Fara í innihald

Gunnar Eyjólfsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Gunnar Hafsteinn Eyjólfsson (f. 24. febrúar, 1926, d. 21. nóvember 2016) var íslenskur leikari. Gunnar þreytti frumraun sína árið 1945, í sýningu Leikfélags Reykjavíkur á Kaupmanninum í Feneyjum. Gunnar var fastráðinn leikari Þjóðleikhússins frá árinu 1961 og lék þar á annað hundrað hlutverka, meðal annars titilhlutverkin í Pétri Gaut, Hamlet, Fást, Ödípus konungi og Galdra-Lofti, Jimmy Porter í Horfðu reiður um öxl, Stokkmann í Þjóðníðingi, Prosperó í Ofviðrinu, Jagó í Óþelló og Willy Loman í Sölumaður deyr. Síðasta hlutverk hans á leiksviði var í Fanný og Alexander, hjá Leikfélagi Reykjavíkur, þá 85 ára gamall.[1]

Gunnar var sæmdur riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu árið 1999 og hlaut heiðursverðlaun Grímunnar, íslensku sviðslistaverðlaunanna árið 2013.[2]

Eiginkona Gunnars var Katrín Arason deildarstjóri (f. 1926) og dætur þeirra eru Karítas Gunnarsdóttir skrifstofustjóri í menntamálaráðuneytinu og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir alþingismaður.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Gunnar Eyjólfsson látinn Rúv, skoðað 21. nóv, 2016
  2. Vf.is, „Gunnar Eyjólfsson fékk heiðursverðlaun“ (skoðað 25. mars 2020)