5. október
Útlit
Sep – Október – Nóv | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 | ||
2024 Allir dagar |
5. október er 278. dagur ársins (279. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 87 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 1143 - Konungsríkið León viðurkenndi sjálfstæði Portúgals.
- 1423 - Guðmundur ríki Arason kvæntist Helgu Þorleifsdóttur, elstu dóttur Vatnsfjarðar-Kristínar.
- 1550 - Pedro de Valdivia stofnaði borgina Concepción í Chile.
- 1568 - Vilhjálmur þögli réðist inn í suðausturhluta Hollands.
- 1615 - Spánverjavígin: Hópur baskneskra hvalveiðimanna var drepinn við Skaganaust yst á Dýrafirði.
- 1665 - Háskólinn í Kiel var stofnaður.
- 1789 - Franska byltingin: Kvennagangan til Versala fór fram.
- 1897 - Barnablaðið Æskan hóf göngu sína.
- 1897 - S.A. Andrée og menn hans komu til Hvíteyjar, einnar Svalbarðaeyjanna, eftir að hafa rekið þangað á ísjaka. Þeir létust allir innan fárra daga og fundust lík þeirra ekki fyrr en 1930.
- 1910 - Fyrsta lýðveldið var stofnað í Portúgal. Emmanúel 2. konungur landsins flúði til Englands.
- 1945 - Sjálfstæðisstríð Indónesíu: Indónesíuher var stofnaður sem skæruliðaher.
- 1946 - Alþingi samþykkti að veita Bandaríkjunum afnot af landi á Miðnesheiði. Samningurinn olli miklum deilum.
- 1946 - Melaskóli hóf starfsemi sína.
- 1949 - Dregið var í fyrsta sinn í Vöruhappdrætti SÍBS.
- 1961 - Sameinaða Arabalýðveldið var formlega leyst upp.
- 1963 - Hljómsveitin Hljómar frá Keflavík kom opinberlega fram í fyrsta skipti.
- 1970 - Led Zeppelin gaf út plötuna Led Zeppelin III.
- 1974 - Tvær sprengjur sprungu í krám í Guildford í Bretlandi með þeim afleiðingum að fimm dóu.
- 1978 - Thorbjörn Fälldin sagði af sér forsætisráðherraembætti í Svíþjóð.
- 1984 - Hjónin Eiríkur J. Eiríksson og Kristín Jónsdóttir gáfu bæjar- og héraðsbókasafninu á Selfossi bókasafn sitt með um 30 þúsund bindum. Er þetta talin mesta bókagjöf á Íslandi.
- 1988 - Mótmæli hófust gegn ríkisstjórn Alsír. Þau voru barin niður af mikilli hörku.
- 1988 - Þjóðaratkvæðagreiðsla um framlengingu valdatíðar Augusto Pinochet fór þannig að meirihluti kaus gegn honum.
- 1989 - Dalai Lama hlaut friðarverðlaun Nóbels.
- 1991 - Blönduvirkjun var vígð.
- 1991 - Fyrsta útgáfa Linux-stýrikerfiskjarnans kom út.
- 1997 - Christina Odenberg varð fyrsti kvenkyns biskup Svíþjóðar.
- 1998 - IBM gaf út RISC-örgjörvann POWER3.
- 1999 - 31 lést í Ladbroke Grove-lestarslysinu vestan við London.
- 2000 - Októberbyltingin í Júgóslavíu: Slobodan Milošević neyddist til að segja af sér sem forseti Serbíu og Svartfjallalands.
- 2003 - Ísraelskar herþotur réðust á meintar bækistöðvar hryðjuverkamanna í Sýrlandi.
- 2003 - Íslamskir hermenn myrtu ítalska trúboðann Annalena Tonelli í sjúkrahúsinu sem hún hafði stofnað í Borama.
- 2005 - Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra gerði húsleit hjá Skúlason ehf vegna gruns um kyndiklefasvik.
