Palestínuríki

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Palestínuríki
دولة فلسطين‎
Dawlat Filastin''
Fáni Palestínuríkis Skjaldarmerki Palestínuríkis
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
Ekkert kjörorð
Þjóðsöngur:
Fida'i
Staðsetning Palestínuríkis
Höfuðborg Jerúsalem (yfirlýst)
Ramallah, Gaza
Opinbert tungumál arabíska
Stjórnarfar Þingræði

Forseti
Forsætisráðherra
Mahmoud Abbas
Rami Hamdallah
Stofnun
 - Yfirlýst 15. nóvember 1988 
 - Áheyrnaraðild að Sþ 29. nóvember 2012 
Flatarmál
 - Samtals
 - Vatn (%)
172. sæti
6.220 km²
7
Mannfjöldi
 - Samtals (2014)
 - Þéttleiki byggðar
123. sæti
4.550.368
731/km²
VLF (KMJ) áætl. 2008
 - Samtals 11,95 millj. dala (-. sæti)
 - Á mann 2.900 dalir (-. sæti)
Gjaldmiðill jórdanskur dínar
egypskt pund
ísraelskur sjekel
Tímabelti UTC+2/+3
Þjóðarlén .ps
Landsnúmer 970
Palestine-Mandate-Ensign-1927-1948.svg
PALESTINE FLAG
PALESTINE AND TRANSJORDAN UNDER BRITISH MANDATE
Dome In Jerusalem, The Capital City Of State Of Palestine
PALESTINE POUND
PALESTINE STAMP UNDER BRITISH MANDATE
PALESTINE STAMP UNDER BRITISH MANDATE
Mill (British Mandate for Palestine currency, 1927).jpg
British Mandate Palestinian passport.jpg
Palestine recognition only.svg
PALESTINE 1759
PALESTINE 1851
PALESTINE 1864
PALESTINE 1900
PALESTINE 1915
Palestine 1920
PALESTINE 1924
PALESTINE 1946
PALESTINE 1947

Palestínuríki (arabíska: دولة فلسطين‎, Dawlat Filastin) er ríki sem var stofnað árið 1988 í útlegð af tveimur samtökum Palestínumanna, Frelsissamtökum Palestínu (PLO) og Þjóðarráði Palestínumanna (PNC) með Sjálfstæðisyfirlýsingu Palestínu. Á þeim tíma réði PLO ekki yfir neinu landsvæði í Palestínu. Nú gera samtökin tilkall til Heimastjórnarsvæða Palestínumanna (Vesturbakkinn og Gasaströndin) og vilja gera Jerúsalem að höfuðborg. Öll þessi svæði hafa verið hernumin af Ísraelsher frá því í Sex daga stríðinu 1967.

Á fundi Arababandalagsins 1974 var því lýst yfir að PLO væri eini lögmæti fulltrúi Palestínumanna sem ættu rétt á stofnun sjálfstæðs ríkis með hraði. Sama ár varð PLO áheyrnarfulltrúi á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Eftir sjálfstæðisyfirlýsinguna 1988 féllust Sameinuðu þjóðirnar á að nota heitið „Palestína“ í stað PLO. Þetta jafngilti þó ekki viðurkenningu á sjálfstæði Palestínu eða stjórn PLO. Í Oslóarsamkomulaginu 1993 féllst Ísrael á að PLO kæmu fram fyrir hönd Palestínumanna gegn því að PLO hafnaði hryðjuverkum og viðurkenndi tilverurétt Ísraelsríkis. Í kjölfarið myndaði PLO Heimastjórn Palestínumanna sem réði sumum málum á Gasaströndinni og Vesturbakkanum. Þegar Hamassamtökin tóku yfir stjórn Gasastrandarinnar klofnaði þetta ríki í tvennt. Sameinaðri stjórn var aftur komið á í júní 2014.

Flest ríki heims, utan Vesturlanda, hafa viðurkennt Palestínuríki opinberlega. Ísland varð fyrsta land í Norður-Evrópu að viðurkenna Palestínuríki 29. nóvember 2011.[1] Þann 29. nóvember 2012 samþykkti Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna að gera Palestínu að áheyrnarríki í stað áheyrnarfulltrúa. Þar með er staða Palestínu innan Sameinuðu þjóðanna jafngild stöðu Vatíkansins. Sama ár var ákveðið að heiti ríkisins innan Sameinuðu þjóðanna skyldi vera „Palestínuríki“. Mörg ríki sem ekki hafa viðurkennt Palestínuríki viðurkenna samt PLO sem fulltrúa „Palestínumanna“ eða palestínsku þjóðarinnar.

Heitið[breyta | breyta frumkóða]

Nafnið Palestína er heiti sem Rómverjar notuðu yfir skattlönd sín við botn Miðjarðarhafs. Nafnið kemur frá filisteum. Bæði fyrr og síðar bar þetta svæði og hlutar þess ýmis önnur nöfn eins og Kanansland, Stór-Ísrael, Júdea, Landið helga, Stór-Sýrland, Retjenu og Síon. Þegar Bretar unnu þetta landsvæði af Tyrkjaveldi 1918 fengu þeir umboð Þjóðabandalagsins til að stjórna Bresku Palestínu. Heitið Palestína náði þannig yfir núverandi Ísrael, Vesturbakkann og Gasaströndina.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Samþykktu að viðurkenna fullveldi Palestínu“. Sótt 2011.
Wiki letter w.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.