Ragnar E. Kvaran

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ragnar Einarsson Kvaran (22. febrúar 189424. ágúst 1939) var íslenskur prestur, rithöfundur, skáld og þýðandi. Hann var sonur Einars Hjörleifssonar Kvaran og Gíslínu Gísladóttur og fæddist í Winnipeg í Kanada þar sem faðir hans starfaði sem ritstjóri. Ári síðar flutti fjölskyldan til Íslands. Ragnar lauk guðfræðiprófi á Íslandi 1917 og var ráðinn prestur Federated Church of Winnipeg 1922. Hann starfaði í Kanada til 1933 þar sem hann var meðal annars formaður Þjóðræknisfélags Íslendinga. Fljótlega eftir að hann fluttist aftur til Íslands var hann ráðinn skrifstofustjóri nýstofnaðrar skipulagsnefndar atvinnumála. Þegar Ferðaskrifstofa ríkisins var stofnuð 1936 var hann ráðinn starfsmaður hennar með starfsheitið „landkynnir“ og þegar Eggert P. Briem hætti sem forstöðumaður ferðaskrifstofunnar tók Ragnar við. Hann gegndi þeirri stöðu til dánardags og fljótlega eftir andlát hans var skrifstofan lögð niður.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.