Magnús Scheving

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita

Magnús Örn Eyjólfsson Scheving (10. nóvember 1964) er íslenskur íþróttamaður og rithöfundur, margverðlaunaður keppandi í þolfimi, aðalhöfundur og leikari í barnasjónvarpsþáttunum um Latabæ. Í þeim leikur hann hlutverk íþróttaálfsins.

Magnús hóf að æfa þolfimi á níunda áratugnum og vann fyrsta Íslandsmótið í þolfimi árið 1995.

Latibær[breyta | breyta frumkóða]

Magnús hefur löngum beitt sér fyrir eflingu heilbrigðis og lagt áherslu á hollt mataræði. Magnús setti einnig á fót leikritið Latabæ sem naut gífurlegra vinsælda á Íslandi. Hugmyndina um Latabæ þróaði Magnús áfram og fór því næst að framleiða Latabæ sem teiknimyndir. Í dag er Latibær (e. Lazytown) sýndur í fjölda landa víðs vegar um heiminn og hefur fengið mikið hrós fyrir jákvæða heilbrigðishvatningu.

Myndir[breyta | breyta frumkóða]

Magnús lék illmennið í kvikmyndinni The Spy Next Door.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.