Magnús Scheving

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Magnús árið 2011.

Magnús Örn Eyjólfsson Scheving (10. nóvember 1964) er íslenskur íþróttamaður, rithöfundur, leikari, og athafnamaður.

Hann er aðalhöfundur leikritanna og sjónvarpsþáttanna um Latabæ þar sem hann leikur Íþróttaálfinn. Efninu er beint að börnum og er markmið þess að hvetja til heilbrigðs lífernis.

Ferill[breyta | breyta frumkóða]

Magnús hóf að æfa þolfimi á níunda áratugnum og vann fyrsta íslandsmótið í þolfimi árið 1995. Árið 1993 varð hann Norðurlandameistari, og Evrópumeistari í tvígang árin 1994 og 1995. Hann var valinn íþróttamaður ársins á Íslandi árið 1994. Magnús er forstjóri, skapari, og meðstofnandi Latabæ Entertainment sem framleiðir bækur, myndbönd, leiki og íþróttavörur sem stuðla eiga að heilbrigðum lífstíl barna.

Árið 2006, fékk Magnús viðurkenningu á Edduverðlaununum fyrir Latabæ.

Latibær[breyta | breyta frumkóða]

Magnús í hlutverki Íþróttaálfsins.

Magnús hefur löngum beitt sér fyrir eflingu almenns heilbrigðis og lagt áherslu á hollt mataræði. Magnús skrifaði barnabókina Áfram Latibær árið 1991.

Baltasar Kormákur setti söguna upp sem leikrit og var það í sýningu 1995–1997. Stefán Karl Stefánsson lék svo titilhlutverkið í framhaldsleikritinu Glanni glæpur í Latabæ sem sýnt var 1999.

Bandaríska barnasjónvarpsstöðin Nickelodeon gerði þætti um Latabæ í fjórum þáttaröðum. Þættirnir kölluðust Lazytown og voru sýndir frá 2004–2007 og 2013 og öðluðust heimsfrægð. Magnús lék líka Íþróttaálfinn í þeim þáttum.

Árið 2014 sagði Magnús skilið við Latabæ eftir margra ára velgengni og eftirlét fimleikamanninum Dýra Kristjánssyni að leika Íþróttaálfinn.

Myndir[breyta | breyta frumkóða]

Magnús lék illmennið í kvikmyndinni The Spy Next Door frá 2010.

Einkalíf[breyta | breyta frumkóða]

Magnús var giftur Ragnheiði Melsteð. Þau skildu árið 2014. Magnús og Ragnheiður eiga tvö börn en hann á aðra dóttur úr fyrra sambandi.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.