Þjóðarmorð

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Grafreitur í Srebrenica til minningar þeirra sem létust í þjóðarmorðinu í Bosníu

Þjóðarmorð felst í vísvitandi aðgerðum til að útrýma tiltekinni þjóð, þjóðarbroti, kynþætti eða trúarhópi að hluta eða í heild. Þessi skilgreining er sett fram í þjóðarmorðssáttmála Sameinuðu þjóðanna sem samþykktur var árið 1948.[1] Meðal dæma um þjóðarmorð eru Helförin, þjóðarmorð Tyrkja á Armenum og þjóðarmorðið í Rúanda.

Talið er að um það bil fjörutíu og þrjú þjóðarmorð hafi átt sér stað á tímabilinu 1956–2016 og að þau hafi valdið dauða um 50 milljón manns og flæmt önnur 50 milljón manns í burtu.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Legal definition of genocide“ (PDF). Sameinuðu þjóðirnar. Sótt 18. desember 2017.
Puzzle stub.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.