Ásta Kristjana Sveinsdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Ásta Kristjana Sveinsdóttir (fædd 5. október 1969 í Reykjavík á Íslandi) er íslenskur heimspekingur búsettur í San Francisco í Bandaríkjunum. Ásta Kristjana er fjórða íslenska konan, sem hefur lokið doktorsprófi í heimspeki og sú fyrsta, sem lýkur doktorsprófi á sviði frumspeki [1].

Ásta Kristjana tók stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1989 og hélt svo til háskólanáms í Bandaríkjunum. Hún er BA í stærðfræði og heimspeki frá Brandeis háskóla, 1992, AM í heimspeki frá Harvard háskóla, 1997, og PhD í heimspeki frá Massachusetts Institute of Technology (MIT), 2004. Doktorsritgerð Ástu Kristjönu hét Siding with Euthyphro: Response-Dependence, Essentiality, and the Individuation of Ordinary Objects.

Ásta Kristjana var gistilektor á Vassar College í New York fylki veturinn 2004-2005 og hefur verið lektor í heimspeki í Ríkisháskólanum í San Francisco frá hausti 2005.

Ásta Kristjana fæst einkum við frumspeki og hugspeki og efni þar sem frumspeki og aðrar undirgreinar heimspekinnar mætast, svo sem málspeki og þekkingarfræði, siðfræði og fagurfræði.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • „Vefsíða Ástu Kristjönu Sveinsdóttur“. Sótt 13. október 2005.
  • „Kvennasögusafn Íslands“. Sótt 24. apríl 2006.
  Þessi heimspekigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.