Winston Churchill

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Sir Winston Churchill
Winston Churchill
Fædd(ur) Winston Leonard Spencer Churchill
30. nóvember 1874
Bleinheim, Oxfordskíri England
Látin(n) 24. janúar 1965
London
Þekktur fyrir Að vera forsætisráðherra Bretlands í seinni heimstyrjöldinni
Starf/staða The right honorable, Sir
Maki Clementine Hozier síðar Churchill
Börn Diana, Randolph, Sarah, Marigold Frances, Mary
Foreldrar Lord Randolph Churchill, Jennie Jerome síðar Churchill
Winston Churchill.

Winston Churchill (30. nóvember 187424. janúar 1965) var breskur stjórnmálamaður. Hann var forsætisráðherra Bretlands á tímum Síðari heimsstyrjaldarinnar. Hann var auk þess hermaður, rithöfundur, blaðamaður og listmálari. Hann er einn af þekktustu stjórnmálaleiðtogum Bretlands. Hann hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 1953.

Hann er eini forsætisráðherra Bretlands sem fengið hefur Nóbelsverðlaunin auk þess að vera fyrstur til að vera gerður að heiðursborgara í Bandaríkjunum. Á þeim tíma sem Churchill gegndi herþjónustu barðist hann á Indlandi, í Súdan í síðara Búastríðinu. Hann öðlaðist frægð sem stríðsfréttaritari og rithöfundur. Fyrstu bækur hans fjölluðu um þátttöku hans í áðurnefndum herleiðöngrum. Auk þess gegndi hann um tíma herskyldu á vesturvígstöðvunum í fyrri heimstyrjöldinni sem yfirmaður herdeildar.

Hann var í framvarðsveit breskra stjórnmála í fimmtíu ár og gengdi fjölmörgum embættumá þeim tíma. Á árunum fyrir fyrri heimstyrjöld gengdi hann meðal annars embætti forseta Viðskiptanefndar, innanríkisráðherra og flotamálaráðherra í ríkistjórn Asquith.

Fjölskylduhagir[breyta | breyta frumkóða]

Randolph Churchill faðir Winstons var einnig stjórnmálamaður og um tíma fjármálaráðherra. Hann var þriðji sonur sjöunda hertogans af Marlborough Móðir hans Jennie Jerome var dóttir amerísks auðkýfings að nafni Leonard Jerome. Winston var fæddur tveimur mánuðum fyrir tímann í Bleinheim-höll sem er ættaróðal Marlborough fjölskyldunnar. Churchill átti einn bróðir John Strange Spencer-Churchill.

Churchill hitti tilvonandi konu sína, Clementine Hoizer, í fyrsta sinn árið 1904 á dansleik í Crewe House. Þau hittust aftur árið 1908 í matarboði hjá Lafði St Helier. Churchill sat við hlið Clementine við borðhaldið. Hann bað Clementine í veislu í Bleinheim höll 10 ágúst 1908, þau gengu svo í hjónaband í St. Margrets, Westminister og voru þau gefin saman af biskupnum af St Asph. Árið 1909 fluttu hjónin að Eccleston Square 33. Fyrsta barnið Diana fæddist 11. júlí 1909, Randolph fæddist 28. maí 1911, þriðja barnið fæddist 7. október 1914, fjórða barnið Marigold fæddist 15. nóvember 1918, Mary fæddist svo 15. september 1922 síðar þann sama mánuð keypti Churchill Chartwell þar sem fjölskyldan bjó þar til Churchill lést 1965.

Ráðherraembætti[breyta | breyta frumkóða]

Winston Churchill (1874-1965) gegndi ýmsum ráðherraembættum á langri og viðburðaríkri ævi. Hann var ungur kjörinn á breska þingið og ekki leið á löngu þar til að honum voru falin ábyrgðarstörf. Hér að neðan er listi yfir ráðherrastörf Churchills, ekki eru alltaf til íslensk hugtök yfir embættin en reynt að nálgast þau í þýðingunni:

Aðstoðarnýlendurmálaráðherra 1906-8 (undersecretary of state for the colonies)

Viðskiptaráðherra 1908-10 (president of the board of trade)

Innanríkisráðherra 1910-11 (secretary of state for home affairs)

Flotamálaráðherra 1911-1915 (first lord of the admiralty)

Varnarmálaráðherra 1918-21 (secretary of war and air minister)

Aðstoðarnýlenduráðherra 1921-22 (undersecretary for the colonies)

Fjármálaráðherra 1924-29 (chancellor of the exchequer)

Flotamálaráðherra 3. september 1939-10. maí 1940 (first lord of the admiralty)

Forsætisráðherra 10. maí 1940-45, 1951-55 (prime minister)[[1]]


Fyrirrennari:
Neville Chamberlain
Forsætisráðherra Bretlands
(1940 – 1945)
Eftirmaður:
Clement Attlee
Fyrirrennari:
Clement Attlee
Forsætisráðherra Bretlands
(1951 – 1955)
Eftirmaður:
Anthony Eden


Einkennismerki Wikitilvitnunar
Wikivitnun er með safn tilvitnana á síðunni
  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.