn stjórn Súdan.
- 2004 - Boris Trajkovski, forseti Makedóníu, fórst í flugslysi við Mostar í Bosníu og Hersegóvínu.
- 2005 - Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, fór fram á að egypska þingið breytti stjórnarskránni til að leyfa fleiri en einn frambjóðanda í forsetakosningum.
- 2006 - Vetrarólympíuleikunum í Tórínó lauk.
- 2007 - Alþjóðadómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að fjöldamorðin í Srebrenica hefðu verið þjóðarmorð en að Serbía bæri ekki beina ábyrgð á atburðunum.
- 2009 - Svein Harald Øygard var skipaður seðlabankastjóri á Íslandi.
- 2016 - Svisslendingurinn Gianni Infantino tók við formennsku í Alþjóðaknattspyrnusambandinu.
- 2017 - Snjódýpt í Reykjavík mældist 51 sentimetrar og hafði ekki verið meiri jafnfallinn snjór í febrúarmánuði frá upphafi mælinga (1921).
- 2018 - Jarðskjálfti sem mældist 7,5 reið yfir Papúu Nýju-Gíneu með þeim afleiðingum að yfir 160 létu lífið.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 1361 - Venseslás 4., konungur Bæheims (d. 1419).
- 1416 - Kristófer af Bæjaralandi, konungur í Kalmarsambandinu (d. 1448).
- 1800 - Þórður Jónassen, íslenskur stjórnmálamaður (d. 1880).
- 1802 - Victor Hugo, franskur rithöfundur (d. 1885).
- 1808 - Honoré Daumier, franskur prentlistamaður (d. 1879).
- 1829 - Levi Strauss, þýskfæddur fatahönnuður (d. 1902).
- 1842 - Camille Flammarion, franskur stjörnufræðingur (d. 1925).
- 1846 - Buffalo Bill, bandarískur frumkvöðull, embættismaður og veiðimaður (d. 1917).
- 1858 - Björn Kristjánsson, íslenskur stjórnmálamaður (d. 1939).
- 1869 - Nadesjda Krúpskaja, rússnesk byltingarkona (d. 1939).
- 1907 - Shiro Teshima, japanskur knattspyrnumaður (d. 1982).
- 1920 - Hilmar Baunsgaard, forsætisráðherra Danmerkur (d. 1989).
- 1920 - Tony Randall, bandarískur leikari (d. 2004).
- 1922 - Karl Aage Præst, danskur knattspyrnumaður (d. 2011).
- 1926 - Gunnar Eyjólfsson, íslenskur leikari (d. 2016).
- 1928 - Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels (d. 2014).
- 1930 - Sverrir Hermannsson, íslenskur stjórnmálamaður (d. 2018).
- 1932 - Johnny Cash, bandarískur söngvari (d. 2003).
- 1949 - Birna Þórðardóttir, félagsfræðingur og aðgerðarsinni.
- 1950 - Helen Clark, forsætisráðherra Nýja-Sjálands.
- 1953 - Michael Bolton, bandarískur söngvari.
- 1954 - Recep Tayyip Erdogan, forseti og forsætisráðherra Tyrklands.
- 1958 - Michel Houellebecq, franskur rithöfundur.
- 1967 - Kazuyoshi Miura, japanskur knattspyrnumaður.
- 1971 - Erykah Badu, bandarísk söngkona.
- 1972 - Gísli Marteinn Baldursson, íslenskur dagskrárgerðarmaður og stjórnmálamaður.
- 1973 - Ole Gunnar Solskjær, norskur knattspyrnumaður.
- 1974 - Sébastien Loeb, franskur ökuþór.
- 1976 - Demore Barnes, kanadískur leikari.
- 1977 - Tim Thomas, bandarískur körfuboltamaður.
- 1978 - Abdoulaye Diagne-Faye, senegalskur knattspyrnumaður.
- 1979 - Pedro Mendes, portúgalskur knattspyrnumaður.
- 1983 - Pepe, portúgalskur knattspyrnumaður.
- 1984 - Emmanuel Adebayor, knattspyrnumaður frá Tógó.
- 1986 - Nacho Monreal, spænskur knattspyrnumaður.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 943 - Mýrkjartan, konungur á Írlandi.
- 1154 - Hróðgeir 2., konungur Sikileyjar (f. um 1095).
- 1266 - Manfreð, konungur Sikileyjar og Napólí (f. 1232).
- 1577 - Eiríkur 14., áður Svíakonungur (f. 1533).
- 1806 - Thomas-Alexandre Dumas, franskur herforingi (f. 1762).
- 1908 - Adolf Kirchhoff, þýskur fornfræðingur (f. 1826).
- 1909 - Hermann Ebbinghaus, þýskur heimspekingur og sálfræðingur (f. 1850).
- 1942 - Bjarni Björnsson, íslenskur leikari (f. 1890).
- 1954 - Hallgrímur Benediktsson, íslenskur athafnamaður (f. 1885).
- 1961 - Alberto Galateo, argentínskur knattspyrnumaður (f. 1912)
- 1969 - Karl Jaspers, þýskur geðlæknir og heimspekingur (f. 1883).
- 1969 - Levi Eshkol, fyrrum forsætisráðherra Ísraels (f. 1895).
- 1976 - Sverrir Kristjánsson, íslenskur sagnfræðingur (f. 1908).
- 1985 - Guðmundur G. Hagalín, íslenskur rithöfundur (f. 1898).
- 1994 - Bill Hicks, bandarískur uppistandari (f. 1961).
- 1995 - Þórunn Elfa Magnúsdóttir, íslenskur rithöfundur (f. 1910).
- 2000 - Louisa Matthíasdóttir, íslensk myndlistarkona (f. 1917).
- 2004 - Boris Trajkovski, fyrrum forseti Makedóníu (f. 1956).