Microsoft

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Microsoft Corporation
Microsoft logo (2012).svg
Rekstrarform Hlutafélag
Stofnandi Bill Gates, Paul Allen
Staðsetning Washington, Bandaríkin
Lykilmenn Satya Nadella forstjóri, Bill Gates tæknilegur ráðgjafi og fyrsti forstjórinn
Starfsemi Fjölþjóðlegt, tölvu-tækni, fyrirtæki
Tekjur 18,25 milljarðar dollara Increase2.svg
Starfsmenn 89.809 starfsmenn í 106 löndum
Vefsíða www.microsoft.is
www.microsoft.com

Microsoft Corporation er bandarískt, fjölþjóðlegt tölvufyrirtæki sem stofnað var af Bill Gates og Paul Allen 4. apríl árið 1975. Gates var forstjóri og svo Steve Ballmer lengi vel. Microsoft hefur ríflega 89 þúsund starfsmenn í 105 löndum. Microsoft hannar, þróar, framleiðir, styður og veitir leyfi á víðan hóp forrita fyrir tölvur. Microsoft varð leiðandi á stýrikerfamarkaði, yfirtók MacOS, og er enn á hefðbundnum einkatölvum, en á heildarmarkaði stýrikerfa, náði Android að verða vinsælasta stýrikerfi í heimi frá og með 2014.

Microsoft Corporation heldur bækistöðvar sínar í Redmond í Washington-fylki. Þeirra mest seldu og þekktustu vörur eru Windows-stýrikerfin, Microsoft Office skrifstofuhugbúnaður og Xbox leikjatölvur. Microsoft er einnig mjög þekkt fyrir vafrann Internet Explorer sem fylgir með með Windows ókeypis ásamt nýja vafranum frá Microsoft Microsoft Edge. Internet Explorer er ástæðan fyrir að Microsoft tapaði þegar bandaríska ríkið fór í mál við þá þess vegna.

Microsoft vann með tölvuframleiðandanum IBM sem gerði Microsoft kleift að selja stýrikerfi með tölvunum þeirra sem kallaðist MS-DOS. Microsoft keypti reyndar stýrikerfið DOS, eða grunninn að því, vegna þess að þeir gátu ekki gert sitt eigið, þeir gerðu smá breytingar á því og skýrðu það MS-DOS.

Microsoft stækkaði smá saman þangað til 25. júní 1981 þegar Microsoft varð að Microsoft Inc. Með því varð Bill Gates forstjóri og stjórnarformaður en Paul Allen varð aðstoðarforstjóri. Fljótlega gaf Microsoft út Word sem var fyrsta forritið sem gat sýnt texta sem skrifaður var inn í tölvu.

Microsoft gaf út nýtt stýrikerfi 20. nóvember 1985 sem kallaðist Windows. Strax frá upphafi varð Microsoft ríkjandi á markaði fyrir einkatölvur vegna stýrikerfi síns. Þetta eina stýrikerfi varð svo vinsælt að það tók algjörlega yfir MacOS kerfið sem var gefið út árið áður.

Hönnun Windows hófst strax í september 1981 þegar Chase Bishop hannaði stýrikerfið sem hann kallaði „Windows 1.0“. Það var þó ýmislegt að þessu kerfi eins og gefur að skilja með nýja vöru. Forritin sem komu með þessu stýrikerfi voru; reiknivél, dagatal, klukka, stjórnborð og skrifblokk. Í desember 1987 kom út Windows 2.0. Þetta stýrikerfi varð vinsælla en Windows 1.0 og hafði tekið nokkrum framförum líkt og Windows 3.0 gerði seinna meir.

Það var síðan 24. ágúst 1995 þegar Windows 95 stýrikerfið var gefið út. Þetta stýrikerfi gat sjálfkrafa skynjað og sett upp utanaðkomandi forrit, kallað „plug and play“. Einnig hafði þetta kerfi fjölverkavinnslu sem fellst í því að gera marga hluti í einu þó svo að þeir tengist ekki neitt. Breytingarnar sem komu með Windows 95 gerbreyttu svokölluðu skrifborði (e. desktop) og gerði það eins og við þekkjum það í dag, bæði á OS og Microsoft stýrikerfi.

Næsta stýrikerfi Microsoft var Windows 98 sem kom út 25. júní 1998 og á næstu árum komu viðbætur við það kerfi. Windows 2000 kom í febrúar árið 2000. Windows ME (Windows Millennium Edition) kom strax á eftir Windows 2000 í september 2000. Í Windows ME kerfinu hafði kjarninn í Windows 98 verið uppfærður og nokkrir hlutir úr Windows 2000. Með Windows ME kom „universal plug and play“ og „System restore“ þar sem notandinn getur sett tölvuna í stillingar aftur til fyrri tíma. Windows ME hefur þótt eitt versta stýrikerfi Windows aðallega vegna hægagangs og vandamála sem snúa að vélbúnaði. Jafnframt gáfu þeir út skýrikerfi sín í viðskiptaútgáfum líkt og Windows NT.

Microsoft gaf út stýrkerfið Windows XP í október 2001. Þetta stýrikerfi þeirra hlaut miklar vinsældir og þótti mjög gott kerfi. Kerfið var gefið út sem Windows XP Home og Windows XP Professional. Munurinn var sá að Professional kerfið hafði fleiri öryggismöguleika en Home útgáfan. Microsoft hannaði og setti á markað spjaldtölvu (ekki fyrstu, en nærri lagi, þá sem náði nokkurri útbreiðslu, en síðar hafa samkeppnisaðilar komið með útgáfur sem eru ráðandi) sem einmitt keyrði á Windows XP kerfinu. Sú spjaldtölva náði engum vinsældum. Það var svo ekki fyrr en í ársbyrjun 2007 að nýtt stýrikerfi kom frá Microsoft. Kerfið hlaut nafnið Windows Vista og hafði fjöldann allan af nýjum forritum. Útlit kerfisins var algjörlega endurhannað og miklar áherslur voru lagðar á öryggi. Árið 2009 kom síðan Windows 7 í bæði 32-bita og 64-bita útgáfu. Verkefnastikan (e. taskbar) var endurhönnuð og framfarir urðu í afköstum kerfisins. Windows 8 kom út 26. október 2012. Þetta kerfi er hannað fyrir einkatölvur (e. personal computer), spjaldtölvur (e. tablet) og snjallsíma (e. smart phones). Þessar breytingar hafa fengið misjafna dóma sérstaklega vegna snertiskjáseiginleika kerfisins sem þykir ekki virka vel í einkatölvum.

Nýjasta stýrikerfi Microsoft, Windows 10 kom út 29. júlí 2015.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]