Matthew Lipman
Matthew Lipman (24. ágúst 1923 – 26. desember 2010) var bandarískur heimspekingur og frumkvöðull í heimspekikennslu barna.
Lipman nam heimspeki við Columbia-háskóla í New York-borg og lauk þaðan bæði B.A.-gráðu og doktorsgráðu. Hann kenndi einnig við skólann þar til hann tók við stöðu við Montclair State College árið 1972 en þar kom hann á laggirnar stofnun helgaðri þróun heimspekikennslu barna (Institute for the Advancement of Philosophy for Children). Áhugi Lipmans á heimspekikennslu barna kviknaði í Columbia-háskóla þar sem hann taldi sig verða varan við getuleysi nemenda sinna til þess að færa almennileg rök fyrir máli sínu. Taldi hann að of seint væri að kenna fullorðnu fólki og að kennslan yrði að hefjast snemma til þess að börnin næðu að temja sér gagnrýna hugsun sem fyrst. Lipman samdi bækur til nota í heimspekikennslu barna, meðal annarra Harry Stottlemeier's Discovery.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- „Matthew Lipman, Philosopher and Educator, Dies at 87“, minningargrein í New York Times