Surat

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Surat

Surat er borg í fylkinu Gujarat á Indlandi. Hún er önnur stærsta borg fylkisins og áttunda stærsta borg Indlands með 4,5 milljón íbúa. Borgin er hafnarborg sem stendur á bökkum árinnar Tapti á vesturströnd Indlands. Surat er einkum þekkt fyrir textíliðnað og demantaframleiðslu. Yfir 90% af öllum demöntum heims eru skornir og slípaðir í Surat.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.