Jacques Offenbach

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Jacques Offenbach

Jacques Offenbach (20. júní 18195. október 1880) var tónskáld og sellóleikari. Hann er talinn til helstu tónskálda frönsku rómantíkurinnar.

Offenbach fæddist inn í þýska tónlistarfjölskyldu, en faðir hans var forsöngvari við sýnagóguna í Köln. Hann fluttist svo 14 ára gamall til Parísar og bjó þar það sem eftir var ævinnar.