Napóleon Bónaparte

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Napóleon Bónaparte, Frakkakeisari, eftir Jacques-Louis David

Napóleon Bónaparte (franska Napoléon Bonaparte) eða Napóleon I (15. ágúst 17695. maí 1821), nefndur hinn mikli, var herforingi í Frönsku byltingunni og þjóðarleiðtogi Frakklands, fyrst sem aðalræðismaður Franska lýðveldisins frá 1799 til 1804 og síðan sem Frakkakeisari og konungur Ítalíu til ársins 1814. Hann var giftur tvisvar og átti soninn Napóleon II með seinni konu sinni. Þegar hann var rekinn í útlegð á eyjunni Elbu og aftur stutt skeið árið 1815 þar til hann tapaði í orrustunni við Waterloo. Hann lést árið 1821 í útlegð á bresku eyjunni Sankti Helenu. Ýmist er talið að hann hafi framið sjálfsmorð eða, eins og sumir vilja meina, að eitrað hafi verið fyrir honum. Opinber skýring var að hann hafi dáið úr magakrabbameini.

Almennt um Bonaparte[breyta | breyta frumkóða]

Napóleon Bonaparte eða Napoleone Buonaparte eins og hann var upphaflega nefndur fæddist þann 15. ágúst árið 1769 og var hann af ítölskum ættum. Hann fæddist inn í fátæka fjölskyldu þó af aðalsættum, heimili þeirra var á eyjunni Korsíku í Miðjarðarhafinu og var mikið um hefndir og blóðug átök þar. Eyjan sú í miðjarðarhafinu er staðsett á milli Frakklands og Ítalíu en hefur verið hluti af Frakklandi síðan 1768 eða ári áður en að Napóleon fæddist.[1][2]

Napóleon var mikið fyrir nám og tók hann það upp aðeins 9 ára að aldri að læra frönsku í skóla til að undirbúa komandi ár tengd skólagöngu og losa sig við ítalska hreiminn. Aðeins fimmtán ára að aldri sótti hann um skólagöngu í herskólanum Brienne-le-Château í París og komst þar inn. Honum vegnaði mjög vel í námi og kláraði námið, sem talið er að hafa átt að vera til tveggja ára, á einungis einu ári. Ári eftir námið varð hann foringi Fallbyssudeild í franska hernum, þá aðeins sextán ára gamall. Fyrsti sigur hans var í frönsku byltingunni þegar hann náði borginni Toulon úr höndum uppreisnarmanna frá Frakklandi en við bakið á þeim stóðu Bretar og Spánverjar. Eftir þetta var hann gerður að herforingja í innrásaher Frakka sem lagði undir sig Mílanó, Mantúa og fleiri ríki á Ítalíu.[3][4]

Árið 1798 vildi Napóleon byrja innrás inn í Egyptaland sem var þá bresk nýlenda og Bretar voru á þessum tímum helsta ógn Frakklands. Þetta vildi hann gera til að trufla stríðsrekstur Breta. Þeim tókst þetta og sigruðu þeir Egypta en breski flotinn sigraði franska sjóherinn við níl undir stjórn Horatio Nelson. Napóleon komst þó aftur til Frakklands þó að margir menn hans létu lífið eða voru teknir til Bretlands sem fangar. Vel var tekið á móti honum í Frakklandi. en Ríkistjórninn var léleg og spilt og árið 1802 gerði hann með hjálp bróðir sínum Louie Bonaparte uppreisn og var hann kosinn fyrsti ræðismaður en var kosinn keisara tveimur árum seinna eða árið 1804.[5][6] [7]

Napóleon lagði mikið upp úr því að bæta obinberu ímynd sína og auk þess lagði hann áherslu á það að endurbæta mikið í landinu svo sem menntakerfið og dómskerfið. Hann vildi líka halda öllum lögum Frakklands saman í einni bók og nefndi hann þá bók NapoleonLöginn en áður fyrr voru misjöfn lög í hverju héraði.[8][9]

