Fara í innihald

Ásta Kristjana Sveinsdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Vestræn heimspeki
Heimspeki 21. aldar
Nafn: Ásta
Fædd: 5. október 1969 (1969-10-05) (55 ára)
Helstu ritverk: Categories We Live By: The Construction of Sex, Gender, Race, and Other Social Categories; Kvenna megin; The Oxford Handbook of Feminist Philosophy
Helstu viðfangsefni: Frumspeki, feminísk heimspeki,

Ásta Kristjana Sveinsdóttir (fædd 1969) er íslenskur heimspekingur búsettur í San Francisco í Bandaríkjunum. Ásta Kristjana er fjórða íslenska konan, sem hefur lokið doktorsprófi í heimspeki og sú fyrsta, sem lýkur doktorsprófi á sviði frumspeki.[1]

Ásta Kristjana tók stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1989 og hélt svo til háskólanáms í Bandaríkjunum. Hún er BA í stærðfræði og heimspeki frá Brandeis háskóla, 1992, AM í heimspeki frá Harvard háskóla, 1997, og PhD í heimspeki frá Massachusetts Institute of Technology (MIT), 2004. Doktorsritgerð Ástu Kristjönu hét Siding with Euthyphro: Response-Dependence, Essentiality, and the Individuation of Ordinary Objects.

Ásta Kristjana var gistilektor á Vassar College í New York fylki veturinn 2004-2005 og hefur verið lektor í heimspeki í Ríkisháskólanum í San Francisco frá hausti 2005.

Ásta Kristjana fæst einkum við frumspeki og femíníska heimspeki og tengjast umræðuefni hennar þar oft öðrum undirgreinum heimspekinnar, svo sem málspeki og þekkingarfræði, siðfræði og fagurfræði.

Helstu ritverk

[breyta | breyta frumkóða]
  • Categories We Live By: The Construction of Sex, Gender, Race, and Other Social Categories (Oxford: Oxford University Press, 2018).
  • Kvenna megin (Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2001).
  • „To Do Metaphysics as a Feminist: Reflections on Feminist Methodology in Light of the Hypatia Affair“, APA Newsletter on Feminism and Philosophy (2017).
  • „Social Kinds“, The Routledge Handbook on Collective Intentionality (2017).
  • „The Naturalism Question in Feminism“, The Blackwell Companion to Naturalism (2016).
  • „Social Construction“, Philosophy Compass (2015).
  • „Who's Afraid of Feminist Metaphysics?“, APA Newsletter on Feminism and Philosophy (2013).
  • „Knowledge of Essence“, Philosophical Studies (2013).
  • „The Social Construction of Human Kinds“, Hypatia (2013).
  • „Feminist Metaphysics“, Stanford Encyclopedia of Philosophy (2011/2017).
  • „The Metaphysics of Sex and Gender“, Feminist Metaphysics (2011).
  • „Siding with Euthyphro“, European Journal of Philosophy (2010).
  • „Fólkstegundir“, Hugur (2009).
  • „Essentiality Conferred“, Philosophical Studies (2008).
  • „The Oxford Handbook of Feminist Philosophy“ (ásamt Kim Q. Hall) (Oxford: Oxford University Press, 2020)
  • „Vefsíða Ástu Kristjönu Sveinsdóttur“. Sótt 13. október 2005.
  • „Ný vefsíða Ástu Kristjönu Sveinsdóttur“. Sótt 13. ágúst 2019.
  • „Kvennasögusafn Íslands“. Sótt 24. apríl 2006.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  Þessi heimspekigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.