Sveinn Björnsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Sveinn Björnsson

Sveinn Björnsson (27. febrúar 1881 í Kaupmannahöfn í Danmörku25. janúar 1952) var fyrsti forseti Íslands. Kona hans var dönsk og hét Georgía Björnsson (fædd Georgia Hoff-Hansen). Þau áttu sex börn.[1] Elsti sonur hans, Björn Sv. Björnsson, var mjög umdeildur eftir seinni heimsstyrjöldina vegna tengsla sinna við þýska nasistaflokkinn.

Æviágrip[breyta | breyta frumkóða]

Foreldrar Sveins voru Björn Jónsson (sem síðar varð ráðherra) og Elísabet Sveinsdóttir. Sveinn lauk prófi í lögfræði frá Kaupmannahafnarháskóla og var málaflutningsmaður í Reykjavík. Hann var kjörinn þingmaður Reykvíkinga 1914. Síðar var hann viðskiptafulltrúi og samningamaður fyrir Íslands hönd í utanríkisviðskiptum. Hann varð fyrsti sendiherra Íslands og starfaði sem sendiherra í um tvo áratugi.

Sveinn var ríkisstjóri Íslands 1941-1944 og fór með vald konungs samkvæmt ákvörðun Alþingis, þar sem Danmörk var hersetin af Þjóðverjum og samband á milli Íslands og konungs þess var rofið. Alþingi kaus hann fyrsta forseta Íslands að Lögbergi á Þingvöllum 17. júní 1944 til eins árs. Hann var sjálfkjörinn án atkvæðagreiðslu frá 1945 og aftur frá 1949 til dauðadags.

Samband Sveins við Kristján 10. Danakonung var ætíð stirt eftir stofnun lýðveldisins. Kristján hélt því fram að Sveinn hefði lofað því að Ísland myndi ekki slíta sambandi við Danmörku á meðan hernáminu stæði en þetta þvertók Sveinn fyrir að hafa gert.[2] Þó taldist Sveinn vissulega til lögskilnaðarsinna og hefði heldur kosið að lýðveldisstofnun væri frestað til stríðsloka en taldi það ekki valdsvið sitt sem ríkisstjóra að setja fót milli stafs og hurðar við ráðagerðir stjórnvalda. Þetta meinta eiðrof stuðlaði að því að Sveinn fór aldrei í opinbera heimsókn til Danmerkur á forsetatíð sinni. Hrakandi heilsa Sveins kom í veg fyrir að hann sætti jarðarför Kristjáns árið 1947 og sætti heim hin Norðurlöndin.[3]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Sveinn Björnsson fyrsti höfðingi Íslendinga; grein í Morgunblaðinu 1952
  2. Guðni Th. Jóhannesson, Fyrstu forsetarnir, 2016, bls. 73
  3. Guðni Th. Jóhannesson, Fyrstu forsetarnir, 2016, bls. 194

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Tengill[breyta | breyta frumkóða]


Fyrirrennari:
Kristján 10.
Forseti íslands
(19441952)
Eftirmaður:
Ásgeir Ásgeirsson