Napóleonsstyrjaldirnar[breyta | breyta frumkóða]

Þrátt fyrir að Napóleon hafði krýnt sjálfann sig keisara með páfann staddann sér við hlið sér í athöfninni þá hélt hann áfram að vera yfirmaður franska hersins og í franska flotanum. Þetta var enginn ósáttur við þar sem hann var talinn einn mesti her leiðtogi heims.[10][11]

Napóleon vildi byrja á því að leggja undir sig Ítalíu og Bretland. Hann vissi þó að þeir gætu ekki ráðist einir inn í Bretland en fékk Napóleon því Spánverja með sér í lið. Þeir gátu þó ekki ráðist samstundis inn í Bretland því Napóleon vissi að til þess að herferðin myndi takast þyrfti hann fyrst að ráða yfir höfunum. Hann skipaði Flotaforingjanum sínum Pierre-Charles Villeneuve að lokka Nelson í burtu en hann lenti í bardaga og flúði með skipunum sínum sinn að Trafalgar en bretar eltu þá uppi og unnu stóran sigur á móti þeim. Talið er að Horatio Nelson, enski flotaforinginn, og floti hans sökktu í kring um 22 frönskum og spænskum herskipum í þessari sjóorrustu sem er talin vera sú allra stærsta í Napóleonsstyrjöldunum. Orrusta þessi endaði með tapi sameinaða flota Napóleons en tryggðu Bretar sér þar með yfirburði í sjóhernaði næstu 100 árin. Eftir þessa orrustu tók Napóleon þá ákvörðun að loka öllum höfnum í Evrópu svo að varningur frá Bretum kæmist ekki þangað, með það í huga að lama útflutning Breta og eyðileggja með því efnahag þeirra. Napóleon réðst inn í Spán og tók völdin af Spánarkonungi sem var af ætt Búrbóna og fól bróður sínum, Jósef Bonaparte, krúnuna. Þar með hófst Pýreneaskagastríðið. Þetta var þó ekki eina ósættið sem hann lenti í því þegar hann setti viðskiptabannið á Breta en voru það Portúgalar og Rússar sem vildu ekki taka þátt í því. Þar með lenti Napóleon í stríði við Portúgala árið 1808 sem endaði með tapi þeirra síðar nefndu.[12][13]

Tveimur árum seinna eða í júní árið 1812 réðst Napóleon inn í Rússland með 700.000 manna her. Þeir komust leiðar sinnar til Moskvu og unnu stór sigur á Russneska hernum við borodino en þegar þangað var komið höfðu Rússar tekið allar gersemir sínar og flúið. Rússar brenndu síðan borgina og þurfti Napóleon þá að flýja með alla sína menn í átt að Póllandi. Harðu vetur var í Rússlandi á þessum tíma og þoldu Frakkarnir illa kuldann, komst Napóleon loks á leiðarenda en aðeins með 20 þúsund menn með sér. Var þetta svakalegur missir fyrir Napóleon og frönsku þjóðina og stór blettur á feril Napóleons auk þess sem þetta var mjög dýrkeypt fyrir frönsku þjóðina. Napóleon lét loks undan stjórn þegar bandamenn réðust inn í Frakkland árið 1814 og var honum komið fyrir í útlegð á eyjunni Elbu, í Miðjarðarhafinu. Þar fékk hann að stjórna á meðan Loðvík 18 réði ríkjum í Frakklandi. Frökkum leist ekki mæta vel á þennan nýja foringja og frétti Napóleon af því. Þar með ákvað hann að ferðast aftur til Frakklands til að reyna að taka völdin þar á ný og tókst honum það með prýði.[14]

