Palestínuríki
Palestínuríki | |
دولة فلسطين Dawlat Filastin | |
Fáni | Skjaldarmerki |
Þjóðsöngur: Fida'i | |
Höfuðborg | Jerúsalem (yfirlýst) Ramallah |
Opinbert tungumál | arabíska |
Stjórnarfar | Þingræði
|
Forseti | Mahmúd Abbas (محمود عباس) |
Forsætisráðherra | Mohammad Mustafa (محمد مصطفى) |
Stofnun | |
• Yfirlýst | 15. nóvember 1988 |
• Áheyrnaraðild að Sþ | 29. nóvember 2012 |
Flatarmál • Samtals • Vatn (%) |
163. sæti 6.020 km² 3,5 |
Mannfjöldi • Samtals (2020) • Þéttleiki byggðar |
121. sæti 5.159.076 731/km² |
VLF (KMJ) | áætl. 2018 |
• Samtals | 26,479 millj. dala |
• Á mann | 5.795 dalir |
VÞL (2019) | 0.708 (115. sæti) |
Gjaldmiðill | jórdanskur dínar egypskt pund ísraelskur sjekel |
Tímabelti | UTC+2 (+3 á sumrin) |
Þjóðarlén | .ps |
Landsnúmer | +970 |
Palestínuríki (arabíska: دولة فلسطين, Dawlat Filastin) er ríki sem var stofnað árið 1988 í útlegð af tveimur samtökum Palestínumanna, Frelsissamtökum Palestínu (PLO) og Þjóðarráði Palestínumanna (PNC) með Sjálfstæðisyfirlýsingu Palestínu. Á þeim tíma réði PLO ekki yfir neinu landsvæði í Palestínu. Nú gera samtökin tilkall til Heimastjórnarsvæða Palestínumanna (Vesturbakkinn og Gasaströndin) og vilja gera Jerúsalem að höfuðborg. Öll þessi svæði hafa verið hernumin af Ísraelsher frá því í Sex daga stríðinu 1967.
Á fundi Arababandalagsins 1974 var því lýst yfir að PLO væri eini lögmæti fulltrúi Palestínumanna sem ættu rétt á stofnun sjálfstæðs ríkis með hraði. Sama ár varð PLO áheyrnarfulltrúi á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Eftir sjálfstæðisyfirlýsinguna 1988 féllust Sameinuðu þjóðirnar á að nota heitið „Palestína“ í stað PLO. Þetta jafngilti þó ekki viðurkenningu á sjálfstæði Palestínu eða stjórn PLO. Í Oslóarsamkomulaginu 1993 féllst Ísrael á að PLO kæmu fram fyrir hönd Palestínumanna gegn því að PLO hafnaði hryðjuverkum og viðurkenndi tilverurétt Ísraelsríkis. Í kjölfarið myndaði PLO Heimastjórn Palestínumanna sem réði sumum málum á Gasaströndinni og Vesturbakkanum. Þegar Hamassamtökin tóku yfir stjórn Gasastrandarinnar klofnaði þetta ríki í tvennt.
Flest ríki heims, utan Vesturlanda, hafa viðurkennt Palestínuríki opinberlega. Ísland varð fyrsta land í Norður-Evrópu að viðurkenna Palestínuríki 29. nóvember 2011.[1] Þann 29. nóvember 2012 samþykkti Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna að gera Palestínu að áheyrnarríki í stað áheyrnarfulltrúa. Þar með er staða Palestínu innan Sameinuðu þjóðanna jafngild stöðu Vatíkansins. Sama ár var ákveðið að heiti ríkisins innan Sameinuðu þjóðanna skyldi vera „Palestínuríki“. Mörg ríki sem ekki hafa viðurkennt Palestínuríki viðurkenna samt PLO sem fulltrúa „Palestínumanna“ eða palestínsku þjóðarinnar.
