Fara í innihald

Þjóðarmorð

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Grafreitur í Srebrenica til minningar þeirra sem létust í þjóðarmorðinu í Bosníu

Þjóðarmorð eða hópmorð felst í vísvitandi aðgerðum til að útrýma tiltekinni þjóð, þjóðarbroti, kynþætti eða trúarhópi að hluta eða í heild. Þessi skilgreining er sett fram í þjóðarmorðssáttmála Sameinuðu þjóðanna sem samþykktur var árið 1948.[1] Meðal dæma um þjóðarmorð eru Helförin, þjóðarmorð Tyrkja á Armenum og þjóðarmorðið í Rúanda.

Hópmorð er skilgreint á eftirfarandi máta í íslenskum lögum, sem byggja á skilgreiningu í þjóðarmorðssáttmálanum:[2]

Eftirtaldir verknaðir teljast hópmorð þegar þeir eru framdir í þeim tilgangi að útrýma með öllu eða að hluta þjóð, þjóðernishópi, kynstofni eða trúflokki sem slíkum:

a) að drepa einstaklinga úr viðkomandi hópi,
b) að valda einstaklingum úr viðkomandi hópi alvarlegum líkamlegum eða andlegum skaða,
c) að þröngva viðkomandi hópi af ásetningi til þess að búa við lífsskilyrði sem miða að líkamlegri eyðingu hópsins eða hluta hans,
d) að beita þvingunaraðgerðum sem miða að því að koma í veg fyrir barnsfæðingar í hópnum,
e) að flytja börn með valdi úr hópnum til annars hóps.

Talið er að um það bil fjörutíu og þrjú þjóðarmorð hafi átt sér stað á tímabilinu 1956–2016 og að þau hafi valdið dauða um 50 milljón manns og flæmt önnur 50 milljón manns í burtu.

  1. „Legal definition of genocide“ (PDF). Sameinuðu þjóðirnar. Sótt 18. desember 2017.
  2. „Lög um refsingar fyrir hópmorð, glæpi gegn mannúð, stríðsglæpi og glæpi gegn friði“. Alþingi. 18. desember 2018. Sótt 7. apríl 2023.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.