Sú barátta sem steypti Napóleon endanlega af stóli var orrustan í Waterloo í Belgíu. Fyrst mætti hann prússum við bæinn Ligny, skammt frá Waterloo. Prússar voru undir stjórn Blüchers herforingja og sigraði Napoleon í þeirri orrustu. En tveimur dögum síðar mætti Napoleon Englendingum undir stjórn Wellington lávarðs við Waterloo. Þar hallaði á Englendinga. Á meðan hafði Blücher hins vegar tekist að safna liði sínu á ný og réðist nú á austurvæng Frakka. Sameiginlega með Englendingum tókst þeim að sigra Frakka. Napoleon flúði heim til Parísar, þar sem hann sagði af sér sem keisari. Stuttu síðar gaf hann sig Englendingum á vald. Þeir fóru með Napoleon heim til Englands, en þaðan var hann sendur með herskipi til eyjarinnar Sankti Helenu sem staðsett er í Suður-Atlantshafinu.[15][16]

Dauði Bonaparte[breyta | breyta frumkóða]

Napóleon Bonaparte lést þann 5. maí árið 1821. Til eru tvær kenningar um það hvernig hann lést. Önnur þeirra er sú að hann hafi dáið úr magakrabbameini, sem var í raun skrifað á krufningaskýrslu hans, en aðrir segja að honum hafi verið byrlað arsenik sem er eitur sem getur drepið menn. Kenningin um magakrabbamein er líklegri að margra manna mati og algengari dánarorsök þar sem hann var líka með magasár áður en hann dó. Við krufningu á líkinu þegar það var grafið aftur upp kom í ljós að það var næstum alveg órotið eftir mörg ár grafið í jörðinni en arsenikeitrun hægir verulega mikið á rotnun. Auk þess fannst líka arsenik í hárrót Napóleons. Enginn leið er þó að vita fyrir vissu hvernig herforinginn og keisarinn Napóleon Bonaparte lét lífið og verður það líklegast aldrei vitað fyrir vissu.[17]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

 1. Hart-Davis, 2009: 304-305.
 2. Stefán Gunnar Sveinsson. 2006. „Hver var Napóleon Bónaparte og hvað gerði hann svona merkan?“
 3. Stefán Gunnar Sveinsson. 2006. „Hver var Napóleon Bónaparte og hvað gerði hann svona merkan?“
 4. Ganeri. 1999: 160-161.
 5. Stefán Gunnar Sveinsson. 2006. „Hver var Napóleon Bónaparte og hvað gerði hann svona merkan?“
 6. Ganeri. 1999: 160-161.
 7. Napoleon101podcast
 8. Hart-Davis. 2009: 304-305.
 9. Stefán Gunnar Sveinsson. 2006. „Hver var Napóleon Bónaparte og hvað gerði hann svona merkan?“
 10. Hart-Davis. 2009: 306-307.
 11. Ganeri. 1999: 162-163.
 12. Hart-Davis. 2009: 306-307.
 13. Ganeri. 1999: 162-163.
 14. Stefán Gunnar Sveinsson. 2006. „Hver var Napóleon Bónaparte og hvað gerði hann svona merkan?“
 15. Stefán Gunnar Sveinsson. 2006. „Hver var Napóleon Bónaparte og hvað gerði hann svona merkan?“
 16. Ganeri. 1999: 162-163.
 17. Stefán Gunnar Sveinsson. 2006. „Hvernig dó Napóleon? Var honum byrlað eitur?“

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

 • Anitalios Ganeri, Brian Williams, Hazel Mary Martell. 1999. Saga Veraldar. Við upphaf nýrrar aldar. Reykjavík: Vaka Helgafell.
 • Adam Hart-Davis. 2009. Sagan. Reykjavík: Forlagið.
 • Stefán Gunnar Sveinsson. „Hver var Napóleon Bónaparte og hvað gerði hann svona merkan?“. Vísindavefurinn 28.7.2006. http://visindavefur.is/?id=6093. (Skoðað 22.4.2012).
 • Stefán Gunnar Sveinsson. „Hvernig dó Napóleon? Var honum byrlað eitur?“. Vísindavefurinn 11.8.2006. http://visindavefur.is/?id=6119. (Skoðað 22.4.2012).

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina .