Magnús Scheving

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Magnús Örn Eyjólfsson Scheving (10. nóvember 1964) er íslenskur íþróttamaður, rithöfundur og margverðlaunaður keppandi í þolfimi. Hann er jafnframt aðalhöfundur og leikari í barnasjónvarpsþáttunum um Latibær en í þeim leikur hann hlutverk Íþróttaálfurinn.

Ferill[breyta | breyta frumkóða]

Magnús hóf að æfa þolfimi á níunda áratugnum og vann fyrsta íslandsmótið í þolfimi árið 1995. Árið 1993 varð hann Norðurlandameistari, og Evrópumeistari í tvígang árin 1994 og 1995. Hann var valinn íþróttamaður ársins á Íslandi árið 1994. Magnús er forstjóri, skapari, og meðstofnandi Latabæ Entertainment sem framleiðir bækur, myndbönd, leiki og íþróttavörur sem stuðla eiga að heilbrigðum lífstíl barna.

Árið 2006, fékk Magnús viðurkenningu á Edduverðlaununum fyrir Latabæ. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands (1996-2016) afhenti verðlaunin.

Latibær[breyta | breyta frumkóða]

Magnús hefur löngum beitt sér fyrir eflingu almenns heilbrigðis og lagt áherslu á hollt mataræði. Hann samdi og setti upp barnaleikritið Latabæ, ásamt því að leika aðalhlutverkið, en leikritið er hvatning til barna um hollara mataræði. Naut leikritið mikilla vinsælda á Íslandi. Hugmyndina þróaði Magnús enn frekar og hóf framleiðslu á barnasjónvarpsþáttum um Latabæ í samvinnu við sjónvarpsstöðina Nickelodeon undir nafninu Lazytown. Hafa sjónvarpsþættirnir verið sýndur í fjölda landa víðs vegar um heiminn.

Myndir[breyta | breyta frumkóða]

Magnús lék illmennið í kvikmyndinni The Spy Next Door.

Einkalíf[breyta | breyta frumkóða]

Magnús var giftur Ragnheiði Melsteð. Þau skildu árið 2014. Magnús og Ragnheiður eiga tvö börn en hann á aðra dóttur úr fyrra sambandi.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.