Gunnar Eyjólfsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Gunnar Hafsteinn Eyjólfsson (f. 24. febrúar, 1926, d. 21. nóvember 2016) var íslenskur leikari. Gunnar þreytti frumraun sína árið 1945, í sýningu Leikfélags Reykjavíkur á Kaupmanninum í Feneyjum. Gunnar var fastráðinn leikari Þjóðleikhússins frá árinu 1961 og lék þar á annað hundrað hlutverka, meðal annars titilhlutverkin í Pétri Gaut, Hamlet, Fást, Ödípus konungi og Galdra-Lofti, Jimmy Porter í Horfðu reiður um öxl, Stokkmann í Þjóðníðingi, Prosperó í Ofviðrinu, Jagó í Óþelló og Willy Loman í Sölumaður deyr. Síðasta hlutverk hans á leiksviði var í Fanný og Alexander, hjá Leikfélagi Reykjavíkur, þá 85 ára gamall.[1]

Gunnar var sæmdur riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu árið 1999 og hlaut heiðursverðlaun Grímunnar, íslensku sviðslistaverðlaunanna árið 2013.[2]

Eiginkona Gunnars var Katrín Arason deildarstjóri (f. 1926) og dætur þeirra eru Karítas Gunnarsdóttir skrifstofustjóri í menntamálaráðuneytinu og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir alþingismaður.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Gunnar Eyjólfsson látinn Rúv, skoðað 21. nóv, 2016
  2. Vf.is, „Gunnar Eyjólfsson fékk heiðursverðlaun“ (skoðað 25. mars 2020)