Heitið
[breyta | breyta frumkóða]Nafnið Palestína er heiti sem Rómverjar notuðu yfir skattlönd sín við botn Miðjarðarhafs. Nafnið kemur frá Filisteum. Bæði fyrr og síðar bar þetta svæði og hlutar þess ýmis önnur nöfn eins og Kanansland, Stór-Ísrael, Júdea, Landið helga, Stór-Sýrland, Retjenu og Síon. Þegar Bretar unnu þetta landsvæði af Tyrkjaveldi 1918 fengu þeir umboð Þjóðabandalagsins til að stjórna Bresku Palestínu. Heitið Palestína náði þannig yfir núverandi Ísrael, Vesturbakkann og Gasaströndina.
Landfræði
[breyta | breyta frumkóða]Heimastjórnarsvæði Palestínumanna eru hluti Botnalanda. Gasaströndin á strönd að Miðjarðarhafi í vestri, Egyptalandi í suðri og Ísrael í norðri og austri. Vesturbakkinn á landamæri að Jórdaníu í austri og Ísrael í norðri, suðri og vestri. Hólmlendurnar tvær snertast því hvergi þar sem Ísrael skilur á milli þeirra. Þetta land er í 163. sæti yfir lönd eftir stærð.[2][3][4]
Palestínuríki stendur frammi fyrir mörgum umhverfisáskorunum. Á Gasaströndinni glímir fólk við eyðimerkurmyndun, saltmengun ferskvatns, meðferð skólps og vatnsborna sjúkdóma, jarðvegseyðingu og eyðingu og mengun vatnsforðabúra neðanjarðar. Vesturbakkinn glímir við mörg svipuð vandamál. Þótt ferskvatn sé þar til í miklu meira mæli er aðgangur að því takmarkaður vegna deilna um yfirráð yfir landinu.
Stjórnmál
[breyta | breyta frumkóða]Stjórnsýslueiningar
[breyta | breyta frumkóða]Palestínuríki er skipt í 16 landstjóraumdæmi.
Nafn | Stærð (km2)[5] | Íbúar | Íbúar á km2) | Muhafazah (höfuðstaður) |
---|---|---|---|---|
Jenin | 583 | 311.231 | 533,8 | Jenin |
Tubas | 402 | 64.719 | 161,0 | Tubas |
Tulkarm | 246 | 182.053 | 740,0 | Tulkarm |
Nablus | 605 | 380.961 | 629,7 | Nablus |
Qalqiliya | 166 | 110.800 | 667,5 | Qalqilya |
Salfit | 204 | 70.727 | 346,7 | Salfit |
Ramallah & Al-Bireh | 855 | 348.110 | 407,1 | Ramallah |
Jeríkó & Al Aghwar | 593 | 52.154 | 87,9 | Jeríkó |
Jerúsalem | 345 | 419.108a | 1214,8a | Jerúsalem (de jure) |
Betlehem | 659 | 216.114 | 927,9 | Betlehem |
Hebron | 997 | 706.508 | 708,6 | Hebron |
Norður-Gasa | 61 | 362.772 | 5947,1 | Jabalya |
Gasa | 74 | 625.824 | 8457,1 | Gasaborg |
Deir Al-Balah | 58 | 264.455 | 4559,6 | Deir al-Balah |
Khan Yunis | 108 | 341.393 | 3161,0 | Khan Yunis |
Rafah | 64 | 225.538 | 3524,0 | Rafah |
a. Tölurnar um Jerúsalem innihalda hina hernumdu Austur-Jerúsalem með ísraelskum íbúum þar.
