Hermann Ebbinghaus

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hermann Ebbinghaus

Hermann Ebbinghaus (24. janúar 1850 - 26. febrúar 1909) fæddist í Barmen í Þýskalandi. Hann lærði heimspeki við Háskólann í Bonn og útskrifaðist með Doktorsgráðu þaðan 1873. Hann hafði mikinn áhuga á sálfræði og hóf að gera tilraunir á því sviði.

Árið 1885 gaf hann út bókina Um minni þar sem að hann birti niðurstöður sínar varðandi minni. Í tilraunum sínum rannsakaði hann minni með því að gera tilraunir á sjálfum sér. Þetta verk er talið tímamótaverk í sálfræði og hafði mikil áhrif á tilrauna sálfræði.