24. ágúst
Útlit
Júl – Ágúst – Sep | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | ||||
4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 |
11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 |
18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 |
25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
2024 Allir dagar |
24. ágúst er 236. dagur ársins (237. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 129 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 79 - Vesúvíus gaus. Borgirnar Pompeii, Herculaneum og Stabiae grófust í ösku.
- 367 - Gratianus varð keisari Rómar.
- 1200 - Jóhann landlausi Englandskonungur giftist Ísabellu af Angoulême.
- 1215 - Innósentíus 3. páfi lýsti Magna Carta ógilt.
- 1349 - Svarti dauði braust út í Póllandi.
- 1511 - Afonso de Albuquerque hertók borgina Malakka. Malakkaskaginn komst þá á vald Portúgala.
- 1526 - Søren Andersen Norby beið ósigur í sjóorrustu við danskar, sænskar og lýbskar flotadeildir undan strönd Blekinge.
- 1572 - Bartólómeusarvígin í París: Kaþólikkar myrtu þúsundir húgenotta samkvæmt skipun Karls 9..
- 1608 - Fyrsti opinberi fulltrúi Bretlands steig á land við Surat á Indlandi.
- 1780 - Loðvík 16. Frakkakonungur bannaði notkun pyntinga til að þvinga fram játningar.
- 1841 - Bjarni Thorarensen, amtmaður og skáld, lést 54 ára gamall. Jónas Hallgrímsson orti um hann erfiljóð sem hefst þannig: „Skjótt hefur sól brugðið sumri...“
- 1853 - Bandaríski kokkurinn George Crum fann upp kartöfluflögur.
- 1906 - Ritsími á milli Skotlands og Íslands um Hjaltland og Færeyjar var formlega tekinn í notkun og var sæsímastrengurinn 534 sjómílur á lengd.
- 1940 - Þýska orrustuskipið Bismarck var tekið í notkun.
- 1944 - Sveinn Björnsson, forseti Íslands, og Franklin D. Roosevelt, forseti Bandaríkjanna, ræddust við í Hvíta húsinu í Washington, en Sveinn var í opinberri heimsókn í Bandaríkjunum.
- 1968 - Norræna húsið í Reykjavík var vígt. Finnski arkitektinn Alvar Aalto teiknaði bygginguna. Norðmaðurinn Ivar Eskeland var ráðinn fyrsti forstöðumaður hússins.
- 1980 - Fyrstu alþjóðlegu rallkeppni á Íslandi lauk eftir fimm daga keppni.
- 1983 - Fjölmennur fundur í Reykjavík, sem haldinn var í veitingahúsinu Sigtúni af svokölluðum Sigtúnshópi, krafðist breytinga á húsnæðislánakerfinu.
- 1989 - Eiturlyfjabarónar Kólumbíu lýstu ríkisstjórn landsins stríði á hendur.
- 1989 - Fyrsta einkarekna sjónvarpsstöð Indónesíu, RCTI, hóf útsendingar.
- 1990 - Armenía lýsti yfir sjálfstæði frá Sovétríkjunum.
- 1991 - Úkraína lýsti yfir sjálfstæði frá Sovétríkjunum.
- 1995 - Microsoft gaf út stýrikerfið Windows 95.
- 1998 - Fyrsta RFID-tækinu var komið fyrir í manneskju í Bretlandi.
- 2000 - Leikjatölvan GameCube frá Nintendo var kynnt.
- 2002 - Stýrikerfið Mac OS X Jaguar var kynnt.
- 2004 - Flugvélaárásirnar í Rússlandi 2004: Sprengjur sprungu í tveimur rússneskum farþegavélum í innanlandsflugi með þeim afleiðingum að 90 létust.
- 2006 - Á þingi Alþjóðasambands stjarnfræðinga var samþykkt að telja Plútó ekki lengur til reikistjarna sólkerfisins.
- 2006 - Norðmaðurinn Fritz Moen var hreinsaður af ákæru um tvö morð. Hann hafði setið 18 og hálft ár í fangelsi fyrir morðin.
- 2008 - Ísland vann silfurverðlaun í handbolta á Ólympíuleikunum í Peking 2008
- 2008 - Danmarks Nationalbank tók yfir rekstur Roskilde Bank.
- 2010 - Árásin á Hótel Muna: Liðsmenn al-Shabaab réðust á hótel í Mógadisjú. 32 létust í átökunum, þar á meðal 11 sómalskir þingmenn.
- 2012 - Dómur var kveðinn upp yfir fjöldamorðingjanum Anders Behring Breivik, sem myrti 77 manns sumarið 2011 með öflugri bílasprengju í miðborg Oslóar og skotárásum í Útey.
- 2016 - Öflugur jarðskjálfti reið yfir Mið-Ítalíu. Um 300 fórust.
- 2016 - Skjöldur Efrats-aðgerðin: Tyrkneskur her réðist á staði í norðvesturhluta Sýrlands.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 1113 - Geoffrey Plantagenet, greifi af Anjou (d. 1151).
- 1198 - Alexander 2. Skotakonungur (d. 1249).
- 1358 - Jóhann 1. Kastilíukonungur (d. 1390).
- 1393 - Arthúr 3., hertogi af Bretagne (d. 1458).
- 1552 - Lavinia Fontana, ítalskur listmálari (d. 1614).
- 1597 - Þorlákur Skúlason, Hólabiskup (d. 1656).
- 1635 - Peder Schumacher Griffenfeld, danskur stjórnmálamaður (d. 1699).
- 1754 - Stefán Þórarinsson, íslenskur lögmaður (d. 1823).
- 1896 - Jón Kaldal, íslenskur ljósmyndari (d. 1981).
- 1899 - Jorge Luis Borges, argentínskur rithöfundur og skáld (d. 1986).
- 1922 - Matthew Lipman, bandarískur heimspekingur (d. 2010).
- 1929 - Yasser Arafat, palestínskur byltingarleiðtogi (d. 2004).
- 1938 - Halldór Blöndal, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1942 - Magnús Birgir Jónsson, íslenskur búfræðingur.
- 1948 - Alexander McCall Smith, breskur rithöfundur.
- 1955 - Mike Huckabee, bandarískur stjórnmálamaður.
- 1957 - Stephen Fry, breskur leikari.
- 1963 - Yrsa Sigurðardóttir, íslenskur rithöfundur.
- 1964 - Svandís Svavarsdóttir, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1970 - Guido Alvarenga, paragvæskur knattspyrnumaður.
- 1973 - Carmine Giovinazzo, bandarískur leikari.
- 1974 - Takuya Yamada, japanskur knattspyrnumaður.
- 1988 - Rupert Grint, breskur leikari.
- 1988 - Maya Yoshida, japanskur knattspyrnumaður.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 79 - Plinius eldri, rómverskur rithöfundur (f. 23).
- 1042 - Mikael 5. Býsanskeisari.
- 1262 - Skóga-Skeggi Njálsson, bóndi í Skógum undir Eyjafjöllum.
- 1313 - Hinrik 7., keisari hins Heilaga rómverska ríkis (f. 1275).
- 1794 - Björn Halldórsson, prestur í Sauðlauksdal (f. 1724).
- 1841 - Bjarni Thorarensen, amtmaður og skáld (f. 1786).
- 1888 - Rudolf Clausius, þýskur eðlisfræðingur (f. 1822).
- 1939 - Ragnar E. Kvaran, íslenskur prestur og rithöfundur (f. 1894).
- 1988 - Leifur Muller, íslenskur kaupmaður (f. 1920).
- 2014 - Richard Attenborough, breskur leikari og kvikmyndaleikstjóri (f. 1923).