Landstjóraumdæmin á Vesturbakkanum eru flokkuð í þrjú svæði samkvæmt Oslóarsamkomulaginu. Svæði A er 18% af Vesturbakkanum og heyrir undir heimastjórn Palestínumanna.[6][7] Svæði B er 22% af Vesturbakkanum og heyrir undir borgaralega stjórn Palestínumanna og sameiginlega öryggisstjórn Ísraels og Palestínuríkis.[6][7] Svæði C, fyrir utan Austur-Jerúsalem, er 60% af Vesturbakkanum og heyrir undir borgaralega stjórn Ísraels, nema hvað stjórn Palestínuríkis sér 150.000 Palestínumönnum á svæðinu fyrir menntun og heilbrigðisþjónustu.[6] Meira en 99% af Svæði C er lokað Palestínumönnum.[8] Um 330.000 Ísraelsmenn búa í landnemabyggðum á Svæði C.[9] Þótt herlög gildi á Svæði C eru Ísraelar sem þar búa dæmdir af borgaralegum dómstólum.[10]
Austur-Jerúsalem er hluti af Jerúsalemumdæmi í Ísrael. Palestínuríki gerir tilkall til svæðisins sem Jerúsalemumdæmis í Palestínu. Ísrael lagði Austur-Jerúsalem undir sig og innlimaði árið 1967 með því að setja hana undir ísraelska lögsögu samkvæmt lögum frá 1948. Þessi innlimun hefur verið staðfest með breytingu á grunnlögum Ísraels árið 1980,[6] en hún hefur ekki verið viðurkennd af neinu öðru landi.[11] Árið 2010 voru um 60% af 456.000 íbúum Austur-Jerúsalem Palestínumenn og um 40% Ísraelsmenn.[6][12] Síðustu ár hefur öryggisgirðingin á Vesturbakkanum í reynd innlimað tugþúsundir Palestínumanna með ísraelsk nafnspjöld inn í Vesturbakkann, þannig að Ísraelsmenn í Austur-Jerúsalem innan girðingar eru orðnir að litlum minnihluta.[heimild vantar]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Samþykktu að viðurkenna fullveldi Palestínu“. Sótt 2011.
- ↑ „Table 3, Population by sex, annual rate of population increase, surface area and density“ (PDF). Demographic Yearbook. United Nations Statistics Division. 2012. Afrit af uppruna á 15. október 2017. Sótt 28. janúar 2018.
- ↑ „UNdata | country profile | State of Palestine“. data.un.org.
- ↑ „State of Palestine Population (2020) – Worldometer“. www.worldometers.info.
- ↑ „Palestine“. GeoHive. Johan van der Heyden. Afrit af upprunalegu geymt þann 14. júlí 2014. Sótt 3. október 2015.
- ↑ 6,0 6,1 6,2 6,3 6,4 Zahriyeh, Ehab (4. júlí 2014). „Maps: The occupation of the West Bank“. Al Jazeera America. Al Jazeera Media Network. Afrit af uppruna á 16. júlí 2014. Sótt 8. ágúst 2014.
- ↑ 7,0 7,1 Gvirtzman, Haim. „Maps of Israeli Interests in Judea and Samaria“. Bar-Ilan University. Afrit af uppruna á 11. janúar 2014. Sótt 8. ágúst 2014.
- ↑ „West Bank and Gaza – Area C and the future of the Palestinian economy“. World Bank Group. 2. október 2013. bls. 4. Afrit (PDF) af uppruna á 1. ágúst 2014. Sótt 8. ágúst 2014.
- ↑ „Group: Israel Controls 42% of West Bank“. CBS News. CBS Interactive. Associated Press. 6. júlí 2010. Afrit af uppruna á 8. ágúst 2014. Sótt 8. ágúst 2014.
- ↑ „Consideration of reports submitted by States parties under article 9 of the Convention“ (PDF). UN Committee on the Elimination of Racial Discrimination. 9. mars 2012. bls. 6. Afrit (PDF) af uppruna á 18. júlí 2014. Sótt 8. ágúst 2014.
- ↑ Kelly, Tobias (maí 2009). Von Benda-Beckmann, Franz; Von Benda-Beckmann, Keebet; Eckert, Julia M. (ritstjórar). Laws of Suspicion:Legal Status, Space and the Impossibility of Separation in the Israeli-occupied West Bank. bls. 91. ISBN 978-0-7546-7239-5.
- ↑ „Jerusalem, Facts and Trends 2009/2010“ (PDF). Jerusalem Institute for Israel Studies. 2010. bls. 11. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 2. júlí 2014. Sótt 8. ágúst 2014.