- 2014 - Umsátrið um Kobanî: Íslamska ríkið réðist inn í borgina Kobanî í norðurhluta Sýrlands.
- 2014 - Fjöldagröf með líkamsleifum 30 kennaranema sem hafði verið rænt af lögreglu í Iguala í Mexíkó fundust.
- 2014 - Svíþjóð varð fyrsta Evrópusambandslandið sem viðurkenndi sjálfstæði Palestínuríkis.
- 2021 - Roskosmos sendi Sojús MS-19-leiðangurinn til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar með tvo myndatökumenn frá Stöð 1 í Rússlandi.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 1615 - Íbrahim 1. Tyrkjasoldán (d. 1648).
- 1641 - Madame de Montespan, ástkona Loðvíks 14. (d. 1707).
- 1695 - John Glas, skoskur trúarleiðtogi (d. 1773).
- 1713 - Denis Diderot, franskur heimspekingur (d. 1784).
- 1781 - Bernard Bolzano, tékkneskur stærðfræðingur (d. 1848).
- 1789 - William Scoresby, enskur landkönnuður (d. 1857).
- 1818 - Jón Thoroddsen eldri, íslenskur sýslumaður (d. 1868).
- 1829 - Chester A. Arthur, Bandaríkjaforseti (d. 1886).
- 1864 - Louis Jean Lumière, franskur kvikmyndagerðarmaður (d. 1948).
- 1887 - René Cassin, franskur stjórnmálamaður (d. 1976).
- 1899 - Sveinbjörn Sigurjónsson, íslenskur skólastjóri (d. 1990).
- 1923 - Albert Guðmundsson, knattspyrnu- og stjórnmálamaður (d. 1994).
- 1936 - Vaclav Havel, forseti Tékkóslóvakíu og Tékklands (d. 2011).
- 1950 - Ásthildur Kjartansdóttir, íslenskur leikstjóri.
- 1952 - Imran Khan, pakistanskur stjórnmálamaður og krikketleikmaður.
- 1952 - Emomali Rahmon, forseti Tadsíkistans.
- 1957 - Bernie Mac, bandarískur leikari (d. 2008).
- 1959 - Róbert H. Haraldsson, íslenskur heimspekingur.
- 1960 - Careca, brasilískur knattspyrnumaður.
- 1965 - Vigdís Gunnarsdóttir, íslensk leikkona.
- 1969 - Ásta Kristjana Sveinsdóttir, íslenskur heimspekingur.
- 1975 - Kate Winslet, bresk leikkona.
- 1976 - Ramzan Kadyrov, téténskur stríðsherra.
- 1977 - Vigdís Hrefna Pálsdóttir, íslensk leikkona.
- 1977 - Hugleikur Dagsson, íslenskur myndasöguhöfundur.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 1214 - Alfons 8., konungur Kastilíu (f. 1155).
- 1285 - Filippus 3., konungur Frakklands (f. 1245).
- 1398 - Blanka af Navarra, Frakklandsdrottning (f. 1331).
- 1880 - Jacques Offenbach, tónskáld og sellóleikari (f. 1819).
- 1958 - Guðrún Jónasson, íslenskur kaupmaður (f. 1877).
- 1968 - Jóhannes Jósefsson, íslenskur glímukappi (f. 1883).
- 1990 - Đorđe Vujadinović, júgóslavneskur knattspyrnumaður (f. 1909).
- 2004 - Maurice Wilkins, breskur eðlisfræðingur og Nóbelsverðlaunahafi (f. 1916).
- 2005 - Bjarni Þórir Þórðarson, íslenskur tónlistarmaður (f. 1966).
- 2011 - Steve Jobs, bandarískur frumkvöðull og hugvitsmaður á sviði tæknivísinda (f. 1955).
- 2015 - Henning Mankell, sænskur rithöfundur (f. 1948).
- 2019 - Tome, belgískur myndasöguhöfundur (f. 1957).