Ole Gunnar Solskjær

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Ole Gunnar Solskjaer í Þrándheimi 2011.

Ole Gunnar Solskjær (fæddur í 26. febrúar 1973 í Noregi) er fyrrum knattspyrnumaður og þjálfari enska úrvalsdeildarliðsins Manchester United. Hann er einnig fyrrum leikmaður hjá Manchester United.

Molde[breyta | breyta frumkóða]

Áður en hann kom til Englands spilaði hann með 3. deildar liðinu Norwegian Clausenengen F.K. Árið 1994 fór hann til Molde F.K. sem lék í efstu deild Noregs. Ole skoraði 31 mark í 42 leikjum fyrir Molde.

Manchester United[breyta | breyta frumkóða]

Tveimur árum seinna var Alex Ferguson, þjálfari Manchester United í leit að framherja og ætlaði sér að kaupa í Alan Shearer þáverandi framherja Blackburn, sem hafnaði boðinu og gekk til liðs við Newcastle United. Í staðinn ákvað Sir Alex að kaupa Ole Gunnar í staðinn.

Á fyrsta tímabili Solskjær vann United ensku úrvalsdeildina og Ole skoraði 18 mörk á þeirri leiktíð.

Árið 2001 var Ruud van Nistelrooy keyptur og eftir það fékk Ole ekki mikið að spila. Árið 2002-03 seldi Ferguson Andy Cole og Dwight York og keypti þess í stað Diego Forlan. Ferguson skipti um leikplan með því að spila Van Nistelrooy einum í sókn. Sama ár varð hnjask í herbúðum Manchester United þegar David Beckham meiddist og þá færði hann Ole út á kant.

Leiktíðina 2003-04 meiddist Solskjær illa á hné og gat ekki spilað nánast alla leiktíðina og þar þá komu inn Alan Smith, David Bellion, og Louis Saha ásamt Wayne Rooney sem var einnig keyptur.

Árið 2007 lagði hann skóna á hilluna eftir að hafa átt við erfið hnémeiðsli að stríða í nokkur ár. Eftirminnilegasta atvik á ferlinum hans eru líklega þegar hann skoraði 4 mörk á móti Nottingham Forrest, leikurinn endaði 8-1. Einnig var markið í úrslitum meistaradeildarinnar árið 1999 þegar hann skoraði sigurmarkið í uppbótartíma.

Þjálfaraferill[breyta | breyta frumkóða]

Solskjær tók við þjálfun norska félagsins Molde F.K. í nóvember 2010[1] og gerði þá að meisturum á fyrsta ári sem þjálfari liðsins.[2]

Fyrir jólin 2018 tók Solskjær við Manchester United sem bráðabirgðastjóri út tímabilið eftir að José Mourinho var rekinn. Síðar gerði hann 3 ára samning við félagið [3].

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Solskjær tekinn við MoldeVísir, skoðað 29. mars, 2019.
  2. Solskjær gerði Molde að meisturumRúv, skoðað 28. mars, 2019
  3. Ole Gunnar verður við stýrið næstu 3 árin Vísir, skoðað 28. mars, 2019.