1658
Útlit
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1658 (MDCLVIII í rómverskum tölum) var 58. ár 17. aldar sem hófst á þriðjudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu en föstudegi samkvæmt júlíska tímatalinu sem er tíu dögum á eftir.
Ísland
[breyta | breyta frumkóða]- Jón Magnússon þumlungur hóf að semja Píslarsögu sína.
- Fyrsti holdsveikraspítalinn var byggður á Hörgslandi þar fyrir Austfirðingarfjórðung.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 13. apríl - Ólafur Jónsson, prestur á Miklabæ. (f. 1570)
Ódagsett
[breyta | breyta frumkóða]- Jón lærði Guðmundsson, íslenskur alþýðufræðimaður (f. 1574).
Erlendis
[breyta | breyta frumkóða]
- 6. febrúar - Karls Gústafsstríðin: Sænski herinn, undir stjórn Karls 10., réðist inn í Danmörku með því að fara yfir Stóra-belti á ís.
- 8. mars - Hróarskeldusáttmálinn: Danir sömdu um frið við Svía í Hróarskeldu sem batt tímabundið enda á Karls Gústafsstríðið.
- 14. júní - Frakkar unnu sigur á Spánverjum með aðstoð Englendinga í Sandölduorrustunni við Dunkerque.
- 31. júlí - Aurangzeb steypti föður sínum, Shah Jahan, af stóli og gerðist keisari Mógúlveldisins.
- 5. ágúst - Karl 10. Gústaf lýsti yfir stríði á hendur Dönum á ný. Svíar umkringdu Kaupmannahöfn og hófu loftárásir á hana.
- 7. október - Hollendingar skárust í leikinn og hlutuðust í stríð Svía og Dana og sendu 45 skip til stuðnings Danmörku,
- 8. nóvember - Svíar biðu ósigur fyrir Dönum í orrustunni um Eyrarsund.
- 20. desember - Keisaraveldi Rússlands og Svíþjóð gerðu Valiesar-samninginn um frið og skiptingu lands í nútíma Eistlandi og Lettlandi.
Ódagsettir atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- Hollendingar hófu að flytja þræla frá Indlandi og Suðaustur-Asíu til Suður-Afríku (Cape-nýlendunnar).
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 19. apríl - Jóhann Vilhjálmur 2., kjörfursti í Pfalz (d. 1716).
- 22. apríl - Giuseppe Torelli, ítalskt tónskáld (d. 1709).
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- febrúar - Holger Rosenkrantz, danskur sjóliðsforingi sem var hirðstjóri á Íslandi.
- 3. september - Oliver Cromwell, verndari enska samveldisins (f. 1599).
- 6. desember - Baltasar Gracián y Morales, spænskur rithöfundur (f. 1601).