Jorge Luis Borges

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Borges á hóteli í París 1969.

Jorge Francisco Isidoro Luis Borges Acevedo ( audio) (24. ágúst 189914. júní 1986) var argentínskur rithöfundur, skáld, þýðandi og bókasafnsvörður. Borges er þekktastur fyrir smásögur sínar og ljóð. Hann hafði mikinn áhuga enskum bókmenntum, þýskum og arabískum og einnig á íslenskum fornbókmenntum. Á efri árum kom hann nokkrum sinnum til Íslands. Hann lærði íslensku upp á eigin spýtur og þýddi Gylfaginningu Snorra Sturlusonar á spænsku í samstarfi við konu sína, Maríu Kodama. Á legsteini hans stendur: Hann tekur sverðið Gram og leggur í meðal þeirra bert. (úr Völsunga sögu). Jorge Luis Borges er grafinn í Genf.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Verk Borges á netinu

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.