Hallgrímur Benediktsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Hallgrímur Benediktsson (20. júlí 1885 á Vestdalseyri við Seyðisfjörð26. febrúar 1954) var þjóðkunnur athafnamaður á sinni tíð, sat í bæjarstjórn Reykjavíkur, sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn og var frægur glímukappi. Frægasti sigur hans var þegar hann hafði betur í glímu við Jóhannes Jósefsson í konungsglímunni á Þingvöllum 1907. Þá var Hallgrímur í íslenska flokknum sem sýndi glímu á Ólympíuleikunum í Lundúnum 1908.

Hann var faðir Geirs Hallgrímssonar, sem varð forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.

Hallgrímur fæddist á Vestdalseyri við Seyðisfjörð, sonur Benedikts smiðs og bónda á Refsstað og Rjúpnafelli í Vopnafirði. Faðir hans var sonur hins kunna glímumanns séra Jóns Þorsteinssonar í Reykjahlíð. Móðir Hallgríms var seinni kona Benedikts, Guðrún Björnsdóttir, bónda á Stuðlum í Norðfirði.

Meðal fyrirtækja Hallgríms var Súkkulaðigerðin Síríus, sem síðar varð hluti fyrirtækisins Nói Síríus.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.