Yrsa Sigurðardóttir
Útlit
Vilborg Yrsa Sigurðardóttir (f. 24. ágúst 1963 í Reykjavík) er íslenskur rithöfundur og verkfræðingur. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1983, lauk BS gráðu í byggingaverkfræði frá Háskóla Íslands árið 1988 og MS prófi í sömu grein frá Concordia University í Montreal í Kanada árið 1997.[1]
Rithöfundaferill Yrsu hófst árið 1998 er hún sendi frá sér sína fyrstu bók sem, barnabókina, Þar lágu Danir í því. Í kjölfarið komu út nokkrar barnabækur til viðbótar en árið 2005 kom fyrsta bók Yrsu ætluð fullorðnum, spennusagan Þriðja táknið. Hún hlaut mjög góðar viðtökur og bókin hefur verið þýdd á hátt í 30 tungumál og gefin út í yfir 100 löndum.
Barna- og unglingabækur
[breyta | breyta frumkóða]- Þar lágu Danir í því (1998)
- Við viljum jól í júlí (1999)
- Barnapíubófinn, Búkolla og bókaránið (2000)
- B 10 (2001)
- Bíóbörn (2003)
- Herra Bóbó, Amelía og ættbrókin (2003)
Spennusögur
[breyta | breyta frumkóða]- Þriðja táknið (2005)
- Sér grefur gröf (2006)
- Aska (2007)
- Auðnin (2008)
- Horfðu á mig (2009)
- Ég man þig (2010)
- Brakið (2011)
- Kuldi (2012)
- Lygi (2013)
- DNA (2014)
- Sogið (2015)
- Aflausn (2016)
- Gatið (2017)
- Brúðan (2018)
- Þögn (2019)
- Bráðin (2020)
- Lok lok og læs (2021)
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Skald.is, „Yrsa Sigurðardóttir“ (skoðað 7. nóvember 2019)