Karls Gústafsstríðin
Karls Gústafsstríðin eru tvö stríð milli Danmerkur og Svíþjóðar sem stóðu yfir frá 1657 til 1660. Þau eru stríð nr. 5 og nr. 6 í hernaði milli landanna sem kallast Svíastríðin. Friðrik 3. Danakonungur fékk árið 1657 ríkisþingið í Óðinsvéum til að samþykkja að leggja fé í herferð gegn Svíum á meðan Karl 10. Gústaf var önnum kafinn við stríðsrekstur í Póllandi, en hann leiddi her sinn yfir hertogadæmin og Jótland. Þessi herferð Dana fór mjög illa. þegar vetur gekk í garð og dönsku sundin lagði tókst Svíum að komast á ís yfir til Fjóns og síðan Sjálands og Friðrik neyddist til að gefast upp og gera friðarsamninga, Hróarskeldusáttmálann þann 18. febrúar 1658 Með friðarsamningunum í Hróarskeldu 1658 urðu Danir að afsala sér Skáni, Hallandi, Blekinge, Bóhúsléni og Þrændalögum. Friðarsamningarnir héldu þó ekki og Karl Gústaf settist um Kaupmannahöfn. Friðrik konungur tók sjálfur þátt í vörn borgarinnar og varð gífurlega vinsæll, Svíum varð ekkert ágengt og eftir að Karl Gústaf lést 1660 var saminn friður á ný. Svíar héldu mestöllum landvinningum sínum, nema Þrændalögum.
Tengt efni
[breyta | breyta frumkóða]Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Guðbrandur Jónsson, Kópavogsþing árið 1662. – Skírnir, 1. Tölublað (01.01.1930), Bls. 195-213
- Om Karl Gustav-krigene Geymt 8 desember 2018 í Wayback Machine, (danmarkshistorien.dk)
- Första danska kriget
- Andra danska kriget